Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2024, Page 11

Skinfaxi - 01.05.2024, Page 11
 S K I N FA X I 11 Lög Ungmennafélagsins Áss má finna á nýrri heimasíðu ungmennafélagsins, www.umfás.is. Hvatningar- og framfaraverðlaun voru veitt á stofnfundi ungmenna- félagsins Áss. Ólöf Ósk Bjarnadóttir hlaut hvatningarverðlaunin og Ásgeir Örn Sverrisson hlaut framfaraverðlaunin. félagið Ármann eða Ungmennafélagið Skafta. Núna eru allir í Ung- mennafélaginu Ási með sitt sameiginlega félagsmerki. Það verður örugglega erfiðara fyrir okkur eldra fólkið að ná þessum breytingum,“ segir Fanney Ólöf. Önnur breyting til góðs, að hennar mati, er að ný og uppfærð lög hafa verið sett fyrir sameiginlegt félag. „Lögunum er ætlað að virkja foreldra betur í starfinu og gefa þeim öllum færi á að koma að því. Það er mjög jákvætt,“ segir Fanney Ólöf. Fjölbreyttari greinar fyrir alla Markmið Ungmennafélagsins Áss er að bjóða upp á fjölbreyttar æfing- ar. Það sem er í boði fer eftir mannauðinum sem er til staðar, það er, hverjir geta þjálfað og hafa tök á að fara úr vinnu til að þjálfa börnin. „Núna erum við að bjóða upp á, fyrir ungu iðkendurna okkar, blak, körfubolta, fótbolta, karate, badminton, ringó og borðtennis,“ segir Fanney Ólöf. Á kvöldin eru í boði sömu æfingar fyrir fullorðna fólkið á svæðinu. „Við erum núna að reyna að virkja fullorðna fólkið okkar. Í vetur hófum við einnig 60+ hreyfingu,“ segir Fanney Ólöf. Þar er í boði sund, boccia og pokakast. Einnig býður ungmennafélagið reglulega upp á fræðsluerindi. Þar hafa komið fyrirlesarar frá Reykjavík með fróðleg erindi, til dæmis um næringu, mikilvægi hreyfingar og fleira. Öflugt íþróttalíf „Ég vil meina að íþróttalífið hjá okkur í Skaftárhreppi sé mjög öflugt, þótt við séum fámenn. Þetta byggist samt á því að allir hjálpist að við að láta þetta ganga upp,“ segir Fanney Ólöf. Sveitarfélagið Skaftárhreppur styður mjög vel við ungmennafélagið ásamt fyrirtækjum í sveitinni, sem gera það árlega. Stuðningurinn fyrir- tækjanna gerir félaginu kleift að bjóða iðkendum upp á lægri æfinga- gjöld. Einn af stærri þáttunum í sameiningarmálunum var að í byrjun árs 2023 var ráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. „Sá heitir Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson. Sú ráðning var algert lykilatriði til að geta sinnt íþrótta- málunum svona vel. Undirbúningur fyrir sameiningu félaganna lenti til dæmis mikið á íþróttafulltrúanum. Hann sér einnig um mörg verkefni sem formaður og stjórn þyrftu annars að gera í sjálfboðavinnu á kvöld- in og um helgar,“ segir Fanney Ólöf að lokum. Takk fyrir stuðninginn

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.