Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 24

Upp í vindinn - 01.05.1999, Blaðsíða 24
... UPP I VINDINN KYNNINCARGREIN Nýjar víddir í kortagerb Fyrirtækið Loftmyndir ehf. var stofnað ina, Landsvirkjun og ýmis stærri sveitar- í maí 1996 í þeim tilgangi að beita nýjustu félög. Einnig hafa aðilar eins og RARIK og tækni við töku loftmynda og úrvinnslu Landsíminn gert fasta samninga um afnot þeirra. alls þess sem Loftmyndir eiga af mynd- Myndkort úr gagnabanka Loftmynda. Stofnað var til útboðs vítt og breitt um Evrópu á bæði myndatökum, GPS skipu- lagningu flugs og filmuframköllun vorið 1996 og barst hagstæðasta tilboðið frá KampsaxGeoplan í Danmörku. Samið var við sömu aðila um flug sumrin 1997 og 1998. Teknar hafa verið á milli 4-5 þús- und myndir á þessum 3 árum og hefur verið ákveðið að taka hér eftir einungis litmyndir eða innrauðar myndir eins og gert var síðastliðið sumar. Eigendur Loftmynda ehf. eru Hönnun og ráðgjöf ehf. á Reyðarfirði og ísgraf ehf. í Reykjavík. Höfuðmarkmið fyrirtækisins er að veita ódýra en vandaða þjónustu á sviði GPS landmælinga, töku loftmynda og úrvinnslu þeirra á stafrænu formi. Auk þess hefur fyrirtækið það að markmiði að koma upp stafrænum gagnagrunni mynd- korta og landlíkans af öllum hinum byggða hluta íslands á næstu 5-8 árum. Gagnagrunnur þessi verður öllum opinn og afnot gagna seld á eins vægu verði og kostur er. Loftmyndir ehf. hafa einnig starfað sem verktaki við loftmyndatökur og kortagerð fyrir aðila eins og Vegagerð- kortum og landlíkunum. Á sama hátt hafa mörg sveitarfélög keypt aðgang að gögn- um um allt sitt land. Par sem nú liggur fyrir sú stefnumörk- un Umhverfisráðuneytisins f.h. Land- mælinga íslands að þær hætti loftmynda- tökum eftir 40 ára starf á þessum vett- vangi þá ætla Loftmyndir sér stóran skerf þessa markaðar á komandi árum í ljósi þeirrar reynslu sem þegar er fengin. Hvab er myndkort Myndkort er loftmynd sem leiðrétt hef- ur verið vegna mishæða í landi og sett í hnitakerfi. Myndkortum fylgja ætíð hæð- arlínur og í gagnagrunni Loftmynda eru þær fyrir 5 m hæðarmun. Kort og mynd- kort má ekki leggja að jöfnu en hvort urn sig hefur sína kosti. Hefðbundið kort hentar vel við hönnunar- og skipulags- vinnu og til þess að yfirprenta með ýmis- konar upplýsingum. Upprétt loftmynd hentar vel við bæði hönnun og við skipu- lag en hún hefur hinsvegar að geyma ógrynni upplýsinga sem aldrei koma fram á hefðbundnum kortum. Þessar upplýs- ingar má gera aðgengilegar fyrir venjuleg (CAD-)tölvukerfi með því að teikna vek- torgögn ofan í myndkortin á tölvuskjá. Þetta er það sem menn eiga við með því að uppréttar loftmyndir séu gagnaupp- spretta landfræðilegra upplýsingakerfa framtíðarinnar. Síðasti en ekki sísti kostur myndkorta er að þau má nota til þess að leiðrétta (dagrétta) gömul kort. Þannig skapa þau grundvöll að viðhaldi tæknikorta sem aldrei fyrr hefur verið fjárhagslega mögu- legt á íslandi. Mynduð svæbi á tímabilinu 1996-1998. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.