Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 4
4 S K I N FA X I
V orið er komið og grundirnar gróa,
segir í vorvísu Jóns Thoroddsen um
aðdraganda sumars. Með sanni má
segja að þegar daginn tekur að lengja og sól-
in hækkar á lofti skiptir íþróttalífið um gír.
En það eru ekki bara keppnisíþróttirnar sem
eiga sviðið, heldur færist líka út í góða veðrið
ýmis hreyfing sem stunduð hefur verið innan-
dyra. Þar á meðal er heilsuefling eldri borgara,
sem í auknum mæli er orðin hluti af starfi
íþróttafélaganna. Margir eldri borgarar nýta
sér knatthúsin til að fá reglulega hreyfingu
þegar snjór og klaki hindra för og ljúka svo
hreyfingunni með spjalli yfir kaffibolla.
Íþróttafélögin hafa mörg verið í fararbroddi í
þjónustu við eldri borgara, gjarnan í samvinnu
við sveitarfélögin. Þetta er enn eitt dæmið sem
sýnir mikilvægi skipulegs íþróttastarfs í sam-
félagi okkar og möguleika sem eru til að nýta
íþróttamannvirki fyrir alla aldurshópa.
Regluleg hreyfing er eitt af gagnlegustu
vopnunum sem við höfum í baráttunni við lífs-
stíls- og hrörnunarsjúkdóma. Þess vegna er
mikilvægt að sveitarfélög og íþróttafélög
leggi saman krafta sína til að skapa betra sam-
félag okkur öllum til heilla. Regluleg hreyfing
fyrir fólk á öllum aldri getur líka verið góður
samstarfsvettvangur fyrir íþróttafélög og eflt
samvinnu og samhug bæði innan sveitarfélaga
og á milli félaganna sjálfra. Þá eru ótalin þau
félagslegu áhrif sem regluleg hreyfing hefur
fyrir þau sem taka þátt. Þau eru ekki síðri fjár-
hagslegu áhrifin á rekstur ríkis og sveitarfélaga,
því bætt heilsa fólks endurspeglast í lægri
útgjöldum til heilbrigðismála.
Svæðastöðvar íþróttahreyfingarinnar hafa
verið mikið ræddar undanfarna mánuði. Það
kemur ekki á óvart. Í þeim er fólgin ein
stærsta breyting á starfi íþróttahreyf-
ingarinnar í áratugi. Opnaðar verða
átta svæðisskrifstofur og ráðnir verða
sextán starfsmenn sem starfa eiga
með íþróttahéruðunum að eflingu
íþróttastarfs um allt land. Þar verður
meðal annars lögð áhersla á að
auka þátttöku barna frá
efnaminni heimilum, barna
með fjölþættan tungumála-
og menningarbakgrunn
og barna með fötlun.
Verkefnið er stórt, íþróttahéruðin eru 25 og
eru þau eins mismunandi og þau eru mörg.
Aðstæður og áherslur innan héraðs eru margar
og mismunandi. Þar skipta máli vegalengdir
innan héraðs, fjöldi íbúa í þéttbýli og dreifbýli,
aldurssamsetning þeirra, aðstaða til íþrótta-
iðkunar og svo mætti lengi telja.
Óhjákvæmilega verða einhver ljón í vegin-
um, sum þeirra stærri en önnur og erfiðari við
að eiga. En það sem mestu skiptir er viljinn til
að leysa þau vandamál sem upp kunna að
koma. Ungmennafélagshreyfingin hefur sýnt
það oft áður að eitt af því sem einkennir
hreyfinguna er samtakamátturinn.
Með hann til staðar eru okkur allir
vegir færir. Ég er ekki í vafa um að
ef við leggjumst öll á árarnar mun
okkur og verkefninu farnast vel.
Góðar stundir.
Guðmundur G.
Sigurbergsson
situr í stjórn UMFÍ.
Efnisyfirlit
8 Fá sjokk yfir tölunum – Átakið Allir með 21 Kraftur í heilsueflingu eldra fólks
23 Hlaupin gefa mér mikið
– Hugrún Árnadóttir
Leiðari Samtakamátturinn einkennir hreyfinguna
16 Svæðastöðvar og hagrænar mælistikur
gera lífið betra – Ásmundur Einar
6 Landsmótið á Laugarvatni í lit
9 Risastórir sigrar hjá iðkendum með fötlun
9 Engin orð til að lýsa gleðinni
10 Tvö ungmennafélög sameinuð í eitt
12 Fólk á öllum aldri spilar ringó á Bíldudal
14 Fjölbreytt framboð íþróttastarfs hjá
Umf. Reykdæla
20 Nýjar svæðastöðvar
22 Fjörug í fimleikum
23 Borgin lyftir upp lýðheilsustarfi eldri
borgara
24 Hamar býður upp á líkamsrækt í
Hamarsporti
25 Verðmæti í heilsueflingu 60+
26 Hvetur eldra fólk til að hreyfa sig
27 Mikil ásókn í boccia á Landsmóti
UMFÍ 50+
28 Mikilvæg störf í hreyfingunni
34 Kynjahlutfall í íþróttum
35 Skemmtilegri fundir skila sér í
metþátttöku
36 Tala saman á blandinavísku
37 Ekki missa af viðburðum UMFÍ í sumar
38 Vett: Frábært tól fyrir minni félög
41 Gamla myndin: Hvítbláinn afhentur í
fyrsta sinn
42 Borðtennishelgi á Reyðarfirði