Skinfaxi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skinfaxi - 01.05.2024, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.05.2024, Qupperneq 21
 S K I N FA X I 21 Aldurssamsetning landsmanna hefur breyst mikið á undanförnum ára- tugum. Hlutfall aldraðra (65 ára og eldri) hefur farið úr 22,7% í 26% á síðustu tíu árum og hefur aldrei verið hærra. Á sama tíma er mikill kraft- ur í heilsueflingu eldra fólks. Mörg íþróttafélög bjóða upp á ýmsar skipulagðar æfingar fyrir 60+, félög eldri borgara sjá á sumum stöðum um heilsueflinguna og bæði sveitarfélög og fyrirtæki gera það líka. Mörg verkefni eru í gangi sem snúa að málaflokknum. Hér eru nokkur þeirra: Bjartur lífsstíll er samstarfsverkefni Landssambands eldri borgara og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Þar hefur verið safnað saman ýmsum hagnýtum upplýsingum um hreyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri. Þar hefur líka verið búin til handbók um það sem er í boði á hverj- um stað og svokallaða hreyfibók, sem er æfingar fyrir þjálfara og ein- staklinga. Forsvarsfólks Bjarts lífsstíls hefur líka myndað stýrihópa í mörgum sveitarfélögum. Í hverjum stýrihópi sitja fulltrúar sveitarfélags- ins, frá félagi eldri borgara í bæjarfélaginu, frá velferðarsviði og öld- ungaráði, heilsugæslu, sjúkraþjálfari og íþróttaþjálfari eða íþróttastjóri. Á meðal verkefnanna þar er að taka saman upplýsingar um stöðu heilsu- eflingar sem víðast, þarfir og áskoranir. Tölfræði vantar um íþróttaiðkun fólks yfir sextugu. Þær upplýsingar eru ekki aðgengilegar á einum stað og er það á borði Bjarts lífsstíls að taka þær upplýsingar saman. Kraftur í heilsueflingu eldra fólks Fólki yfir sextugu hefur fjölgað mikið, er margt heilbrigðara en áður og nýtur lífsins með öðrum og heil- brigðari hætti en foreldrar þess. Stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög hafa á sama tíma leitað leiða til að auka framboð af íþróttum fyrir þennan ört stækkandi markhóp og er mikil eftirspurn eftir möguleikum til heilsueflingar fólks yfir sextugu. Við skoðum hér á eftir nokkra þætti sem snúa að heilsueflingunni. Á heimasíðu Bjarts lífsstíls má sjá hvaða hreyfing er í boði á lands- vísu fyrir 60 ára og eldri. Meiri upplýsingar má finna á: www.bjartlif.is Reykjavíkurborg er sömuleiðis að vinna að heilsueflingu eldra fólks með skipulögðum hætti og funda með stýrihópum reglulega í mörg- um hverfum. Málefnasviðin undir eru átta. Það eru: Útisvæði og bygg- ingar, samgöngur, húsnæði, félagsleg þátttaka, virðing og félagsleg inngilding, virk samfélagsþátttaka, atvinnumöguleikar, samskipti og upplýsingar og að lokum samfélags- og heilbrigðisþjónusta. Verkefnið Gott að eldast er sömuleiðis samstarfsverkefni Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis. Því á að ljúka fyrir árslok 2027. Verkefni eins og Virkni og vellíðan í Kópavogi hafa sprungið út. Mörg hundruð manns sækja reglulega æfingar og viðburði íþrótta- fræðinganna Evu Katrínar Friðgeirsdóttur og Fríðu Karenar Gunnars- dóttur. Virkni og vellíðan varð til upp úr lokaverkefni þeirra við Háskól- ann í Reykjavík. Kópavogsbær tók verkefnið upp á sína arma og er það samstarfsverkefni háskólans og íþróttafélaganna Breiðabliks, Gerplu og HK. Virkni og vellíðan er komið í Grafarvoginn undir heit- inu Frísk í Fjölni og Frísk í FH.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.