Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 8
Upp í vindinn
Juudit Ottelin flytur doktorserindi
sitt, 16. nóv. 2016 i Hdtiðarsal H.i.
Á árinu 2016 fóru tveir starfsmenn deildarinnar á eftirlaun sökum aldurs, en
það voru dr. Trausti Valsson, prófessor og Birgir Jónsson, dósent. Umhverfls- og
byggingarverkfræðideild þakkar þeim fyrir vel unnin störf við deildina. Á árinu
hlutu þrír starfsmenn framgang í stöðu prófessors við deildina. Það voru þau dr.
Hrund Ólöf Andradóttir, dr. Rajesh Rupakhety og dr. Jukka Heinonen. Deildin
óskar þeim innilega til hamingju með framganginn.
Miðvikudaginn 16. nóvember 2016 flutti Juudit Ottelin fyrirlestur um
doktorsverkefni sitt í umhverflsfræði. Verkefnið bar heitið „Hliðaráhrif
mótvægisaðgerða loftslagsbreytinga og kolefnisspor hins byggða umhverfls”
(Rebound effects projected onto carbon footprints - Implications for climate
change mitigation in the built environment). Um var að ræða sameiginlega
prófgráðu frá Háskóla íslands og Aalto University í Finnlandi og fór doktorsvörnin
fram í Helsinki 11. nóvember 2016. Andmælandi við doktorsvörnina var dr.
Jonas Nássén, dósent
við Chalmers-
háskóla í Gautaborg.
Leiðbeinandi Juudit í
verkefninu var dr. Jukka
Heinonen, prófessor við
deildina, en auk hans
sátu í doktorsnefnd dr.
Seppo Junnila, prófessor
við Department of Built
Environment, Aalto
University, Finnlandi,
og dr. Guðmundur Freyr
Úlfarsson, prófessor og
Doktorsndm
Á árinu 2016 brautskráðust tveir einstakl-
ingar með doktorspróf frá deildinni.
Þann 26. febrúar varði Sólveig Þor-
valdsdóttir doktorsverkefni sitt í bygging-
arverkfræði. Verkefnið bar heitið Framlag
að fræðilegum grunni stjórnunarkerfa sem
fást við náttúruhamfarir í byggð: Kvik-ker-
flsleg nálgun (Towards a Theoretical Foun-
dation for Disaster-Related Management
Systems: A System Dynamics Approach).
Andmælendur við doktorsvörnina voru
dr. Carlos Sousa Oliveira, prófessor við In-
stituto Superior Técnico (IST), Technical University of Lisbon, Portúgal, og dr.
Agostino Goretti, byggingarverkfræðingur við Seismic and Volcanic Risk Offlce,
Civil Protection Department, Ítalíu. Leiðbeinandi var dr. Ragnar Sigbjörnsson,
prófessor við Umhverfls- og byggingarverkfræðideild Háskóla íslands en hann
lést árið 2015. Einnig sátu í doktorsnefnd dr. Rajesh Rupakhety, prófessor við
deildina, dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og deildarforseti, og dr. Óli
Grétar Sveinsson, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar.
Fró vinstri: Guðmundur Freyr Úlfarsson. Óli
Grétar Sveinsson, Carlos Sousa Oliveira.
Sólveig Þorvaldsdóttir, Agostino Goretti, Bjarni
Bessason og Rajesh Rupakhety.
8