Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 56

Upp í vindinn - 01.05.2017, Síða 56
Upp í vindinn stöðunni frá 1996 til 2003. Þau ár voru mjög kreíjandi, sérstaklega vegna þess að maður vildi breyta svo miklu, en þau voru ákaflega gefandi. Sem forstöðu- maður ríkisstofnunar l<ynntist ég stjórnvöldunum vel og átti gott samstarf við marga aðra forstöðumenn. Starfið gaf mér þá yfirsýn sem nauðsynleg er til að hanna skipulagskerfi vegna náttúruhamfara. Það varð fljótt ljóst að almanna- varnakerfið á íslandi undir dómsmálaráðherra (eða - innanríkis) er of takmarkað til að ná utan um öll þau samfélagsvandamál sem verða þegar náttúruhamfarir dynja yfir. Málaflokkurinn er undir röngu ráðuneyti, hann ætti að vera undir forsætisráðherra, með aðkomu allra fagráðuneyta. Einn góðan veðurdag verður mála- flokkurinn fluttur. Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður árið 2003, og stofnuð var deild hjá Ríkislögre- glustjóra til að sinna verkefnum stofnunarinnar. Og þar með hvarf hlutleysið sem er nauðsynlegt við samhæfin- gu aðgerða. Ég var sammála því að það þyrfti að gera róttækar breytingar, en þetta var í vitlausa átt. Það átti að hækka almannavarnir um stjórnsýslustig, ekki læk- ka. Ekki hugnaðist mér deildarstjórastarfið sem mér var boðið, og lét langþráðan draum rætast um að stofna ráðgjafastofuna Rainrace, sem varð að ehf. 2005. Það tekur vissulega tíma að byggja upp fyrirtæki og loks þegar Rainrace var komið vel á veg kom næsta kúvending. Að áeggjan prófessors Ragnars Sigbjörns- sonar hóf ég doktorsnám hjá honum árið 2010 á Rannsóknarmiðstöðinni í jarð- skjálftaverkfræði á Selfossi, og varði í febrúar 2016. Verkefnið var blanda af öllu því sem ég hef verið að fást við: tjónamatsgreiningu, skipulagi og stjórnun, og náttúrhamförum. Verkefnið fjallar um fræðilegan grunn að skipulagskerfi fyrir aðgerðir vegna náttúruhamfara í byggð. Ég kalla slík kerfi viðlagakerfi, og falla þau á landsvísu undir forsætisráðherra. Það felur í sér almannavarnakerfið, en er víðtækara hugtak. Ég mæli með því að fara í doktorsnám eftir að hafa fengið starfsreynslu, fólk kemur þá oft með betur mótaðar spurningar sem það er að leita svara við. Doktorsnámið gerir mann að betri ráðgjafa því eigin sýn verður skarpari. Þessa dagana er Rainrace að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar við að hanna og koma á viðlagakerfi fýrir svæði sem hefur eitt flóknasta stjórnsýslukerfi í heimi, Palestínu, sem skiptist í tvö hernumin svæði, Vesturbakkann og Gaza Ströndina. Þar eru um 20 flóttamannabúðir, og flókinn pólítískur ágreiningur tefur framfarir. Verktakar komu mikið við sögu að auka öryggi á staðnum, t.d. að skera niður rústarbrot sem hengju í steypujárni. 56

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.