Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 41

Skinfaxi - 01.05.2024, Síða 41
 S K I N FA X I 41 13. Landsmót UMFÍ var haldið á Eiðum, sem nú tilheyra Múlaþingi, helgina 13.–14. júlí árið 1968. Fólk streymdi austur á land strax á föstu- deginum, bæði með flugi og á bílum, ýmist til að taka þátt eða fylgjast með mótinu. Flugfélag Íslands fjölgaði ferðum sínum á staðinn og til baka þessa helgina vegna áhuga. Í Skinfaxa frá þessu ári segir að metþátttaka hafi verið á landsmótinu. Mótshaldarar höfðu áhyggjur af því í aðdraganda mótsins að veðrið yrði mögulega ekki upp á marga fiska. Kalt tíðarfar hafði verið á svæð- inu í aðdraganda og undirbúningi mótsins um vorið og fast að móts- helginni. En allar slíkar áhyggjur fuku á haf út þegar Austfirðingar og mótsgestir vöknuðu í sól og blíðu á mótsstað á laugardeginum. Lundin var létt allan daginn og ekki seig brosið þennan sólglaða júlímorgun þegar mótið hófst og blásið var til setningar. Veðurguðirnir voru móts- gestum hliðhollir alla helgina og svöluðu sunnanvindar fólki aðeins á sunnudeginum. Eins og á öðrum setningum landsmóta gengu þátttakendur til frjáls- íþróttavallar undir fánum sínum. Þar stóðu sveitirnar í fylkingum meðan mótssetning fór fram. Gönguna leiddu tveir stjórnarmenn UMFÍ, þeir Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Guðmundsson og báru þeir bæði íslenska fánann og Hvítbláin, fána Ungmennafélags Íslands. Eftir gönguna var boðið upp á sérstaka og skemmtilega athöfn þegar fulltrúar frá Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK) afhentu félögum sínum hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UÍA) fánann. HSK var gestgjafi landsmótsins þremur árum áður. Á myndinni hér til hliðar má sjá Stefán Jasonarson, formann lands- mótsnefndar 12. Landsmóts UMFÍ, afhenda Birni Magnússyni, for- manni landsmótsnefndar 13. Landsmóts UMFÍ, Hvítbláin til varðveislu. Björn dró fánann að húni á glæsilegri og stórri fánastöng þar sem hann tók sig vel út og blakti mótið allt. Fáninn var saumaður úr silki og afar vandaður. Ætlun HSK með þess- ari athöfn var að afhenda landsmótum UMFÍ fánann og skyldi hann Björn Magnússon, skólastjóri barnaskólans á Eiðum og formaður lands- mótsnefndar, dregur Hvítbláin, fána UMFÍ, að húni. Stefán Jasonarson, formaður landsmótsnefndar mótsins áður, fylgist með. Gamla myndin: Hvítbláinn afhentur í fyrsta sinn Hvítbláinn var fáni Íslendinga áður en íslenski þjóðfáninn var opinberlega staðfestur með konungsúrskurði 19. júní 1915. Fall- beyging nafns Hvítbláins hefur valdið heilabrotum hjá mörgum í gegnum tíðina og er það ástæða þess að beygingin er tiltekin sér- staklega í umfjölluninni. Samkvæmt Stofnun Árna Magnússonar er beygingin á eftirfarandi hátt: Nf. Hvítbláinn – Þf. Hvítbláin – Þgf. Hvítbláni – Ef. Hvítbláins eftirleiðis afhentur framkvæmdaaðila hvers landsmóts á komandi árum. Það tókst til og athöfnin átti svo eftir að verða að hefð á komandi lands- mótum. Þremur árum síðar afhenti Björn Hvítbláin Guðjóni Ingimundar- syni, sem dró hann að húni á Sauðárkróki við setningu 14. landsmóts UMFÍ þar árið 1971. Takk fyrir stuðninginn FJARÐABYGGÐ VELKOMIN Í SUÐURNESJABÆ

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.