Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 38
... UPP I VINDINN
KYNNINGARGREIN
POINT leibandi á norburevrópumarkabi
Almennt um POINT
POINT hönnunarkerfið sem keyrir inn
í kjarnann á AutoCAD er markaðsleið-
andi hönnunarkerfi á Norðurlöndum.
Notendum á íslandi hefur fjölgað mjög
undanfarin ár og misseri en á þriðja tug
þúsunda notenda eru á POINT kerfunum
á Norðurlöndum. Fyrirtækið CADPOINT
á uppruna sinn í Boras í Svíðþjóð og er
stofnað árið 1985 eða ári eftir að Auto-
CAD kom á markað.
POINT hönnunarkerfin spanna yfir allt
svið arkitkektúrs og byggingarverkfræði.
Innan arkitektúrs má nefnda kerfi til
húsahönnunar, skipulagshönnunar og
landslagshönnunar. Innan verkfræðinnar
má nefna kerfi til burðaþolshönnunar,
lagnahönnunar, bruna- og öryggishönn-
unar, raflagnahönnunar, hönnunar stýri-
rása, veghönnunar, lagnahönnunar
(skólp-, vatns-, hitaveitu-, raf- og síma-),
brúa- og gangnahönnunar, hljóðvistar-
hönnunar svo eitthvað sé nefnt.
POINT kerfin fyrir byggingarhönnun
komu út í lok árs 1996 í útgáfu 5 og hef-
ur þróun þeirra staðið allar götur síðan
desember 1995 og hafa fjörutíu mannár
farið í þróun byggingarkerfanna, útgáfa
5.x. Hér er alfarið um hlutbundna hönn-
un að ræða og hefur arkitekta- og verk-
fræðistofum á Norðurlöndum fjölgað
mjög í hópi POINT notenda.
Eitt hefur leitt af öðru í sögu POINT og
hafa margir minni framleiðendur hönn-
unarkerfa sameinast POINT og gert kerf-
ið þannig öflugra. POINT er nú hannað í
Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og
Hollandi. Ennfremur er POINT selt í
baltísku löndunum og Tékklandi. Söluað-
ili á POINT á íslandi er Snertill.
POINT grunnurinn
Til að keyra POINT hönnunarkerfin
þarf POINT Menu (Grunn). Meðfylgjandi
í POINT Menu er PDOC sem er gagna-
grunnur fyrir verkefni og teikningar.
Pannig skráir hönnuður inn verkefni og
teikningar jafnframt því sem skoðari fylg-
ir PDOC. Skoðari þessi tekur öll skráar-
form sem tilheyra góðu skipulagi svo sem
DWG, DXF, DOC, XLS, TIF, JPG, DWF,
DXB og margt fleira. Ennfremur kemur
með POINT Menu, Windows hugbúnað-
ur sem heitir Project Profile, sem tekur
yfir stýringu á öllum lögum (LAYERS),
línugerðum, litum, lagaheitum, lagaskýr-
ingum, málsetningargerðum og öllum
„parametrum“ sem notaðir eru í Auto-
CAD. Ennfremur fylgir POINT Menu
staðlað umhverfi til grunnteiknivinnu í
AutoCAD þannig að hönnuður hefur allt
sem til þarf til staðlaðrar teiknivinnu.
Landhönnunarkerfin
Eitt af nýjustu stóru gegnumbrotum
POINT á Norðurlöndum er það að
sænska vegagerðin hefur tekið ákvörðun,
frá 1. janúar 1999 að telja, að taka upp
notkun á POINT 5 veghönnunarkerfinu
(NovaCAD). Hefur sænska vegagerðin
keypt um 70 kerfi og eru þessa dagana
um 200 manns á námskeiðum í kerfinu.
Norska vegagerðin er til margra ára not-
andi að kerfinu og ennfremur meðeig-
andi. Ennfremur eru danskar amtir not-
endur að kerfinu. í veghönnunarkerfinu
eru allir norðurlandastaðlarnir sem stuðst
er við á íslandi. Landhönnunarkerfin eru
þróuð hjá ViaNova í Noregi.
