Skinfaxi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skinfaxi - 01.05.2024, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.05.2024, Qupperneq 29
 S K I N FA X I 29 Kári Garðarsson hóf störf sem handboltaþjálfari hjá Íþróttafélag- inu Gróttu árið 2002 og var þar næstu 22 árin, þar af frá 2015 á skrifstofu félagsins. Hann hætti störfum í byrjun ársins 2024. Í hverju var starfið aðallega fólgið? Að sjá um rekstur félagsins í heild sinni, hafa yfirsýn yfir þau mál sem í gangi voru og verkstjórn, fram- fylgja stefnumótun, rekstur mann- virkja, viðburðahald og í raun svo margt, margt fleira. Mæli með því að vinna hjá íþróttafélagi Kári Garðarsson var framkvæmdastjóri Gróttu á Seltjarnarnesi. Hann segir erfið mál geta tekið á. Hvað var mest krefjandi (erfiðast) í starfinu? Fjárhagur meistaraflokka er alltaf krefjandi og mikilvægt að líta í hverja krónu. Erfið mál sem kunna að koma upp taka einnig oft nokk- uð á. Það er mikill auður í þeim sjálfboðaliðum sem starfa fyrir hreyfinguna en það er stundum þannig að stjórnarmenn skilja ekki hlutverk sitt og/eða starfsmanna og skortur á stuðningi stjórnar- manna getur haft mikil áhrif á þá starfsmenn sem vinna á skrifstof- um félaganna. Á sama tíma er það hin hliðin á þeim peningi þar sem stjórnarmenn sýna starfsfólki stuðn- ing og létta undir með starfinu og þar með félaginu, það er ómetan- legt. Hvernig var vinnutíminn? Það er í raun erfitt að segja. Allflest verkin eru unnin á hefðbundnum dagvinnutíma. Þó er ekki hægt að líta framhjá því að þegar sjálf- boðaliðinn er búinn með sinn vinnudag hefst sjálfboðavinnan fyrir félagið. Þá þarf maður oftar en ekki að vera tilbúinn að taka símann og/eða mæta til funda. Þannig að í raun þarf maður að vera til taks flesta daga ársins nán- ast á öllum tímum sólarhringsins. Hafa þessi störf eitthvað breyst frá því að þú byrjaðir í þessu? Það er aukin meðvitund og aukn- ar kröfur gerðar til íþróttafélaga, kannski sem betur fer. Samskipta- ráðgjafi hjálpaði eitthvað en þó fannst mér oft skorta á skýrleika hvaða mál ættu heima hjá ráðgjaf- anum og hvaða mál ættu það ekki. Að mínu mati ættu ÍSÍ og UMFÍ, héraðssambönd og sveitar- félög að sinna ýmsu sem hvert og eitt íþróttafélag er oftar en ekki að gera hvert í sínu horni. Má þar nefna bókhald og fjármálaumsýslu, utanumhald, ráðgjöf og eftirfylgni erfiðra mála, áætlanir og verklags- reglur o.s.frv. Áttu einhver góð ráð til þeirra sem eru í þessum störfum eða eru að spá í að sækja um slíkt starf? Ég myndi alltaf mæla með því að vinna hjá íþróttafélagi og/eða í íþróttahreyfingunni. Þetta eru lif- andi og skemmtileg störf þar sem hver dagur er ólíkur þeim næsta. Jón Júlíus Karlsson hóf störf sem framkvæmdastjóri hjá Ungmenna- félaginu Aftureldingu í ársbyrjun 2017 og starfaði hjá félaginu í rúm þrjú ár, eða fram í apríl 2020. Hann tók svo við starfi framkvæmda- stjóra hjá Ungmennafélagi Grinda- víkur í kjölfarið og lét af störfum þar í lok september 2023. Samtals starfaði hann í tæp sjö ár sem fram- kvæmdastjóri hjá íþróttafélagi. Í hverju var starfið aðallega fólgið? Starfið er umfangsmikið og fjöl- mörg verkefni sem hvíla á fram kvæmdastjóra í íþróttafélagi. Í mín- um störfum hélt ég einkum utan um fjárreiður félagsins og deilda. Í raun og veru var ég að stýra fjár- málum, bókhaldi, markaðsstarfi, viðburðahaldi, mannauðsmálum, samskiptum við hagaðila og fjöl- Samskipti þurfa að vera faglegri Jón Júlíus Karlsson segir mikið álag fylgja því að vera framkvæmdastjóri hjá íþrótta- og ungmennafélagi með margar deildir. mörgum öðrum verkefnum sem koma upp í starfi íþróttafélags. Hvað var mest krefjandi (erfiðast) í starfinu? Það sem hefur reynst mér erfiðast í starfi hjá íþróttafélagi er einkum tvíþætt. Það er mikið álag að vera framkvæmdastjóri hjá stóru íþrótta- félagi með margar deildir. Það þarf að halda mörgum boltum í lofti samtímis og oft er lítið svig- rúm til þess að fara í frí og ná að endurnýja starfsorku. Samskipti geta oft á tíðum verið svolítið krefjandi og eru á margan hátt örlítið óvægin innan íþrótta- hreyfingarinnar. Það er ekki allra að standa í slíkum samskiptum, sem oft á tíðum geta verið ansi persónuleg. Ég vona að þetta breytist á komandi árum en fjöl- margir kollegar mínir hjá íþrótta- félögum nefna einmitt þennan punkt að samskipti innan íþrótta- félaga þurfi að vera faglegri og meira í takt við það sem þekkist innan atvinnulífsins. Hvernig var vinnutíminn? Vinnutíminn var mjög breytilegur og stjórnaðist oft af viðburðum innan félagsins. Einnig fara flestir fundir fram utan hefðbundins vinnutíma, eftir að vinnutíma hjá sjálfboðaliðum lýkur. Það var því mjög auðvelt að klukka 10–12 klukkustunda vinnudag ef íþrótta- viðburður var síðan um kvöldið sem dæmi. Vinnutíminn var því frekar breytilegur en líka sveigjan- legur til að hægt væri að taka sér frí á móti löngum vinnudögum. Hafa þessi störf eitthvað breyst frá því að þú byrjaðir í þessu? Í þessi tæpu átta ár sem ég starf- aði sem framkvæmdastjóri var starfið mjög áþekkt ár frá ári og ég hef ekki séð nein teikn á lofti um að það verði frekari breyting- ar á starfinu nema að skrifstofur hjá íþróttafélögum verði stórefld- ar með auknum starfsgildum. Áttu einhver góð ráð til þeirra sem eru í þessum störfum eða eru að spá í að sækja um slíkt starf? Þau ráð sem ég get gefið til þeirra sem eru í þessum störfum eða hafa áhuga á að leiða íþróttafélög eru eftirfarandi: • Læra þá list að segja nei (fram- kvæmdastjóri á ekki að gera allt). • Passa upp á að vera ekki aðgengilegur allan sólarhring- inn. Framkvæmdastjórar þurfa líka að geta kúplað sig út úr vinnunni þegar heim er komið eða þegar áhugamálum er sinnt. Mjög mikilvægt er að hleypa ekki öllum samskiptum inn á samfélagsmiðla. • Vera jákvæður og sýna umburðarlyndi. • Vera heiðarlegur í starfi og í samskiptum.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.