Upp í vindinn - 01.05.2017, Blaðsíða 54
Upp í vindinn
Að fara sinar eigin
leiðir með verkfrœðina
í farteskinu
Þegar ég var að velta íyrir mér verkfræðinámi spurði ég nokkra verkfræðinga
hvað verkfræðingar gera. Ég fékk alltaf loðin svör, “tja, það getur verið ýmislegt
og fer eftir svo mörgu” var yfirleitt svarið. Nú myndi ég gefa sama svar. Þessi gre-
inarstúfur fjallar um hvað einn verkfræðingur hefur gert.
Sagan hefst sumarið 1979 þegar ég var 18 ára gömul og vann á malbikunarvél hjá
Kópavogsbæ. Félagi minn á valtaranum talaði linnulaust allt sumarið um Hjál-
parsveit Skáta í Kópavogi, hversu frábær hún væri og að ég ætti endilega að mæta
í nýliðaprógrammið. Það varð úr að ég byrjaði um haustið. Ég kunni ekkert í sky-
ndihjálp, hafði aldrei á fjall farið og var eins og fiskur á þurru landi. En það breyt-
tist. Ég var í hjálparsveitinni af lífi og sál og vildi fara í
nám sem tengdist hjálparsveitarstarfi. Á þeim tíma var
læknisfræði það eina sem manni datt í hug. En ég hafði
kynnst spítölum og læknum, þar sem hann karl faðir
minn var læknir, og mig langaði bara alls ekkert til að
verða læknir. Hugur minn stóð til verkfræðinnar. Ég
ákvað að lokum að láta drauminn um að tengja ævis-
tarflð við hjálparsveitina lönd og leið og fara í verkfræði.
En hvaða verkfræði?
Eftir menntaskóla tók ég mér ársfrí. Fór fyrst til
London og vann þar á bjórkrá, kom svo heim um jólin
og fór að vinna við bergsegulmælingar hjá Leó Krist-
jánssyni, eðlisfræðingi á Raunvísindastofnun HÍ. Á
Raunvísindastofnun kynntist ég m.a. Helga Björnssyni
og hans hópi, sem var að undirbúa íssjármælingaferð á Vatnajökul þá um vorið.
Það endaði með því að ég hjálpaði til við undirbúninginn og fór með í ferðina.
f þeirri ferð varð ljóst hvaða verkfræði yrði fyrir valinu. Rafmagnsverkfræðin-
gurinn í ferðinni var alltaf með neflð ofan í tækjunum, var oft horfinn inn í hei-
masmíðaða kassa, eða undir teppi til að sjá á sveiflusjána í allri birtunni á jökli-
num. Hins vegar horfði byggingarverkfræðingurinn upp og í kringum sig, var
að spá í hvernig landið lá, hvar árnar rynnu, og hvar snjóa festi. Hann andaði
náttúrunni að sér. Það var ekki spurning í hvors sporum ég vildi vera, og hóf nám
í byggingarverkfræði um haustið
Það var svo 19. september 1985 að mikill jarðskjálfti skók Mexíkóborg. Maður
íylgdist spenntur með sjónvarpinu og horfði á björgunarsveitir fara inn í hrundar
byggingar að bjarga fólki. Þarna kom tengingin á milli björgunarstarfa og byg-
gingarverkfræðinnar sem ég hafði verið að leita eftir og framtíð mín var ráðin.
Rústabjörgun hafði þá ekki verið skilgreind sem hugtak, svo að nákvæmlega
hvernig framtíðin yrði var enn óráðið; hana varð ég að móta sjálf.
EFTIR
Dr. Sólveigu
Þorvaldsdóttur
Byggingarverkfrœðing
Stjómsýslubyggingin í Oklahoma sem
var sprengd i apríl 1995. Næstum heil
súluröð féll við götuhlið, og á einum
stað féllu tvær súluraðir. 172 dóu og 13
var bjargað lifandi. Aðgerðir stóðu yflr í
2 vikur.
54