Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 14
Upp í vindinn
Hönnunarferlið sjálft var þannig að grunnformið setti ég upp í hönnunarfor-
ritinum Rhinoceros og Grasshopper. í þessum forritum má stýra formi og lögun
hluta með stikum, svo auðvelt er að gera breytingar á forminu í hönnunarferlinu.
Þannig mátti t.d. auðveldlega stýra ummáli hnattarins, þykkt efnisins, tegund
samskeyta. Þetta gerði að ég gat gert stórar breytingar á forminu án þess að þurfa
að teikna það upp aftur. Nokkrar ítranir þurfti til að finna réttu tegund samskey-
ta, sem hægt væri að smella saman án líms.
Útlit hnattarins var því frá byrjun hannað í þrívídd. Skurðarvélin vinnur þó
ekki í þrívídd en hún sker stykkin út úr flatri plötu. Því þurfti að varpa hinu
þrívíða formi niður á plötuna. Afurðin af þessu ferli er eins konar teikning sem
laserskerinn getur lesið og skorið plötuna eftir. Skurðarvélin setti sjálf hömlur á
stærð Ijóssins og var ljósið hannað með það að leiðarljósi að hámarka efnisnýtin-
gu einnar plötu, hér kom sér einnig vel að hafa hannað ljósið með notkun stika.
Áhrif tœkniþróunar d vöruhönnun mikil
Það er enginn vafi á því að stafræn framleiðsla sé komin til að vera. Það eru ekki
eingöngu stórfyrirtæki sem nýta sér slíkar aðferðir heldur einning almenningu
í auknum mæli. Hið stórbætta aðgengi og verðlækkun á tækninni hefur gert al-
menningi kleyft að þróa prótótýpur og vörur án stórra fjárfestinga. Að sama ska-
pi getur einstaklingur nú komið vöru á markað án þess að þurfa að eiga við fram-
leiðendur eða endursöluaðila. Nauðsynlegur hugbúnaður er ódýr eða ókeypis og
hægt er að framleiða vörur
Þessi þróun er til þess að vinnustundum við framleiðslu fækkar en fjölgar við
hönnun. Þetta verður mögulega til þess að upp sprettur ný kynslóð handverks-
fólks sem vinnur mun meira stafrænt en hingað til.
Hinn hluti ferlisins, þeas. að koma vöru á markað hefur einnig verið skem-
mtilegt ferðalag. Að setja upp vefverslun er ekki flóknara en svo að maður getur
gert það á einu kvöldi. Internetið og samfélagsmiðlar auðvelda að koma vöru á
markaði.
14