Skinfaxi - 01.05.2024, Qupperneq 23
S K I N FA X I 23
Hugrún er fædd á Patreksfirði árið 1955 og
stundaði þar hefðbundnar skólaíþróttir. Hún
hafði áhuga á körfubolta en þótti helst til lág-
vaxin. Ekkert annað var í boði í æsku Hugrúnar.
Öðru máli gegndi þegar hún skutlaði dóttur
sinni um allar trissur í frjálsum íþróttum. Þrí-
burar bættust síðar í barnahópinn og því hafði
hún nægu að sinna.
Árið 1997 flutti fjölskyldan í Hafnarfjörð og
þar kviknaði áhugi Hugrúnar á hlaupum hjá
Haukum.
„Strákarnir mínir voru mikið í fótbolta hjá
Haukum. Þar var talað um að stofna skokkhóp
í kringum 2007. Ég hélt nú ekki! Hafði ekki
einu sinni hlaupið á milli ljósastaura. En síðan
horfði ég hýru auga til hópsins. Mig langaði
að gera eitthvað í frístundum, keypti kort í
líkamsrækt og fór í sund – og geri það enn og
syndi 500 metra tvisvar í viku. Ég lét svo ekki
vaða fyrr en árið 2012 þegar við skráðum okk-
ur vinkonurnar í skokkhópinn. Ég fór á byrj-
endanámskeið vorið 2012 og tók þau þrjú
vor í röð. En ég hætti alltaf á haustin þegar
færðin fór að versna. Síðan tók ég mig á og
fór að skokka allt árið um kring. Það er mjög
skemmtilegt og gefur mér mikið, sérstaklega
andlega, og svo er félagsskapurinn góður.
Hreyfingin styrkir sálina,“ segir Hugrún, sem
nú hefur farið nokkrum sinnum erlendis í bæði
göngur og hlaupaferðir.
Hugrún fagnar 69 ára afmæli á árinu. Hún
er samt ekki elst í hlaupahópnum. Sá elsti er
fæddur árið 1940 og því 84 ára á þessu ári.
Í febrúar á þessu ári var Hugrún í hópi fólks
sem fór bókstaflega í hæstu hæðir í Afríku.
„Hlaupin gefa mér mikið,
sérstaklega andlega“
Hugrún Árnadóttir er á meðal elstu meðlima í hlaupahópi Hauka í Hafnarfirði.
Hún var tæplega sextug þegar hún byrjaði að hlaupa.
„Við viljum gera enn betur en hingað til og styðja við hvers konar hreyf-
ingu og íþróttastarf eldra fólks,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, sviðs-
stjóri Menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann áréttar að
mörg íþróttafélög hafi lengi sinnt hreyfingu og stutt við lýðheilsuverk-
efni eldri borgara. Það sé gert í samstarfi við ýmsa aðila. Reykjavíkur-
borg hafi haft óbeinan aðgang að slíku samstarfi. Nú er stefnt að því
að auka samstarfið.
Í febrúar skrifuðu Einar Þorsteinsson, borgarstjóri í Reykjavík, og
Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), undir
samstarfssamning á milli Reykjavíkurborgar og íþróttahreyfingarinnar
í borginni til ársins 2026.
Í samningnum er kveðið á um nokkur viðamikil atriði, svo sem um
breytingar á styrkjakerfi og umgjörð um hverfisfélög. Þar kemur líka
fram að unnið verði að áætlun um stuðning við íþróttastarf eldri borg-
ara í Reykjavík.
Eiríkur segir mikinn vilja til að auka samstarf og stuðning borgarinn-
ar við íþróttafélögin og lyfta starfinu upp.
„Við erum að vinna útfærsluna. En við sjáum fyrir okkur að styrkja
félögin betur svo að þau geti aukið framboð af viðburðum fyrir eldri
borgara,“ segir Eiríkur og nefnir sem dæmi ýmis verkefni íþróttafélaga
borgarinnar, svo sem Kraft í KR, Vítamín í Val og fleiri verkefni. Stuðn-
Borgin lyftir upp lýðheilsustarfi eldri borgara
Nýverið var skrifað undir samning á milli Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur
sem felur meðal annars í sér meiri áherslu á íþróttastarf og hreyfingu eldri borgara.
ingurinn geti falist í frekari nýtingu á aðstöðu í íþróttamannvirkjum og
styrkjum fyrir þjálfara og leiðbeinendur.
„Stuðningur og uppbygging borgarinnar hefur að mestu snúið að
börnum og ungmennum og nú viljum við líka auka fókusinn á lýðheilsu
eldri borgara,“ segir Eiríkur.
„Við fórum tvær með unga fólkinu til
Tansaníu, vinkona mín og ég. Hún fagnaði
70 ára afmæli í febrúar. Við stóðum saman á
toppi Meru 21. febrúar og á Kilimanjaro sex
dögum síðar. Það var góð áskorun og við
kláruðum þetta saman,“ segir Hugrún og
mælir eindregið með að fólk hreyfi sig.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR,
undirrituðu samstarfssamninginn, sem gildir til ársins 2026.