Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 52

Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 52
... UPP I VINDINN Mynd 6. Reiknuð hljóbstig við gatnamótin fyrir árin 1996 og 2020. verulega breytingu á umferðaræð í byggð sem fyrir er, eru 65 dB(A). Pegar um iðn- aðar- og verslunarsvæði er að ræða er samsvarandi gildi 70 dB(A). Eins og sjá má á mynd 6 eru þessar kröfur við gatna- mótin uppfylltar. í þessum athugunum var reiknað með 22% aukningu á umferð til ársins 2020 en ætla má að sú aukning sé í hærra lagi fyrir Sogaveg, þ.e. aukning umferðar þar verður líklega ekki eins mikil og á Miklubraut. Petta gæti leitt til minni hækkunar á hljóðstigi við Sogaveg en sýnt er á mynd 6. Pá sýndu útreikning- arnir að áhrif rampans og slaufunnar er koma norðan Sogavegar verða hverfandi. Ástæður þessa eru skermun bæði lands og stoðveggjar milli slaufu og rampa, sem og lágs hlutfalls þungrar umferðar og lít- ils hraða umferðar. Athuganir á loftmengun fyrir árið 2020 sýndu að hún mun uppfylla allar kröfur mengunarvarnareglugerðar, og mun lík- lega minnka frá því sem nú er. Ástæður þessa eru að færri bílar þurfa að bíða á umferðarljósum og auknar kröfur til mengunarvarnarbúnaðar bíla. Mynd 7. Hlibarmynd af brúnni, horft í vestur. 4.6 Hönnun gatnamótanna Hönnun gatnamótanna var skipt í tvo hluta þ.e. hönnun bráðabirgðavegar milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar og hönnun mislægu gatnamótanna sjálfra. Bráðabirgaðgatnamótin eru austan við Mörkina til að umferð um þau trufli sem minnst aðalframkvæmdina. Vegurinn er lagður á jarðvegsdúk beint ofan á mýrina og verður hann síðan allur fjarlægður í lok verktímans. Við hönnun gatnamótanna var aðallega gengið út frá vegstöðlum Vegagerðarinnar og sænskum stöðlum þó fleiri staðlar hafi einnig komið þar við sögu. Hönnunin fór að mestu fram í tölvu og var til þess beitt fullkomnum veghönnunarforritum. Til nýmælis við þessa hönnun frá fyrri sam- bærilegum verkum má telja að við gerð útboðsgagna var lögð sérstök áhersla á allar merkingar á framkvæmdatíma verksins. Gerðar voru teikningar af hverj- um áfanga sem sýndu í smáatriðum gerð og staðsetningu allra umferðarmerkja og skilta á verktíma. Þessar teikningar fengu síðan sérstaka umfjöllun hjá umferðarör- yggishóp verkkaupa og lögreglu áður en framkvæmdir hófust. Veruleg áhersla var lögð á öryggi gang- andi vegfarenda, sem lýsir sér vel í lausn- inni sem var valinn, en þar þarf gangandi fólk ekki að þvera neinn umferðarstraum á gatnamótunum sjálfum. Lögð var mikil áhersla á landmótun við alla hönnun gatnamótanna þannig að þau féllu sem best að umhverfinu og er reiknað með að gróðursetja töluvert af trjágróðri við galnamótin til frekari prýði. 5.0 Brúarhluti gatnamóta 5.1 Mótun brúar Við mótun brúarinnar var reynt að fella hana að landinu eins og kostur var og ná fram léttu yfirbragði. Landstöplarnir voru dregnir frá Miklubraut til að opna útsýni og minnka áhrif stórra yfirþyrmandi veggja. Við það skapaðist svigrúm til að leiða göngustíginn meðfram Miklubraut að norðan undir brúna í stað þess að gera sérstök undirgöng fyrir hann. Veggir endastöpla eru með um 15° halla fram. Hliðar miðstöpulsins halla einnig en mun minna en á endastöplunum. Mið- stöpullinn er í tveimur hlutum með opi á milli og eru báðir helmingar vænglagaðir í þversniði. Mjórri endarnir snúa mis- vísandi inn að opinu. Þetta gefur breyti- legt útlit eftir sjónarhorni vegfaranda þeg- ar ekið er undir brúna. Mynd 7 sýnir hlið- armynd af brúnni. Á brúnni eru 3 akreinar sem hver um sig er 5 m breið auk tveggja umferðareyja og 3 m breiðrar gangstéttar að austan. Brúin er í aðalatriðum bein en breikkar þó á þremur hornum því slaufur og göngustígur ganga inn á hana til beggja enda. Heildarbreidd brúar er um 23 m. Neðri brún brúarplötunnar er öll boga- dregin til þess að draga úr áhrifum þykkt- ar og gera hana léttari í útliti. Útkantur- inn er með breytilegum halla, hallar 15° inn undir sig til endanna þar sem hann fellur að endastöplunum, en snýst í átt að miðju þannig að hallinn þar verður 70° frá lóðréttu. Gefur þetta kantinum og þar með brúnni sérstæðan svip. Handrið á brúnni eru úr áli með galvanhúðuðu stál- neti. 5.2 Burbarvirki brúar Burðarvirki brúarinnar er plöturammi með tveimur mislöngum höfum, 31 og 33 m löngum. Rammavirknin fæst með því 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.