Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 6
6 S K I N FA X I Skinfaxi 1. tbl. 2024 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, hefur komið út samfleytt síðan 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af hest- inum fljúgandi sem dró vagn goðsagna- verunnar Dags er ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi. R I TST J Ó R I Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. Á BY R GÐA R M A Ð U R Jóhann Steinar Ingimundarson. R I T N E F N D Gunnar Gunnarsson formaður, Sigurður Óskar Jónsson, Kristján Guðmundsson, Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, Embla Líf Halls- dóttir og Victor Ingi Olsen. UM BR OT O G H Ö N N U N Indígó. P R E N T U N Litróf. AU GLÝS I N GA R Hringjum. FO R S Í Ð UMY N D Myndina tók Hulda Margrét af Hugrúnu Árnadóttur, sem er í hlaupahópi Hauka í Hafnarfirði. L J ÓS MY N D I R Bríet Guðmundsd., Davíð Már Sigurðs- son, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Hulda Margrét, Kári Jónasson, Jón Aðalsteinn Bergsveinss., Tjörvi Týr Gíslason, Sumar- liði Ásgeirsson, Valgarður Gíslason, o.fl. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, s. 568 2929 umfi@umfi.is - www.umfi.is UM F Í Ungmennafélag Íslands, landssamband ungmennafélaga á Íslandi, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands- aðilar UMFÍ eru 26 talsins og skiptast í 23 íþróttahéruð og 3 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 450 félög innan UMFÍ um land allt. ST J Ó R N UM F Í Jóhann Steinar Ingimundarson formaður, Gunnar Þór Gestsson varaformaður, Guðmundur G. Sigurbergsson gjaldkeri, Sigurður Óskar Jónsson ritari, Ragnheið- ur Högnadóttir meðstjórnandi, Málfríður Sigurhansdóttir meðstjórnandi og Gunnar Gunnarsson meðstjórnandi. VA R AST J Ó R N UM F Í Ásgeir Sveinsson, Guðmunda Ólafsdóttir, Hallbera Eiríksdóttir og Rakel Másdóttir. STA R FS FÓ L K UM F Í Auður Inga Þorsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri, Einar Þorvaldur Eyjólfs- son fjármálastjóri, Jón Aðalsteinn Berg- sveinsson, kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson fram- kvæmdastjóri móta (aðsetur á Sauðár- króki), Ragnheiður Sigurðardóttir verk- efnastjóri, Aldís Baldursdóttir verkefna- stjóri og Iðunn Bragadóttir bókhald. S KÓ L A BÚ Ð I R Á R E Y K J UM Sigurður Guðmundsson forstöðumaður, Ingimar Oddsson, Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir, Hulda Signý Jóhannes- dóttir, Luis Augusto Aquino, Gísli Kristján Kjartansson, Oddný Bergsveina Ásmundsdóttir, Elmar Davíð Hauksson og Róbert Júlíusson. Landsmót UMFÍ var haldið í fyrsta sinn árið 1909 og voru um áratuga- skeið fastur liður á dagskrá ungmennafélaga landsins. Mótin voru haldin með nokkurra ára millibili og þegar mótið var haldið á Laugarvatni sumarið 1965 var það í tólfta skiptið. Það var haldið á hásumri, dagana 3.–4. júlí. Fólk var strax byrjað að streyma á Laugarvatn á föstudags- kvöldinu til að vera klárt í keppni, en mótið hófst formlega strax dag- inn eftir. Landsmótið á Laugarvatni varð gríðarlega vinsælt, enda veðrið gott og voru þegar mest var á svæðinu 20–25 þúsund gestir. Myndir í lit frá mótinu 1965 Kári Jónasson var á þessum tíma blaðamaður og kom á landsmótið sem ljósmyndari á Tímanum. Litmyndir voru ekki algengar á þessum tíma og veltir hann sjálfur fyrir sér ástæðum þess að slík filma var í vélinni. „Líklegast hef ég verið að klára filmu í lit þegar þessar myndir voru teknar og fært mig svo yfir í svarthvíta filmu út mótið,“ segir Kári, en eðli málsins samkvæmt á UMFÍ engar myndir frá mótinu í lit. Myndir Kára eru þær einu sem til eru. Hitinn ógurlegi Það stefndi reyndar ekki í neitt sérstakt mót. Dagana fyrir það var helli- rigning á svæðinu. Vatn var á hlaupabrautum og menn almennt orðnir áhyggjufullir um hvernig til tækist ef ekki myndi stytta upp. Meira að segja föstudagurinn lofaði ekki góðu. En svo rann upp þess fallegi og sólríki laugardagur 3. júlí. Forráða- menn mótsins önduðu því léttar eftir áhyggjur dagana á undan. En Adam var ekki lengi í paradís, því sólin og hitinn sem henni fylgdi áttu eftir að trufla nokkra keppendur og mótsgesti, sem ekki höfðu varið sig vel eða haft viðeigandi klæðnað með á mótið. Hitinn og sólskinið áttu eftir að verða svo mikil þessa helgi að sumir keppendur og aðrir skað- brenndust. „Fjöldi manna leitaði læknis vegna hitans,“ bætir Kári við. Það sem situr efst í minni Kára frá mótinu er að sjálfsögðu þessi ógur- legi hiti, fjölmennið á mótinu og eftirminnilegir einstaklingar sem voru á staðnum. „Ég man best eftir því þegar Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkis- ins, var að stjórna hópgöngu inn á svæðið. Hann var röskur að raða saman fólki og notaði gjallarhorn þegar hann raðaði fulltrúum héraðs- sambanda saman og á rétta staði,“ heldur Kári áfram. Eftir glæsilega göngu héraðssambanda inn á nýjan leikvang á Laugar- vatni undir sínum félagsfána tóku merkir menn til máls. Síðastur til máls var Eiríkur J. Eiríksson, formaður UMFÍ, sem flutti setningarræðu mótsins. „Eiríkur var ekki hár vexti en talaði þeim mun hærra og skýrara og bókstaflega hrópaði yfir allt þegar hann hélt setningarræðuna,“ segir Kári og segir það hafa verið eftirminnilega ræðu. Í kjölfar setningar gengu þátttakendur skipulega af leikvellinum og hið glæsilegasta íþróttamót og það stærsta á landsvísu á þessum tíma átti sér stað. Það er alltaf áhugavert að rýna í myndir frá starfi UMFÍ í gegnum árin og gaman að áskotnast einstakar myndir í lit frá árinu 1965. Landsmótið á Laugarvatni í lit Lumarðu á eftirtektarverðum minningum eða áttu myndir eða upptökur frá gömlum mótum? Við höfum alltaf gaman af því að sjá og heyra af þeim. Þú getur sent okkur póst um málið með minningunum á umfi@umfi.is. Það er alltaf gaman að sjá hvernig fortíðin leit út í lit og hafa margar tilraunir verið gerðar til þess að sjá hvernig lífið leit út á árum áður. Kári Jónasson stóð í tiltekt heima hjá sér fyrir nokkru. Upp úr gömlum kössum komu litmyndir sem hann tók á Landsmóti UMFÍ á Laugarvatni árið 1965.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.