Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 25

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 25
 S K I N FA X I 25 „Bæjarfélög þurfa að vera dugleg að styrkja íþróttir eldri borgara. Það er nauðsynlegt í öll- um bæjarfélögum,“ segir Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og einn af elstu þátttakend- unum á æfingum eldri borgara hjá Hamri. Jóna hefur lengi tekið þátt í íþróttastarfi eldri borgara í Hveragerði. Hún vann á árum áður á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands og stofnaði þar gönguhóp, sem enn er á gangi og heldur úti gönguferðum í hverri viku. Hún segir einkunnarorð Náttúrulækninga- félagsins til fyrirmyndar: „Þar lærði ég að fólk á að taka ábyrgð á eigin heilsu. Ef maður nennir ekki að hugsa um hana sjálfur gerir enginn það fyrir mann,“ segir hún og rifjar upp að íþróttaæfingar fyrir fólk 60 ára og eldra hafi byrjað í Hveragerði þegar íþróttafræðingurinn Jónína Benediktsdóttir flutti í bæinn fyrir tæpum tíu árum, en hún spann saman heilsueflingu í samstarfi Félags eldri borgara í Hveragerði og Hveragerðisbæ í Hamarshöllinni. Æft var tvisvar í viku. Jónína lést fyrir aldur fram árið 2020 og Hamarshöllin fauk af grunni sínum tveimur árum síðar. Jóna segir verðmætt að boðið sé upp á heilsueflingu eldri borgara í Hveragerði og ætti slíkt að vera í boði sem víðast: „Það er nauðsynlegt að bjóða heilsueflingu eldri fólks í öllum bæjarfélögum. Ef það er ekki í boði þarf að gera það og virkja fólkið til þátt- töku,“ segir Jóna. Eldri borgarar slást í hópinn í Hamarsporti Nýverið hafa eldri borgarar slegist í hópinn og mætt á skipulagðar æfingar þrisvar í viku. Yfir 50 eldri borgarar hafa nýtt sér þjónust- una og árangurinn verið ótrúlega góður. „Áður fyrr hafa eldri borgarar í Hvera- gerði verið á hálfgerðum hrakhólum vegna aðstöðuleysis en vonandi eru þeir komnir á góðan stað þar til nýtt íþróttahús kemur. Það er því óhætt að segja að mikið líf sé í húsinu,“ bætir Guðjóna við. Rakel Hlynsdóttir, þjálfari í Hamarsporti, hefur haldið utan um líkamsræktina fyrir eldri borgarana, en áður voru þeir undir leiðsögn Berglindar Elíasdóttur. „Rakel er algjör snillingur og á auðvelt með að vinna með þessum hópi. Hún setur upp æfingar fyrir þau og það er mikið að gerast í hverj- um tíma. Það eru meðal annars notuð hjól, róðrarvélar, skokk, lóð og eigin líkams- þyngd,“ segir Guðjóna og bætir við að eldri borgararnir séu mikilvægur hluti af iðkendum Hamars, en æfingarnar hafi gef- ist mjög vel og það sé alltaf létt á hjalla í þessum hópi. „Við í Hamri erum ótrúlega glöð og þakk- lát fyrir þessa aðstöðu. Ég lít líka ekki bara á þetta sem líkamsræktarstöð heldur einnig sem félagsmiðstöð iðkenda Hamars þar sem fólk hittist og nýtur félagsskapar hvert annars. Sá þáttur er kannski oft vanmetinn en hefur svo mikil áhrif, þáttur sem býr til langlífi,“ segir Guðjóna. Verðmæti í heilsueflingu 60+ „Mikilvægt að bæjarfélög bjóði upp á íþróttir fyrir eldri borgara,“ segir Jóna Einarsdóttir. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og einn af elstu þátttakendunum á æfingum eldri borgara hjá Hamri.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.