Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 48

Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 48
... UPP I VINDINN Mislæg gatnamót Miklubrautar og Skeibarvogs 1.0 Inngangur Mislæg gatnamót Miklubrautar, Skeið- arvogs og Réttarholtsvegar hafa verið á aðalskipulagi Reykjavíkur allt frá fyrsta aðalskipulaginu 1962-83 til þess sem nú er í gildi (1996-2016). í vegáætlun 1998- 2002 var reiknað með fjárveitingum til gerðar mislægra gatnamóta á árunum 1998-9. Verkið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar þar sem Miklabrautin er stofnbraut skv. vegalögum og því kostuð af Vegagerðinni, en Skeiðarvogur og Réttarholtsvegur eru tengibrautir í forsjá Reykjavíkurborgar. í þessari grein verður fjallað um hönn- un mislægra gatnamóta Miklubrautar og Skeiðarvogs, forsendur, greiningu val- kosta, umhverfisáhrif og mannvirkjum lýst. Margir hafa undrast hvers vegna þessi gatnamót voru valin sem næstu mislægu gatnamót á Miklubraut, þar sem þau eru ekki með mesta umferð né meiri slysa- tíðni en önnur gatnamót á Miklubraut. Fyrir því liggja nokkrar ástæður. Talið er kostur að kaflar á stofnbrautum séu eins- leitir hvað gerð gatnamóta varðar. Pannig verður umferðarflæðið betra á köflum með mislægum gatnamótum, og mögu- legt er að hafa grænar bylgjur á köflum með ljósastýrðum gatnamótum. Við Skeiðarvog eru einnig góðar landfræðileg- ar aðstæður fyrir mislæg gatnamót. Teng- ingu Suðurlandsbrautar við Miklubraut var lokað 1996, þegar lokið var við slaufugatnamótin við Sæbraut. Pá leitaði umferð sem áður fór um Suðurlandsbraut inn á Skeiðarvog og mettuðust gatnamót- in við Miklubraut á álagstímum, sérstak- lega síðdegis. 2.0 Sta&hættir Staðhættir á móturn Miklubrautar og Skeiðarvogs eru eins og áður sagði nokk- uð góðir fyrir mislæg gatnamót. Sunnan Sogavegar er Réttarholtsvegur með 3,15% halla en norðan Sogavegar er brött brekka með 10,5% halla til norðurs. Ákveðið var að leggja Réttarholtsveg með 3,15% halla yfir Miklubrautina en auka hann í 4,0% á Skeiðavogi til að ná núverandi landhæð við gatnamót Markarinnar og Fákafens. Gubmundur Guðnason Lauk prófi í bygg- ingartæknifræbi frá TÍ 1989 og M.Sc. prófi frá University of Michigan í Banda- ríkjunum 1993. Verkfræbingur hjá Línuhönnun hf. frá júní Baldvin Einarsson Lauk verkfræbiprófi frá HÍ1974, MSc prófi frá Imperial College í London 1976 og PhD prófi frá sama skóla 1983. Verkfræðingur hjá Vegagerbinni 1974-5 og 1981-97 og hjá Línuhönnun hf. frá 1997 . Hæðarlega Miklubrautar er óbreytt á þessum stað en stefna hennar við Skeiðar- vog er 25° frá réttu horni. 3.0 Jarðlög og grundun Gatnamótin eru í Sogamýrinni þar sem mýrin er víðast 2,5 til 4,5 m þykk. Par fyr- ir neðan er burðarhæft efni ýmist móhella eða jökulruðningur. Dýpi á klöpp er um 5 til 7 m nyrst en 3 til 5 m syðst. Bæði Miklabraut og Skeiðarvogur eru fljótandi á mýrinni sem hefur þornað mikið á und- anförnum árum vegna nálægra bygging- arframkvæmda og Sogaræsis sem liggur eftir henni. Jarðvegsaðstæður voru kannaðar með slagbor (Cobrabor) og greftri könnunar- hola, þá voru sigpróf framkvæmd í ödó- meter á sýnum sem tekin voru úr mýr- inni. Við lokahönnun gatnamótanna var ákveðið, vegna framkvæmdalegra atriða, að láta vegi norðan Miklubrautar fljóta á mýrinni en grafa þá niður á burðarhæfan botn sunnan hennar. Þá eru steyptu mannvirkin einnig grunduð á fyllingum sem grafnar eru niður á burðarhæfan botn. Sigi í jarðlögum má skipta í skamm- tímasig og langtímasig. Skammtímasig er útjöfnun póruvatnsþrýstings í jarðefninu sem byggist upp þegar álag er sett á það. Langtímasig er formbreyting efnisins undir stöðugu álagi. Áætlað var að fyll- ingar sem koma beint á mýrina þyrftu að standa í allt að 70 daga til að ná fram skammtímasigi. Yfirhæð var sett á fylling- ar til að ná fram verulegum hluta af lang- tímasigi. Af þeim fyllingum sem þegar hafa verið gerðar þá má áætla að heildar- sig verði um 75% af áætluðu sigi. Ástæð- ur þessa að sigið er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir er að mýrin er þurrari en áætlað var. 4.0 Gatnamót 4.1 Umfer&arrýmd og slysahætta Fyrir framkvæmdina var ástandið þannig að gatnamótin báru ekki meiri umferð en þá sem um þau fór á annatíma. Umferðin leitaði því annað t.d. um Grens- ásveg, Réttarholtsveg, Skeiðarvog til norðurs og um íbúðargötur. Heildarum- ferð um gatnamótin er rúmlega 70 þús. bílar á sólarhring. Þar eru beinu straum- arnir á Miklubraut hvor um sig um 20 þús. bílar á sólarhring og stóri beygju- straumurinn af Skeiðarvogi austur Miklu- braut er um 12 þús. bílar á sólarhring. Á árunum 1991 til 1995 var tíðni óhappa á gatnamótum Miklubrautar og Skeiðarvogs 34 á ári, og tíðni slysa 12 á ári. Er það svipuð óhappa- og slysatíðni og á öðrum gatnamótum Miklubrautar. Mest bar á óhöppum þar sem bílar eru að aka í sömu átt, en einnig áttu sér stað óhöpp þar sem bílar aka í gagnstæðar átt- ir og annar beygði í veg fyrir hinn. Með gerð mislægu gatnamótanna er talið að óhappa- og slysatíðni á gatnamótunum lækki um 50% og að umferð gangandi og hjólandi verði mun öruggari. Par að auki er talið að umferðaröryggi á gatnamótum Réttarholtsvegar og Sogavegar aukist um- talsvert vegna bættrar hæðarlegu Réttar- holtsvegar. 4.2 Arðsemi framkvæmdar í arðsemisútreikningum á gatnafram- kvæmdum er stofn-, viðhalds- og rekstr- arkostnaður borinn saman við sparnað í vegalengdum, tímasparnað og fækkun 1993. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.