Upp í vindinn - 01.05.1999, Qupperneq 47
EVRÓPUFERÐ 3. ÁRSNEMA
stórar byggingar sem ætlaðar eru sem höfðustöðvar fyrirtækj-
anna. Sem dæmi um framkvæmdagleðina á svæðinu má nefna að
ofan af þakinu töldum við 89 byggingakrana.
Eftir hádegi hittum við konu sem sýndi okkur sendiráð Norð-
urlandanna sem er að rísa í nágrenni Tiergarten. Þar er ein sam-
eiginleg bygging, ætluð fyrir ráðstefnur og þ.h. og svo er ein
bygging fyrir hvert hinna 5 norrænu landa. Bygging íslands er
lang minnst eins og gefur að skilja en ætti þó að vera rúmt um
hina 3 starfsmenn sendiráðsins á þeim 4 hæðum sem byggingin
kemur til með að verða.
Að loknum erfiðum degi fór lunginn úr hópnum í mannlífs-
skoðun á dýragarðsbrautarstöðinni, þeirri einu sönnu. Um
kvöldið hittum við Mittag og Savidis aftur. Savidis sýndi okkur
vinnustofu sýna og nokkur þeirra verkefna sem hann vinnur að.
Hópurinn fór í þeirri fylgd í hverfi í Austur-Berlín þar sem var
mikið af litlum pöbbum og veitngahúsum. Húsin við göturnar
höfðu verið gerð upp, en það var illa gert og farið að hrynja.
26. maí
Lögðum snemma af stað til Dresden. Eftirmiðdeginum eydd-
um við í að skoða Frúarkirkjuna. Verið var að endurbyggja kirkj-
una sem hrundi í loftárásum í seinni heimsstyrjöldinni og var
ákveðið að gera hana eins og hún var. Öllum steinum var safnað
saman og þeir notaðir aftur. Einnig þurfti að höggva nýja steina
Vi& Frúarkirkjuna í Dresden. Nýir og gamlir steinar
sem kirkjan verbur hlabin úr.
og höfðu nokkrir menn þann starfa. Búist er við að verkinu verði
lokið um 2006. Endurbyggingin kostar um 10 milljarða ís-
lenskra króna. Hvað kostaði Hallgrímskirkjan?
skólphreinsun í miður lyktargóðu umhverfi þá var malur ekki
efst á óskalista flestra og það sáu hinir ungu fylgdarmenn okkar.
Þeir fóru með okkur upp á hæð þar sem gott útsýni var yfir Prag
(og skólphreinsistöðina). Eftir að við höfðum trampað í okkur
matarlystina pöntuðu tékknesku námsmennirnir tékkneskan mat
á tékkneskum veitingastað. Um kvöldið var borðuð dýrindis mál-
tíð og drukkið eðalvín á Restaurant Reykjavík í boði eigendanna.
Næturlífi Pragborgar kynntumst við rækilega þetta kvöld.
29. maí
Hitturn Hr. Iwan Plicka, fyrrverandi skipulagsstjóra í Prag.
Plicka hélt fyrirlestur um gamla borgarhlutann, stöðu borgarinn-
ar nú og framtíðarhorfur. Við þökkuðum pent fyrir okkur og
skoðuðum þá staði sem herra Plicka benti okkur á.
30. maí
Nú var kominn tími til að yfirgefa Tékkland og halda til Aust-
urríkis, nánar tiltekið Salzburg. Þegar þangað var komið fengum
við vægt áfall, þar sem allir hlutir kostuðu í það minnsta tífalt
meira en í Prag.
31. maí
Vöknuðum við kirkjuklukkur. Fórum í skoðunarferð upp í
saltnámurnar og sáum hvernig salt var unnið fyrr og síðar. Svo
var haldið til St. Johann þar sem ætlunin var að anda að sér
fersku lofti Alpanna eftir langa dvöl í misstórum en menguðum
borgum Evrópu.
1. júní
Heilluð af fegurð fjallanna tókum við samt þá ákvörðun að
halda í áttina heim og var því bílnum snúið í norður. Á leiðinni
stönsuðum við við brú eina (innspennta bogabrú, líklega frá um
1950), skoðuðum hana og fengum stuttan fyrirlestur frá Júlíusi
um brýr.
Næsta stopp var í Öbrmersgau. Þar er haldin mikil kirkjuhát-
ið 10 hvert ár enda við hæfi að halda slíka hátíð þar, þar sem hús-
in eru mörg skreytt dýrlingamyndum.
2.-4. júní
Leiðin lá nú aftur norður á bóginn til Danmerkur með stopp-
um. Meðal annars var komið við í fallegum austur-þýskum bæ
Quedlinburg. Á leiðinni lentum við líka í dæmigerðri austur-
þýskri umferðarteppu og sátum þar föst í hálfan þriðja tíma en
komumst þó klakklaust á leiðarenda fyrir flugið til ísland.
27. maí
Lögðum af stað til Prag og komum við á leiðinni í ægifögrum
þjóðgarði með kastalavirki, háum trjám og þverhníptum klett-
um. Komum til Prag um fimmleitið og skunduðum strax á
hverfiskrána, Cristal til að svala þorstanum enda hitinn mikill.
Okkur til mikillar ánægju kostaði stór bjór á Cristal aðeins 20
ísl. kr.
28. maí
Hittum Ms. N. Holická sem leiddi okkur í gegnum Tæknihá-
skólann í Prag og fræddi okkur unr ágæti skólans, þar sem 13500
nemendur stunda verkfræðinám. Tveir stúdentanna sýndu okkur
skólphreinsistöð Pragborgar. Litum augum fyrstu skólphreinsi-
stöðina í Prag sem var tekin í notkun 1906 og er sú stöð með-
höndluð sem forngripur í dag. Eftir klukkutíma fyrirlestur um
Skólphreinsistöð í Prag.
47