Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 12

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 12
12 S K I N FA X I „Ringó er ótrúlega skemmtilegur leikur, sem allir geta spilað og tekið þátt í óháð aldri,“ segir Elfar Steinn Karlsson, gjaldkeri Íþróttafélags Bílddælinga og ringóspilari á sunnanverðum Vestfjörðum. Elfar Steinn er fæddur og uppalinn á Bíldudal. Íþróttafélag Bílddælinga er aðildar- félag í Héraðssambandinu Hrafna-Flóka (HHF), sambandsaðila UMFÍ. Fyrir tveimur vetrum var í fyrsta sinn farið að bjóða upp á vikulegar ringóæfingar á hverju miðvikudagskvöldi. Æfingarnar fara fram í Íþrótta- miðstöðinni Byltu og mæta þar um 15–20 manns einu sinni í viku. „Æfingarnar eru oftast rúmlega klukkutími og er mjög góð þátttaka. Yngsti spilarinn sem hefur verið að mæta er átta ára og sá elsti er um áttrætt,“ segir Elfar Steinn og bætir því við að jafnt hlutfall sé á milli barna og fullorðinna sem mæta vikulega á æfingar. Enginn ákveðinn þjálfari er á æfingunum. Elfar nefnir að Arnar Þór Arnarsson, formaður Íþróttafélags Bílddælinga, hafi yfirumsjón með æfingunum, þ.e. skip- ti í lið og haldi utan um talningu og önnur tilfallandi verkefni. „Eins og er höfum við bara verið með skipulagðar æfingar í ringó á veturna; það kom þó upp sú umræða að færa æfingarnar út með vorinu og hækkandi sól,“ segir Elfar Steinn. Fólk á öllum aldri spilar ringó á Bíldudal • Ringó hefur verið í boði um árabil á Landsmótum UMFÍ 50+ og er með fjölmennustu greinum mótsins. • Ringó er spilað á blakvelli í tveimur liðum. Tveir til sex leik- menn eru í hvoru liði fyrir sig og því er auðvelt að safna saman í lið til að hefja leik. • Í ringó er spilað með tvo hringi. Gefið er merki og bæði lið gefa upp samtímis frá baklínu. Þeir tveir sem gefa upp gefa sjálfir hvor öðrum merki. • Hver leikmaður gefur upp þrisvar sinnum. Síðan færa leik- menn sig um eina stöðu samtímis báðum megin, réttsælis. • Hringnum skal kasta lárétt. Ef hringnum er kastað lóðrétt eða hann „flaskar“ er hringurinn dauður. • Lið getur fengið tvö stig þegar báðir hringir liggja á velli mótspilara, eitt stig þegar það er einn hringur á báðum völlum. • Hringinn má aðeins grípa með annarri hendi, ef báðar hendur snerta hringinn er hann dauður. • Aðeins þrjár sekúndur mega að hámarki líða áður en ringó- hring er kastað. Ekki er leyfilegt að ganga með hringinn í hendi. • Hver leikur er spilaður upp í 25 stig, með minnst tveggja stiga mismun. • Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum í lok leiks skal miða við: a) Fjölda skoraðra stiga. b) Stigamismun. Vinsældir ringó hafa færst til aukanna á undanförnum árum. Nokkur ár eru síðan ringó nam land hér og er farið að bjóða upp á íþróttina í mörgum sveitarfélögum.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.