Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2024, Page 16

Skinfaxi - 01.05.2024, Page 16
16 S K I N FA X I „Þegar ég var í félagsmálaráðuneytinu í COVID-faraldrinum fengum við það í gegn að setja á laggirnar sértækan stuðning sem ætlað var að styðja við tómstundaiðkun jaðarsettra barna og barna sem eru í erfiðri og krefjandi stöðu. Vandamálið var hins vegar það að þótt við værum með fjármagn sem bættist við frístundastyrk sveitarfélaga dugði það ekki til. Við náðum ekki til barnanna sem þurftu á stuðningnum að halda og sáum að það voru aðrar félagslegar hindranir sem ollu því að börn í ákveðnum hópum tóku ekki þátt í skipulögðu íþrótta- og æsku- lýðsstarfi. Við urðum því að grípa til annarra ráða,“ segir Ásmundur Einar og áréttar að stjórnvöld vilji ná betri árangri í þessu verkefni. „Rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er mikil- vægt fyrir félagslega sterk börn en þátttaka í íþróttastarfi er enn mikil- vægari fyrir börn sem standa félagslega höllum fæti. Til viðbótar erum við að skoða nú hversu mikið íþróttaþátttaka dregur úr þörfinni á sál- fræðiþjónustu vegna þunglyndis. Þátttakan hefur svo margvísleg já- kvæð áhrif til langs tíma – og það leiðir til lægri kostnaðar í heilbrigðis- kerfinu og á fleiri stigum samfélagsins,“ segir Ásmundur Einar og heldur áfram með punktinn sem kom upp um hindranirnar sem komu í ljós þegar beita átti sértækum styrkjum til að ná börnum og ungmennum í skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf í COVID. Það tókst ekki alveg sem skyldi. En lærdómurinn af því varð meiri fyrir vikið. Svæðastöðvar og hagrænar mælistikur gera lífið betra „Að einhverju leyti var þetta afleiðing af of lítilli fjármögnun. En að öðru leyti var þetta of lítið samtal á milli skóla og íþróttafélaga. Á vissan hátt má segja að það hafi verið veggurinn ósýnilegi á milli íþróttafélaga og skóla sem stóð í vegi fyrir framgangi verkefnisins. Félögin vissu ekki hvernig ætti að nálgast börnin sem ekki eru í íþróttastarfi og foreldra þeirra. Þarna sáum við að fleiri verkfæri vantaði,“ heldur Ásmundur áfram. „Upp úr þessum vangaveltum mótaðist hugmynd um hvatasjóð. Á sama tíma kom forystufólk frá ÍSÍ og UMFÍ inn í samtalið og sagði að vinna væri í gangi við að setja upp svæðastöðvar. Þetta small saman. Við sáum strax að þetta yrði fyrsta áhersluverkefnið og að við gætum látið ólíka þætti vinna betur saman. Við sáum fyrir okkur líka að hvata- sjóðurinn gæti stutt við heildina og leitt til þess að ná betur til barna og ungmenna sem af einhverjum ástæðum stóðu á jaðrinum utan við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf.“ Skoða árangurinn Hvað á svo að gera? Að sögn Ásmundar verður árangur verkefnisins metinn og mældur með reglubundnum hætti. Þetta er líka gert í fleiri verkefnum hins opinbera. „Við erum að setja hagræna mælistiku á allt sem við gerum og þetta verkefni fellur undir það. Hvatasjóðinn og farsældarlögin vinnum við með fjármálaráðuneytinu. Ef við getum mælt hagrænan ávinning af Á síðasta ári urðu þau tímamót á þingum ÍSÍ og UMFÍ að samþykktar voru nokkuð samhljóða tillögur um stofnun svæðastöðva með stuðningi stjórnvalda um allt land auk breytinga á fyrirkomulagi lottó- greiðslna. Við settumst niður með Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, sem hefur leitt málið af mikilli elju og keyrt það áfram á meiri hraða en búist var við. Svæðastöðvarnar eru liður í miklu stærra verkefni, sem lýtur að aukinni farsæld barna.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.