Skinfaxi - 01.05.2024, Page 28
28 S K I N FA X I
Mikilvæg störf
í hreyfingunni
Störf framkvæmdastjóra íþrótta- og ungmennafélaga hafa alla tíð
verið umfangsmikil, annasöm og krefjandi. Það hefur leitt til mikillar
starfsmannaveltu hjá sumum félögum og deildum og oft hefur komið
fyrir að stjórnendur þeirra hafa enst frekar stutt í starfi. Hér er rætt við
framkvæmdastjóra nokkurra félaga.
Í febrúar síðastliðinum var auglýst eftir
framkvæmdastjóra ungmennafélags á
höfuðborgarsvæðinu. Þetta var þriðja aug-
lýsing félagsins á tiltölulega fáum árum.
Auglýsingin var tilefni hugleiðinga Auðar
Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra
UMFÍ, á Facebook um starfsumhverfi starfs-
fólks íþrótta- og ungmennafélaga. Auður,
sem var sjálf framkvæmdastjóri Gerplu um
nokkurra ára skeið, sagðist hafa hugsað
mikið í gegnum árin um störf fólks í íþróttahreyf-
ingunni, enda auglýsingin ekki einsdæmi.
Hún skrifaði á Facebook-síðu sína: „Á mjög
stuttum tíma hafa orðið miklar breytingar á
þeim starfsmannahópi sem sinna starfi fram-
kvæmdastjóra félaga, en það á líka við um
önnur störf í hreyfingunni í umsýslu og þjón-
ustu við deildir og félagsmenn. Okkur hefur
verið tíðrætt í hreyfingunni um sjálfboðaliða
og þátttöku þeirra og með því að kasta í
þennan status þá er ég alls ekki að gera
lítið úr þeirri áskorun, hún er vissulega til
staðar. Hins vegar held ég að þessi hraða
starfsmannavelta (mín upplifun) sé áhyggju-
efni sem þarf líka að skoða nánar í heildar-
myndinni. Kannski er ég á villigötum,
kannski ekki – ég alla vega upplifi margt
gott fólk sem kemur til starfa í hreyfingunni
en hverfur af einhverjum ástæðum aftur úr
hreyfingunni.“
Sævar Pétursson hefur starfað
sem framkvæmdastjóri hjá Knatt-
spyrnufélagi Akureyrar (KA) frá
því í ársbyrjun 2012.
Í hverju er starfið fólgið?
Starf hjá íþróttafélagi er síbreyti-
legt en skemmtilegt. Í grunninn
felst í starfi mínu ábyrgð á rekstri
KA og allra deilda félagsins. Í því
felast m.a. mannaforráð, samn-
ingagerð, greiðsla reikninga, bók-
hald, uppgjör og að framfylgja
stefnu félagsins hverju sinni. Einnig
að takast á við þau fjölmörgu verk-
efni sem koma upp á hverjum
degi.
Hvernig er vinnutíminn?
Vinnutíminn er oft mjög langur
og stundum erfitt að greina á milli
þess sem maður vill kalla vinnu
og þess að vera sjálfboðaliði í ei-
gin félagi. Oftast mæti ég á milli
kl. 08:30 og 09:00 á daginn og er
fram til um kl. 18:00 á daginn. Svo
fylgir þessu einhver kvöld- og
helgarvinna, stundum í kringum
fundi eða viðburði hjá deildunum.
Hvað er mest krefjandi (erfiðast)
í starfinu?
Að mínu viti eru það ákveðin for-
réttindi að vinna hjá íþróttafélagi
af því að þar vinnurðu við það sem
þér finnst skemmtilegt og hefur
ástríðu fyrir. Nauðsynlegt er að líta
á allt sem kemur upp sem ákveðin
verkefni og vinna út frá því. Það er
alltaf erfiðast þegar ákveðið er að
enda samstarf við starfsfólk, fólk
sem jafnvel hefur unnið sína vinnu
vel og lítið er út á það að setja.
Félagið hafi hins vegar ákveðið
að fara aðra leið og fá nýja aðila
inn til þess að leiða liðin okkar
áfram. Þarna er jafnvel fólk sem
þú ert farinn að líta á sem góða
kunningja eða vini. Þú þarft að
setjast niður með viðkomandi og
tilkynna að ákveðið sé að láta gott
heita. Sem betur fer eru þessi atvik
fátíð. Það er því mun algengara
að starfið gefur mér miklu meira.
Hafa skyldurnar og störfin breyst
frá því að þú byrjaðir?
Starf íþróttafélaga hefur breyst
mikið síðustu ár. Mun meiri ábyrgð
er á öllu faglegu starfi og almennt
uppeldi er komið á hendur íþrótta-
félaganna. Við erum að vinna eftir
mun betri og skýrari leiðbeining-
um um starf okkar en áður. Rekstrar-
umhverfið hefur líka breyst stór-
kostlega, enda eru mörg íþrótta-
félög farin að velta mörg hundruð
milljónum á ári. Samhliða þessari
auknu ábyrgð verður erfiðara að
finna sjálfboðaliða sem vilja axla
slíka ábyrgð. Því er enn mikilvæg-
ara að umgjörð og rekstur íþrótta-
félaga sé í föstum skorðum þannig
að sjálfboðaliðinn sem býður sig
fram til stjórnarstarfa geti einbeitt
sér að íþróttastarfinu í staðinn fyrir
að sitja með veltu heils íþrótta-
félags í fanginu og hafa hvorki
löngun né kunnáttu til þess að sjá
um þá hluti.
Áttu einhver góð ráð til þeirra
sem eru í þessum störfum eða eru
að spá í að sækja um slíkt starf?
Fyrst og fremst þarftu að finna þér
vinnu við eitthvað sem þú hefur
gaman af. Ef það er innan íþrótta-
hreyfingarinnar, verið þá meðvituð
um að starfið ykkar verður gríðar-
lega fjölbreytt og í langflestum
tilfellum skemmtilegt þrátt fyrir
að vinnutíminn sé ekki meitlaður
í stein. Svo er líka mjög gott að
vita ef þú ert að byrja ný(r) í slíku
starfi að flestir kollegar sem ég
þekki til innan íþróttahreyfingar-
innar eru aldrei nema einu símtali
frá þér og allflestir tilbúnir að taka
spjallið og veita þá hjálp sem þeir
geta.
Uppeldi barna komið
á hendur íþróttafélaga
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA
segir nauðsynlegt að líta á allt sem kemur upp
sem ákveðin verkefni og vinna út frá því.