Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 39

Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 39
UM SKIPULAG FLUGVALLA Um skipulag flugvalla Inngangur Undanfarið hafa komið fram margar hugmyndir um nýtt byggingarland í Reykjavík innan Elliðaánna. Eru þessar hugmyndir fyrst og fremst til þess að auka þéttleika og/eða fjölga íbúum á hinu eig- inlega Seltjarnarnesi í því augnamiði að lífga upp á gamla bæinn, Kvosina. Tvær meginhugmyndir eru helstar á lofti, upp- fyllingar út undir Akurey og víðar með- fram ströndum nessins og flutningur Reykjavíkurflugvallar á uppfyllingu í Skerjafirði og þannig losa land undir byggingar í Vatnsmýrinni. Ekki eru hug- myndir þessar nýjar af nálinni og eru t.d. um aldarfjórðungur síðan borin var upp á Alþingi þingsályktunartillaga um að kanna möguleika á flugvallarstæði á upp- fyllingu í Skerjafirði. Á árunum 1965 til 1974 var starfandi nefnd um staðarval flugvallar á höfuð- borgarsvæðinu. Að því er virtist voru flestir á þeirri skoðun að flytja ætti flug- völlinn úr Vatnsmýrinni og finna honum annan stað, þó ekki langt frá þéttbýlinu. Um miðjan sjöunda áratuginn var milli- landaflug ennþá gert út frá Reykjavíkur- flugvelli og þeirra tíma flugvélar hávaða- samar mjög. Pegar síðan bættust við þot- ur í flugflotann var farið að flytja af- greiðslu millilandaflugs til Keflavíkurvall- arins og leysti það verulega úr vanda af hávaða af flugumferðinni á Reykjavíkur- velli. A.m.k. var um 1970 ekki nema endrum og sinnum sem gera þurfti hlé á kennslu í Háskóla íslands vegna hávaða af flugvellinum. Nefndin um staðarval nýs flugvallar var eindregið á þeirri skoðun að leggja skyldi flugvöllinn í Vatnsmýrinni niður og byggja nýjan á Álftanesi. Tillagan fékk ekki hljómgrunn hjá ráðamönnum og lágu fyrir því tvær meginástæður. I fyrsta lagi voru á Álftanesi verðmæt bygginga- svæði og í annan stað hefði líklega þurft að flytja forsetasetrið frá Bessastöðum og finna því einhvern friðsælli stað. Það var því ákveðið af þáverandi samgönguráð- herra að blása af tillöguna um flugvöll á Álftanesi. Nú komu til sögunnar tveir nýir mögu- leikar, flugvöllur í Kapelluhrauni sunnan Þorsteinn Þorsteins- son. Verkfræbipróf frá HÍ1974. Framhalds- nám í Þýskalandi og Noregi. Hjá Verkfræði- þjónustu Guðmundar Óskarssonar 1974- 1978. Hjá Kópavogs- bæ 1982-1985. Skipulagsstofu höfub- borgarsvæðisins 1985-1988. Eigin rekstur frá 1989. Kennsla við HÍ frá 1985 og í hlutastarfi við Verkfræðistofnun frá 1991. Hafnarfjarðar og flugvöllur á fyllingu í Skerjafirði. Og eins og áður segir hefur hugmyndin um flugvöll á uppfyllingu í Skerjafirði verið endurvakin með stofnun Samtaka um betri byggð. Þrjú skipulagsstig eru um flugmál, þ.e. flugmálaáætlun, aðal- og deiliskipulag flugvallarsvæðis og síðast er komið að framkvæmdaáætlun. Til að meta kosti þess að byggja upp nýjan flugvöll, eins og Þannig leit skipulagstiilaga sú, sem þeir Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri og Gústav E. Pálsson, verkfræbingur gerðu um flugvöll í Vatnsmýrinni 1937. Þab er greinilegt á uppdrættinum ab mibab er vib litlar flugvélar. Þab kemur fram í því annars vegar ab brautir eru stuttar og hins vegar í því ab brautir eru margar til ab rába vib vind úr sem flestum átt- um, en litlar vélar þola lítinn hlibarvind. tillögur hafa verið uppi um, þarf að hafa allar þessar áætlanir klárar og gera grein fyrir þeim áhrifum sem slík framkvæmd gæti haft. Flugmálaáætlun Tillaga að flugmálaáætlun er unnin af flugráði og flugmálastjóra í samvinnu við samgönguráðuneytið, allt undir vökulu auga samgönguráðherra og samgöngu- nefnd Alþingis. Flugmálaáætlunin byggir á lögum um slíkar áætlanir frá 1987, en þar segir að gera skuli áætlunina fyrir fjögurra ára tímabil og sé með henni á- kveðin skipting útgjalda til einstakra framkvæmda. Er flugmálaáætlunin hefur verið í gildi í tvö ár skal hún endurskoð- uð og jafnframt samin áætlun til tveggja ára í viðbót, þannig að ætíð sé í gildi áætl- un til að minnsta kosti tveggja ára. Þá er í lögunum um flugmálaáætlun kveðið á um flokka flugvalla og eru þeir fjórir. Reykjavikurflugvöllur er einn átta flug- valla í flokki I, hinir eru á Akureyri, Vest- mannaeyjum, Egilsstöðum, ísafirði, Hornafirði, Húsavík og Sauðárkróki. Keflavíkurflugvöllur er ekki talinn í flug- málaáætlun, enda gilda um hann sérlög. Þá gilda Lög um loftferðir nr. 60/1998 og segir þar í 8. grein um hlutverk flug- ráðs: Flugráð skal vera samgönguráðherra og flugmálastjóra til ráðuneytis um flugmál. Verkefni flugráðs við stjórn flugmála eru eftirfarandi: a. Stefnumótun í flugmálum, innanlands og í millilandaflugi. b. Framkvæmdaverkefni og gerð flug- málaáætlunar lögum samkvæmt. c. Fjárlagatillögur og rekstraráætlanir. d. Gjaldskrártillögur. e. Reglugerðir um flugmál. f. Málefni sem samgönguráðherra eða Al- þingi sendir flugráði til umfjöllunar. g. Mál sem flugmálastjóri eða einstakir flugráðsmenn óska að fjallað verði um. Sérstaklega ber að staldra við lið a hér að ofan um það hlutverk flugráðs að sinna stefnumótun í flugmálum. Ekki er undirrituðum kunnugt að mikið hafi ver- ið birt af heildarstefnumótun til langs tíma í flugmálum, að öðru en þvi er fram 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.