Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.05.2024, Blaðsíða 15
 S K I N FA X I 15 Fáir þjálfarar halda starfinu uppi Körfubolti Þessi mikla fjölbreytni er nýleg hjá ungmennafélaginu en körfubolti og sund hafa þó verið í boði hjá félaginu lengur. „Guð- jón Guðmundsson hefur kennt hér í meira en 35 ár, sjálfur er ég 35 ára,“ segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson á léttum nótum. Guðjón hefur séð um körfuboltann og sundið í gegnum tíðina og lengi vel fótbolta á sumrin. Nú hefur bæst í hópinn þjálfarinn Þórir Örn Hafsteinsson, sem hefur stýrt körfuboltaæfingum fyrir yngri iðkendur. Körfunni er skipt upp í 4.–6. bekk og 7.–10. bekk. Báðir hópar hafa verið að keppa á Íslandsmótum undir leiðsögn Guðjóns og Þóris. Sund Í sundinu er boðið upp á æfingar fyrir 1.–4. bekk og 5.–10. bekk undir leiðsögn Guðjóns, sem hefur farið með iðkendurna á sundmót ásamt því að haldin eru sundmót á Kleppjárnsreykjum á vor- in. Ásamt sundæfingum í umsjón Guðjóns býður Ingibjörg Inga Guð- mundsdóttir upp á sundnámskeið fyrir 4–5 ára gömul börn á sumrin. Síðasta sumar var námskeiðinu skipt upp í tvennt. „Námskeiðið var vin- sælt og heppnaðist vel, svo að Ingibjörg bauð upp á 10 vikna fram- haldsnámskeið fyrir eldri hópinn fram á haustið,“ segir Helgi. Fimleikar Fimleikar hófust á Kleppjárnsreykjum í vetur í samstarfi við fimleikadeild ÍA. „Við erum ÍA afar þakklát fyrir samstarfið og þá frábæru þjálfara sem sjá um fimleikastarfið þar. Við byrjuðum með 10 vikna námskeið, það var uppselt á það fljótt svo að það var framlengt út veturinn. Þar erum við með hátt í 50 iðkendur í þremur hópum úr öllum Borgarfirði, mikið úr Varmalandi, Hvanneyri og frá Bifröst til dæmis,“ segir Helgi. Stærð íþróttahússins býður upp á 20 iðkendur að hámarki í hópi í fimleikum og eru hóparnir þrír, skipt upp eftir aldri. Blak „Fyrir tveimur vetrum var byrjað að bjóða upp á blakæfingar við góðar undirtektir,“ segir Helgi og bætir við að mikil blakmenning sé í Borgarfirði. „Krakkarnir eru búnir að fylgjast með foreldrum sínum í blaki og er áhugi þeirra á íþróttinni mikill,“ segir Helgi. Badminton „Badminton bættist við hjá okkur um áramótin síðustu, en það var sveitungi okkar, Guðmundur Freyr Kristbergsson, sem hef- ur stundað badminton alla sína æsku, sem bauðst til að prófa að þjálfa. Badmintonsambandið aðstoðaði okkur í upphafi við að verða okkur úti um búnað og erum við þakklát fyrir þá aðstoð,“ segir Helgi. Áhug- inn á íþróttinni hefur verið mikill og seldist upp á námskeiðið strax. Takk fyrir stuðninginn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.