Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 51

Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 51
MISLÆC GATNAMOT MiKLUBRAUTAR OG SKEIÐARVOGS Tafla 2: Samanburbur á tafatíma og heildartíma í sekúndum og þjónustugráöu lausna. Gatnamót Umferö A Umferð B Tafa tími Heildar- tími Þjónustu- gráða Tafa tími Heildar- tími Þjónustu- gráða Punktgatnamót 10,3 34,1 B 12,4 41,5 B Tígulgatnamót 11,5 37,8 B 12,7 B Slaufugatnamót 4,9 33,1 B 6,9 B 2 slaufur 9,0 39,3 B 11,6 44,6 B Flugrampi 23,6 46,3 C 21,6 44,9 C Tafla 3: Samanburöur á álagsstuöli fyrir beinu straumana S-N, N-S og beygjustrauminn N-A. Catnamót Straumur S-N Straumur N-S Beygjustraumur N-A Umferð A Umferð B Umferö A Umferð B Umferð A Umferð B Punktgatnamót 0,79 1,14 0,70 0,51 0,62 0,76 Tígulgatnamót 0,67 1,03 0,89 0,59 0,79 1,01 Slaufugatnamót 0,24 0,26 0,76 0,69 0,43 0,62 2 slaufur 0,31 0,33 0,74 0,68 0,58 0,89 Flugrampi 0,44 0,47 0,59 0,54 0,55 0,85 Tafla 4: Samanburöur á álagsstuöli fyrir umferö um Miklubraut. Gatnamót Straumur A-V Straumur V-A Umf. A Umf. B Umf. A Umf. B Mislæg gatnamót 0,35 0,37 0,37 0,31 Flugrampi 0,86 0,91 0,88 0,73 og slysahættu á mótum Réttarholtsvegar og Sogavegar vegna mikils halla á Réttar- holtsvegi. Einnig myndi flugrampi tak- marka mjög möguleika á frekari endur- bótum á Miklubraut síðar. í forhönnunar- ferlinu var lagt lauslegt mat á fram- kvæmdakostnað við þessar fimm tillögur sem skoðaðar voru. I töflu 1 er áætlaður heildar framkvæmdakostnaður við lausn- irnar. Par sést að hlutfallslega er lítill munur á stofnkostnaði þeirra utan flugrampans. Niðurstaða forhönnunar var að ákveðið var að byggja tveggja slaufu gatnamót eins og mynd 4 sýnir. Tafla 1: Kostnaöur viö byggingu mismunandi valkosta Punktagatnamót 490 millj. kr. Tígulgatnamót 465 millj. kr. Slaufugatnamót 505 millj. kr. Gatnamót, 2 slaufur 475 millj. kr. Flugrampi 260 millj kr. 4.4 Umferbartækni Við hönnun gatnamótanna var byggt á umferðartalningu sem gerð var í október 1997. Þá voru taldir 850 bílar/klst. á annatíma í stóra beygjustraumnum af Skeiðarvogi austur Miklubraut. Talið var að talningin gæfi ekki rétta vísbendingu um hversu mikil umferð vildi fara þessa leið þar sem beygjustraumurinn var mett- aður á annatíma. Vegna þessa valdi tölu- verður hluti ökumanna aðrar leiðir til að komast á milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar. Pví var ákveðið að miða við að stóri beygjustraumurinn gæti verið um 1240 bílar/klst. í töflum hér að neðan er umferð A byggð á talningunni en umferð B er með aukningu á stóra beygju- straumnum. Reiknað var með allt að 22% aukningu umferðar um gatnamótin fram til ársins 2020. Gerðir voru útreikningar á tafatíma og heildartíma umferðarstrauma fyrir mis- munandi valkosti gatnamótanna í hermi- forritinu (simulation) Traffic Software In- tegrated System. Þjónustugráða einstakra strauma og gatnamótanna í heild var síð- an metin út frá þeim. Heildartafatími gatnamótanna er fenginn með því að taka vegið meðaltal fyrir alla umferðarstrauma sem fara um gatnamótin, og er saman- burður á tafatíma og heildartíma mis- munandi valkosta sýndur í töflu 2. Greiðleiki umferðar er mældur sem þjónustugráða á kvarða A-F, þar sem A merkir óhindraða umferð í frjálsu flæði, en F þýðir að umferðin nánast stöðvast. Að óbreyttu stefnir þjónustugráða gatna- mótanna í E-E Við mislæg gatnamót batn- ar hins vegar þjónustustigið og verður B til C. Miðað var við í hönnunarforsendum að þjónustustig yrði að lágmarki C. Það er athyglisvert að þrátt fyrir mikinn mun á tafatíma umferðar eftir gerð mis- lægu gatnamótanna er munur á heildar- tíma lítill. Skýringin liggur í að akst- ursleiðir eru mun lengri í slaufugatna- mótum en í öðrum lausnum. Álagsstuðull umferðarstrauma er skil- greindur sem umferðamagn deilt með umferðarrýmd og er mælikvarði á þétt- leika umferðar og er metinn samkvæmt HCM (Highway Capacity Manual). Nið- urstöðurnar fyrir beinu umferðar- straumana á Skeiðarvogi og Réttarholts- vegi ásamt stóra beygjustrauminum frá Skeiðarvogi austur Miklubraut eru sýndar í töflu 3, en fyrir umferð um Miklubraut í töflu 4. í hönnunarforsendum var miðað við að álagsstuðull yrði á bilinu 0,5-0,7. Hér má sjá að fyrir umferðarstraum A þá uppfylla tígulgatnamótin og flugramp- inn ekki hönnunarkröfur og punktgatna- mótin eru á mörkunum en aðrar lausnir eru innan marka eða á mörkunum. f um- ferð B eru bæði tígul- og punktgatnamót- in með umferðarstrauma þar sem álags- stuðul er stærri en 1 sem þýðir að við- komandi götur bera ekki meiri umferð. Flugrampinn kemur eins og sjá má mjög illa út þegar skoðuð er umferð á Miklu- braut. 4.5 Mat á umhverfisáhrifum í september 1998 féllst Skipulagsstjóri ríkisins á framkvæmdina á grundvelli skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. í þessu mati voru gerðar ítarlegar athugan- ir á hljóðvist á svæðinu. Gerðar voru mælingar á núverandi ástandi og sett upp reiknilíkön til að meta áhrif í framtíðinni (árið 2020) út frá aukinni umferð. Notað var samnorrænt reiknilíkan fyrir hljóðvist eins og krafist er í mengunarvarnareglu- gerð. í ljós kom að hljóðstig við gatna- mótin hækkar að jafnaði um 2 til 3 dB(A) vegna breytingar á legu þeirra og aukinn- ar umferðar. Norðan Rauðagerðis reynd- ist nauðsynlegt að byggja hljóðmön til að hljóðstig yrði innan settra marka árið 2020. Mynd 6 sýnir hljóðstig á gatnamót- unum fyrir breytingu þeirra með umferð eins og hún var 1996 og eftir byggingu mislægu gatnamótanna fyrir umferð eins og hún er áætluð árið 2020. Viðmiðunar- mörk mengunarvarnareglugerðar fyrir íbúðarhúsnæði, þegar um er að ræða 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.