Upp í vindinn - 01.05.1999, Qupperneq 48

Upp í vindinn - 01.05.1999, Qupperneq 48
... UPP I VINDINN Mislæg gatnamót Miklubrautar og Skeibarvogs 1.0 Inngangur Mislæg gatnamót Miklubrautar, Skeið- arvogs og Réttarholtsvegar hafa verið á aðalskipulagi Reykjavíkur allt frá fyrsta aðalskipulaginu 1962-83 til þess sem nú er í gildi (1996-2016). í vegáætlun 1998- 2002 var reiknað með fjárveitingum til gerðar mislægra gatnamóta á árunum 1998-9. Verkið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar þar sem Miklabrautin er stofnbraut skv. vegalögum og því kostuð af Vegagerðinni, en Skeiðarvogur og Réttarholtsvegur eru tengibrautir í forsjá Reykjavíkurborgar. í þessari grein verður fjallað um hönn- un mislægra gatnamóta Miklubrautar og Skeiðarvogs, forsendur, greiningu val- kosta, umhverfisáhrif og mannvirkjum lýst. Margir hafa undrast hvers vegna þessi gatnamót voru valin sem næstu mislægu gatnamót á Miklubraut, þar sem þau eru ekki með mesta umferð né meiri slysa- tíðni en önnur gatnamót á Miklubraut. Fyrir því liggja nokkrar ástæður. Talið er kostur að kaflar á stofnbrautum séu eins- leitir hvað gerð gatnamóta varðar. Pannig verður umferðarflæðið betra á köflum með mislægum gatnamótum, og mögu- legt er að hafa grænar bylgjur á köflum með ljósastýrðum gatnamótum. Við Skeiðarvog eru einnig góðar landfræðileg- ar aðstæður fyrir mislæg gatnamót. Teng- ingu Suðurlandsbrautar við Miklubraut var lokað 1996, þegar lokið var við slaufugatnamótin við Sæbraut. Pá leitaði umferð sem áður fór um Suðurlandsbraut inn á Skeiðarvog og mettuðust gatnamót- in við Miklubraut á álagstímum, sérstak- lega síðdegis. 2.0 Sta&hættir Staðhættir á móturn Miklubrautar og Skeiðarvogs eru eins og áður sagði nokk- uð góðir fyrir mislæg gatnamót. Sunnan Sogavegar er Réttarholtsvegur með 3,15% halla en norðan Sogavegar er brött brekka með 10,5% halla til norðurs. Ákveðið var að leggja Réttarholtsveg með 3,15% halla yfir Miklubrautina en auka hann í 4,0% á Skeiðavogi til að ná núverandi landhæð við gatnamót Markarinnar og Fákafens. Gubmundur Guðnason Lauk prófi í bygg- ingartæknifræbi frá TÍ 1989 og M.Sc. prófi frá University of Michigan í Banda- ríkjunum 1993. Verkfræbingur hjá Línuhönnun hf. frá júní Baldvin Einarsson Lauk verkfræbiprófi frá HÍ1974, MSc prófi frá Imperial College í London 1976 og PhD prófi frá sama skóla 1983. Verkfræðingur hjá Vegagerbinni 1974-5 og 1981-97 og hjá Línuhönnun hf. frá 1997 . Hæðarlega Miklubrautar er óbreytt á þessum stað en stefna hennar við Skeiðar- vog er 25° frá réttu horni. 3.0 Jarðlög og grundun Gatnamótin eru í Sogamýrinni þar sem mýrin er víðast 2,5 til 4,5 m þykk. Par fyr- ir neðan er burðarhæft efni ýmist móhella eða jökulruðningur. Dýpi á klöpp er um 5 til 7 m nyrst en 3 til 5 m syðst. Bæði Miklabraut og Skeiðarvogur eru fljótandi á mýrinni sem hefur þornað mikið á und- anförnum árum vegna nálægra bygging- arframkvæmda og Sogaræsis sem liggur eftir henni. Jarðvegsaðstæður voru kannaðar með slagbor (Cobrabor) og greftri könnunar- hola, þá voru sigpróf framkvæmd í ödó- meter á sýnum sem tekin voru úr mýr- inni. Við lokahönnun gatnamótanna var ákveðið, vegna framkvæmdalegra atriða, að láta vegi norðan Miklubrautar fljóta á mýrinni en grafa þá niður á burðarhæfan botn sunnan hennar. Þá eru steyptu mannvirkin einnig grunduð á fyllingum sem grafnar eru niður á burðarhæfan botn. Sigi í jarðlögum má skipta í skamm- tímasig og langtímasig. Skammtímasig er útjöfnun póruvatnsþrýstings í jarðefninu sem byggist upp þegar álag er sett á það. Langtímasig er formbreyting efnisins undir stöðugu álagi. Áætlað var að fyll- ingar sem koma beint á mýrina þyrftu að standa í allt að 70 daga til að ná fram skammtímasigi. Yfirhæð var sett á fylling- ar til að ná fram verulegum hluta af lang- tímasigi. Af þeim fyllingum sem þegar hafa verið gerðar þá má áætla að heildar- sig verði um 75% af áætluðu sigi. Ástæð- ur þessa að sigið er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir er að mýrin er þurrari en áætlað var. 4.0 Gatnamót 4.1 Umfer&arrýmd og slysahætta Fyrir framkvæmdina var ástandið þannig að gatnamótin báru ekki meiri umferð en þá sem um þau fór á annatíma. Umferðin leitaði því annað t.d. um Grens- ásveg, Réttarholtsveg, Skeiðarvog til norðurs og um íbúðargötur. Heildarum- ferð um gatnamótin er rúmlega 70 þús. bílar á sólarhring. Þar eru beinu straum- arnir á Miklubraut hvor um sig um 20 þús. bílar á sólarhring og stóri beygju- straumurinn af Skeiðarvogi austur Miklu- braut er um 12 þús. bílar á sólarhring. Á árunum 1991 til 1995 var tíðni óhappa á gatnamótum Miklubrautar og Skeiðarvogs 34 á ári, og tíðni slysa 12 á ári. Er það svipuð óhappa- og slysatíðni og á öðrum gatnamótum Miklubrautar. Mest bar á óhöppum þar sem bílar eru að aka í sömu átt, en einnig áttu sér stað óhöpp þar sem bílar aka í gagnstæðar átt- ir og annar beygði í veg fyrir hinn. Með gerð mislægu gatnamótanna er talið að óhappa- og slysatíðni á gatnamótunum lækki um 50% og að umferð gangandi og hjólandi verði mun öruggari. Par að auki er talið að umferðaröryggi á gatnamótum Réttarholtsvegar og Sogavegar aukist um- talsvert vegna bættrar hæðarlegu Réttar- holtsvegar. 4.2 Arðsemi framkvæmdar í arðsemisútreikningum á gatnafram- kvæmdum er stofn-, viðhalds- og rekstr- arkostnaður borinn saman við sparnað í vegalengdum, tímasparnað og fækkun 1993. 48

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.