Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 14

Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 14
Upp í vindinn Hönnunarferlið sjálft var þannig að grunnformið setti ég upp í hönnunarfor- ritinum Rhinoceros og Grasshopper. í þessum forritum má stýra formi og lögun hluta með stikum, svo auðvelt er að gera breytingar á forminu í hönnunarferlinu. Þannig mátti t.d. auðveldlega stýra ummáli hnattarins, þykkt efnisins, tegund samskeyta. Þetta gerði að ég gat gert stórar breytingar á forminu án þess að þurfa að teikna það upp aftur. Nokkrar ítranir þurfti til að finna réttu tegund samskey- ta, sem hægt væri að smella saman án líms. Útlit hnattarins var því frá byrjun hannað í þrívídd. Skurðarvélin vinnur þó ekki í þrívídd en hún sker stykkin út úr flatri plötu. Því þurfti að varpa hinu þrívíða formi niður á plötuna. Afurðin af þessu ferli er eins konar teikning sem laserskerinn getur lesið og skorið plötuna eftir. Skurðarvélin setti sjálf hömlur á stærð Ijóssins og var ljósið hannað með það að leiðarljósi að hámarka efnisnýtin- gu einnar plötu, hér kom sér einnig vel að hafa hannað ljósið með notkun stika. Áhrif tœkniþróunar d vöruhönnun mikil Það er enginn vafi á því að stafræn framleiðsla sé komin til að vera. Það eru ekki eingöngu stórfyrirtæki sem nýta sér slíkar aðferðir heldur einning almenningu í auknum mæli. Hið stórbætta aðgengi og verðlækkun á tækninni hefur gert al- menningi kleyft að þróa prótótýpur og vörur án stórra fjárfestinga. Að sama ska- pi getur einstaklingur nú komið vöru á markað án þess að þurfa að eiga við fram- leiðendur eða endursöluaðila. Nauðsynlegur hugbúnaður er ódýr eða ókeypis og hægt er að framleiða vörur Þessi þróun er til þess að vinnustundum við framleiðslu fækkar en fjölgar við hönnun. Þetta verður mögulega til þess að upp sprettur ný kynslóð handverks- fólks sem vinnur mun meira stafrænt en hingað til. Hinn hluti ferlisins, þeas. að koma vöru á markað hefur einnig verið skem- mtilegt ferðalag. Að setja upp vefverslun er ekki flóknara en svo að maður getur gert það á einu kvöldi. Internetið og samfélagsmiðlar auðvelda að koma vöru á markaði. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.