Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 37
Háskóli íslands
Hver var kveikjan að verkefninu Spor i sandinn?
í náminu í Hollandi gerði ég mér betur og betur grein íyrir hve mikið við getum
lært af náttúrulegum ferlum. En um leið blasir við að nútímamaðurinn hefur
svolítið verið að missa tengsl sín við náttúruna. Áherslurnar í náminu úti voru
m.a. að skipuleggja umhverfl okkar út frá því hve mikið við gætum sparað í orku
og efni, með vistkerfln sem fyrirmynd; hvernig staðsetja mætti ólíka starfsemi
og innviði til að ná fram rneiri hagræðingu, minnka vistspor og skapa fjölbreyt-
tara og meira spennandi umhverfl. Ég reyndi síðan að tengja mín ólíku fagsvið
gegnum lokaverkefnið mitt með því að skoða svokallaðan borgarbúskap (urban
farming) í tveimur alþjóðlegum borgum og sjá hvaða lærdóm mætti draga af
þeim dæmum. Þó dæmin hafl verið ólík og sprottin af ólíkum meiði þá áttu þau
það sameiginlegt að hafa mjög jákvæð áhrif á borgarumhverflð og samfélagið.
Þegar ég kom heim, vann ég í rúmt ár við skipulagshönnun en það blundaði all-
taf í mér að svara því af hverju og hvernig við hér á landi myndum þróa eitthvað
í þessa átt og félli um leið að alþjóðlegum ‘trendum’í dag. Svarið koma smám
saman og hafði þá að gera með framúrskarandi tækifæri okkar að vinna meira
með jarðvarmann og alla okkar grænu orku, að virkja tekjustrauma ferðamanna
til að byggja upp okkar innviði og um leið að svara áskorunum sem hafa að gera
með að búa hér á norðurslóðum, kröfu um aukna sjálfbærni, bætta lýðheilsu og
vellíðan. Upphafleg hugmynd var valin inn í viðskiptahraðalinn Startup Reyk-
javík sumarið 2015, en það reyndist gríðar góður skóli fyrir mig sem og frábær
vettvangur þar ég kynntist lykilfólki verkefnisins í dag.
Um hvað snýst verkefnið?
Við höfum fengið lóðarvilyrði í jaðri Elliðaárdals til reisa eins konar lífhvolf eða
‘BioDomes’ - verkefnið hefur fengið heitið Aldin BioDome Reykavík. Með jarð-
varmanum og gróðurlýsingu sköpum við aðgang að gróðursælu umhverfi allt
árið í hjarta borgarinnar. Staðsetningin er miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og
er vel tengd inn í græna netið sem gerir fólki auðvelt að koma til okkar hjólan-
di eða gangandi. Við ætlum að þjónusta bæði nærumhverfl og ferðamenn. Þetta
verða þrjár mis stórar glerhvelfingar sem hýsa margháttaða starfsemi. Á opnu
torgi í aðalhvelfingunni munum við veita fólki aðgang að mat beint frá býli með
upplýsingum og fræðslu sem og úrvals veitingastöðum og verslun. Til hliðar
við trjákórónur gefst tækifæri til að vinna eða funda í umhverfi sem eykur
sköpunargáfu og afköst. í trópískri hvelfingu er boðið upp á fræðslu og hvíl-
darsvæði og í ræktunarhvelfingu getur fólk tekið þátt í ræktun og tilraunum í
matjurtarækt. Inn í starfsemina verður fléttað aðstöðu fyrir heilsurækt s.s. jóga
og hugleiðslu. Við munum einnig sérhæfa okkur í að halda viðburði hverskonar,
fræðslufundi, veislur og móttökur.
37