Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 56

Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 56
Upp í vindinn stöðunni frá 1996 til 2003. Þau ár voru mjög kreíjandi, sérstaklega vegna þess að maður vildi breyta svo miklu, en þau voru ákaflega gefandi. Sem forstöðu- maður ríkisstofnunar l<ynntist ég stjórnvöldunum vel og átti gott samstarf við marga aðra forstöðumenn. Starfið gaf mér þá yfirsýn sem nauðsynleg er til að hanna skipulagskerfi vegna náttúruhamfara. Það varð fljótt ljóst að almanna- varnakerfið á íslandi undir dómsmálaráðherra (eða - innanríkis) er of takmarkað til að ná utan um öll þau samfélagsvandamál sem verða þegar náttúruhamfarir dynja yfir. Málaflokkurinn er undir röngu ráðuneyti, hann ætti að vera undir forsætisráðherra, með aðkomu allra fagráðuneyta. Einn góðan veðurdag verður mála- flokkurinn fluttur. Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður árið 2003, og stofnuð var deild hjá Ríkislögre- glustjóra til að sinna verkefnum stofnunarinnar. Og þar með hvarf hlutleysið sem er nauðsynlegt við samhæfin- gu aðgerða. Ég var sammála því að það þyrfti að gera róttækar breytingar, en þetta var í vitlausa átt. Það átti að hækka almannavarnir um stjórnsýslustig, ekki læk- ka. Ekki hugnaðist mér deildarstjórastarfið sem mér var boðið, og lét langþráðan draum rætast um að stofna ráðgjafastofuna Rainrace, sem varð að ehf. 2005. Það tekur vissulega tíma að byggja upp fyrirtæki og loks þegar Rainrace var komið vel á veg kom næsta kúvending. Að áeggjan prófessors Ragnars Sigbjörns- sonar hóf ég doktorsnám hjá honum árið 2010 á Rannsóknarmiðstöðinni í jarð- skjálftaverkfræði á Selfossi, og varði í febrúar 2016. Verkefnið var blanda af öllu því sem ég hef verið að fást við: tjónamatsgreiningu, skipulagi og stjórnun, og náttúrhamförum. Verkefnið fjallar um fræðilegan grunn að skipulagskerfi fyrir aðgerðir vegna náttúruhamfara í byggð. Ég kalla slík kerfi viðlagakerfi, og falla þau á landsvísu undir forsætisráðherra. Það felur í sér almannavarnakerfið, en er víðtækara hugtak. Ég mæli með því að fara í doktorsnám eftir að hafa fengið starfsreynslu, fólk kemur þá oft með betur mótaðar spurningar sem það er að leita svara við. Doktorsnámið gerir mann að betri ráðgjafa því eigin sýn verður skarpari. Þessa dagana er Rainrace að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar við að hanna og koma á viðlagakerfi fýrir svæði sem hefur eitt flóknasta stjórnsýslukerfi í heimi, Palestínu, sem skiptist í tvö hernumin svæði, Vesturbakkann og Gaza Ströndina. Þar eru um 20 flóttamannabúðir, og flókinn pólítískur ágreiningur tefur framfarir. Verktakar komu mikið við sögu að auka öryggi á staðnum, t.d. að skera niður rústarbrot sem hengju í steypujárni. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.