Vesturbæjarblaðið - Dec 2023, Page 15
Jólaljósin voru kveikt á Oslóar
trénu á Austurvelli klukkan 16 á
fyrsta degi aðventu. Fjöldi fólks
lagði leið sína til þess að taka
þátt í athöfninni enda má segja
að hún marki upphaf jólanna
meðal borgarbúa.
Ýmislegt var til skemmtunar í
tilefni dagsins. Sigríður Thorlacius
og Snorri Helgason fluttu jólalög
ásamt hljómsveit. Jólasveinarnir
Bjúgna krækir og Askasleikir
stálust í bæinn til að syngja og
skemmta kátum krökkum. En fyrsti
jólasveininn, Stekkjarstaur, kemur
til byggða 11. desember og þeir
minntu börnin á að vera nú prúð
og þæg svo þau fengju eitthvað gott
í skóinn. Tufti og tröllabörnin voru á
vappi á Austurvelli og heilsuðu upp
á viðstadda, Lúðrasveit Reykjavíkur
lék aðventu og jólalög frá klukkan
15.30. Abdullah Alsabeehg borgar
fulltrúi flutti kveðju frá Oslóarborg
og afhenti þýddar bækur að gjöf
sem gefnar verða á skólabókasöfn í
grunnskólum Reykjavíkur.
Athöfnin sjálf hófst klukkan 16.00
og sá Katla Margrét Þorgeirsdóttir
leikkona um að kynna atriðin.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti
borgarstjórnar þakkaði Oslóarbúum
fyrir gjöfina og vináttuna í gegnum
árin í ræðu sinni. Að því loknu kom
hinn norskíslenski Kristþór Viljar
Danson, fjögurra og hálfs árs og
kveikti ljósin á trénu.
Borgarstjórinn sagaði tréð
í Heiðmörk
Oslóartréð var að þessu sinni sótt
til Skógræktarfélags Reykjavíkur í
Heiðmörk. Tréð er 12.3 metra hátt
sitkagrenitré sem skreytt var með
1,2 kílómetrum af seríu með 11.760
ljósum, 120 gylltum kúlum og svo
er fallega jólastjarnan á toppnum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
sagaði tréð með aðstoð Sævars
Hreiðarssonar skógarvarðar hjá
Skógrækta rfélagi Reykjavíkur.
Oslóar borg hefur í áratugi gefið
Reykvíkingum jólatré sem tákn um
vináttu borganna og sameiginlegar
hefðir og jólagleði. Sendiherra
Noregs Cecilie Willoch, var viðstödd
athöfnina í Heiðmörk og þakkaði
fyrir vinskap borganna tveggja og
þetta falleg tré. Þó svo að Oslóartréð
komi úr Heiðmörk þá hefur það
ekki breytt neinu um vináttuna, því
í stað jólatrés gefa borgaryfirvöld
í Osló grunnskólum í Reykjavík
bækur. „Hanna í Horni sendikvinna“
Færeyja á Íslandi svo gripið sé
til færeysku var einnig viðstödd
athöfnina, en kveikt var á jólatré
sem er gjöf frá Reykjavíkurborg í
Þórshöfn í Færeyjum um liðna helgi.
Tréð í Þórshöfn var einmitt fellt fyrr
í mánuðinum og flutti Eimskip tréð
til Færeyja.
15VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2023
Ertu í hugleiðinugm um að minnka
eða stækka við þig?
Erum með kaupendur og seljendur
óskráðra eigna sem skoða skipti.
Hafðu samband og fáðu frítt
skuldbindingalaust verðmat.
• Góð þjónusta
• Fagljósmyndun
• Sanngjörn söluþóknun
Þínir menn í Vesturbænum
Ólafur
Finnbogason
lögg. fasteignasali
Sími: 822 2307
olafur@miklaborg.is
Gunnar
S. Jónsson
lögg. fasteignasali
Sími: 899 5856
gunnar@miklaborg.is
Kristþór Viljar Danson fjögurra
og hálfs árs kveikir á Oslóartréinu
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagar Óslóartréið sem var tekið í
Heiðmörk.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Kristþór Viljar Danson
sem tendraði ljósið á jólatrénu.
Netverslun: systrasamlagid.is