Landhönnunarkerfin frá POINT eru
byggð þannig upp að í grunninn er gagna-
grunnurinn QUADRI. Til líkanagerðar er
notaður hugbúnaður sem nefnist TMOD
og til veghönnunar er notaður hugbúnað-
ur sem heitir VIPS. Pessir tveir módúlar,
TMOD og VIPS tengjast síðan AutoCAD.
Veg- og landslagshönnunin á sér stað í
AutoCAD umhverfi sem vinnur alfarið í
Windows NT (Windows 95/98) um-
hverfi.
Það verður að teljast frábært hvernig
veghönnuðir og landslagshönnuðir geta
þannig unnið í sama kerfinu sem hefur
verið aðlagað að kröfum hönnuða. Ekki
síst í lokin þegar vegur og landslag hefur
verið hannað að þá er hægt á grafískan
hátt að reikna hljóðvist út frá þeim stöðl-
um sem stuðst er við á íslandi. Hljóðvist-
arhugbúnaður er þróaður hjá Sintef. Einn
af stórum kostum við þessa heild er
einnig sú staðreynd að hægt er að skiptast
á gögnum á formi QUADRI. Ennfremur
er ekki hægt að láta líða hjá að nefna að
AutoCAD er mjög nákvæmt kerfi sem
vinnur á rauntölugrunni þ.e.a.ss kerfið er
32 bita og vinnur þannig alltaf með 32
aukstafi og verður þvi ekkert um villur í
meðferð gagna.
Byggingarkerfin
POINT hönnunarkerfin til hönnunar á
byggingum eru hlutbundin hönnunar-
kerfi. Hönnuður teiknar vegg í tvívídd/
þrívídd í stað þess að teikna línur. Síðan er
settur gluggi í vegginn í stað þess að
teikna hann með línum, hringjum og til-
heyrandi. Þegar húsið hefur verið teiknað
í tvívídd/þrívídd er húsið magntekið og
tekin út þau snið og ásýndir sem þarf til
gerðar á byggingarnefndar- og burðarþols-
teikningum. Þegar hlutur svo sem veggur
er teiknaður þá fer veggurinn inn á rétt lag
og þegar gluggi er teiknaður þá fara allir
hlutir í glugganum inn á rétt lög. Eftir
stendur þrívíddarlíkan sem hægt er að
nota til að gera raunmynd sem gagnast við
sölu, útleigu eða sýningar á mannvirkjum.
POINT hugmyndafræðin gengur út á
heildarlausn fyrir hönnuðinn þannig að
hönnuðurinn þarf ekki að sitja og finna
upp hjólið. Það er fyrst að hönnuðurinn
sér framlegð í teiknivinnunni þegar hann
hefur fengið hlutbundið hönnunarkerfi
og kúnninn nýtur einnig þeirra réttinda
að fá betri gögn. Hver þekkir t.d. ekki
söguna um lagnahönnuðinn sem hannaði
allt flatt og þegar kom að því að smíða
loftræstinguna þá fór hún allsstaðar í
gegnum burðarvirkið. Ef loftræstingin
hefði verið hönnuð í þrívídd þá hefði ver-
ið hægt að sjá hvar skóinn kreppti og
koma í veg fyrir mistök þegar á hönnun-
arstigi.
Staðlað táknasafn er með hönnunar-
kerfunum frá POINT. Þetta leiðir til betri
hönnunarvinnu og betri gagna. Auðveld-
ara er að staðla vinnu hönnuða og teikn-
ara inni í hönnunarfyrirtækjunum. Hönn-
unarfyrirtæki hafa gert sér grein fyrir
þessu og hefur til að mynda danska verk-
fræðistofan Ramböll yfir að ráða 200
AutoCAD leyfurn með POINT sem hönn-
unarkerfi. Hér á íslandi hefur POINT not-
endum fjölgað ört og sjá hönnuðir sér leik
á borði að auka framlegð og skipulag sem
full þörf er fyrir í harðnandi samkeppni.
Sigbjörn Jónsson
byggingarverkfræbingur Msc.
Snertill Hlföasmári 14, 200 Kópavogur.
Sími 554-0570, fax 554-0571,
Heimasíöa www.snertill.is
Email: sigbjorn@snertill.is
38