Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202416 9 Husqvarna K7000 Ring Sögunardýpt 32,5 cm Husqvarna K970 Sögunardýpt 15,5 cm Husqvarna K7000 Pre Cut Sögunardýpt 14,5 cm Husqvarna FS400 LV gólfsög Sögunardýpt 16,2 cm Husqvarna FS 500 E rafmagns gólfsög Sögunardýpt 19 cm Husqvarna Rammer Hoppari LT6005 230mm Plata, 69 kg Husqvarna Trowel BG 245 Slípivél, Vinnslubreidd 60 cm Husqvarna K770 14” Steinsög/Hellusög Sögunardýpt 12,5 cm Husqvarna DM230 Kjarnaborvél 150 mm Max Husqvarna K4000 Steinsög Sögunardýpt 12,5 cm Husqvarna K3600 Vökvasög Sögunardýpt 27 cm Husqvarna LF75 Jarðvegsþjappa 97kg, 500 mm Plata HÁ Verslun er með umboð fyrir Husqvarna Construction á Íslandi. Staður og stund: Akratorgi 2. júní kl. 13:30 Söguganga um upphaf skólahalds á Akranesi. Gangan hefst á Akratorgi og gengið verður um miðbæinn, fróðleikur í hverju spori. Þetta er létt ganga og henni lýkur í Skrúðgarðinum. Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Allir velkomnir! Söguhópurinn Kellingar SÖGUGANGA Í skólanum, í skólanum SK ES SU H O R N 2 0 2 4 Nú eru margir farnir að huga að hlaupadagskrá sumarsins og vert er að vekja athygli á utanvega- hlaupi Póstsins. Fimmtudaginn 27. júlí verður Pósthlaupið ræst í þriðja sinn í Dölunum. Skráning er þegar hafin á hlaup.is. „Búðar- dalur mun iða af lífi þennan dag. Hlaupaleiðin er fjölbreytt og falleg og hægt verður að velja úr þremur vegalengdum, 7 km, 26 km eða 50 km. Í markinu í Búðardal verður boðið upp á heilnæma súpu og ís frá Erpsstöðum, hoppukastala og jafnvel skokk um bæinn fyrir yngstu kynslóðina. Björgunarsveitin Ósk og Ungmennafélagið Ólafur pá fá allan þátttökueyrinn óskiptan,“ segir í tilkynningu. Gömul póstleið Undirbúningur er löngu haf- inn en fyrr í vikunni hittust Dala- menn og hlaupagarpar á vegum Póstsins til að stilla saman strengi. „Við tökum glöð á móti þeim sem vilja njóta náttúrunnar með okkur og útiveru, enda Dalamenn þekktir fyrir gestrisni sína,“ segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, einn af skipuleggj- endum í Búðardal. Í Pósthlaupinu er farin gömul póstleið frá Hrúta- firði yfir í Búðardal. „Dalirnir eru mikið sögusvæði, oftar er kannski fornsögunum gert hærra undir höfði og því skemmtilegt að hafa þennan viðburð sem heiðrar sögu nær okkar tímum og störf sem við þekkjum,“ segir Ingibjörg. Ungmennafélagið er eitt elsta starfandi félag í Dölunum en það varð 115 ára í febrúar. „Félagið sér um rekstur líkamsræktarstöðvar í Búðardal sem er vel nýtt. Í tilefni af afmælinu langar okkur að bæta við stuttri hlaupaleið fyrir yngsta hópinn, 1,5 km spotta í bænum. Svo nefndu félagsmenn við mig um daginn að það ætti að hvetja alla „eldri félaga“ í Umf. Ólafi Pá að koma og hlaupa með okkur í sumar í tilefni afmælis félagsins.“ Afslöppuð sumargleði Ingibjörg segir að unnið hafi verið ötullega að því að festa Pósthlaupið í sessi hjá heimamönnum. „Segja má að þátttakendur hérna heima í héraði séu allt árið með hugann við skipulagninguna. Við veltum fyrir okkur hvað megi bjóða hlaupurum og gestum upp á og hvernig við getum fengið fleiri ungmenni og börn með okkur í lið, svo fátt eitt sé talið. Það besta við Pósthlaupið er þessi afslappaða sumargleði. Fólk er komið til að njóta náttúru, útsýnis og útiveru og einhverjir hafa sett sér markmið um árangur í hlaupinu. Gleðin er allsráðandi, til dæmis var gaman í fyrra þegar bændur tóku upp á því að skreyta heyrúllur með hvatningarorðum til hlaupara. Skemmtidagskráin sem tók við þegar allir voru komnir í mark er líka eftirminnileg,“ segir Ingibjörg að lokum. mm Hlaupa gamla póstleið í Dölunum í lok júlí Hetja hlaupsins 2022 var Jósep Magnússon sem hljóp 50 kílómetrana á 3 klukku- stundum og 50 mínútum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.