Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 20248 Aflatölur fyrir Vesturland 18. til 24. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 18 bátar. Heildarlöndun: 17.237 kg. Mestur afli: Ísak AK 67: 2.275 kg í tveim löndunum. Arnarstapi: 28 bátar. Heildarlöndun: 6.187 kg. Mestur afli: Hrólfur AK 29: 1.244 kg í tveim löndunum. Grundarfjörður: 27 bátar. Heildarlöndun: 343.830 kg. Mestur afli: Sigurborg SH 12: 63.909 kg í einni löndun. Ólafsvík: 49 bátur. Heildarlöndun: 216.913 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH 137: 42.203 kg í þremur löndunum. Rif: 33 bátar. Heildarlöndun: 359.990 kg. Mestur afli: Tjaldur SH 270: 67.451 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 25 bátar. Heildarlöndun: 59.725 kg. Mestur afli: Sigri SH 0: 12.996 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu 1. Tjaldur SH – Rif: 67.451 kg. 21. maí. 2. Sigurborg SH – Grundarfj: 63.909 kg. 20. maí. 3. Rifsnes SH – Rif: 61.226 kg. 21. apríl. 4. Runólfur SH – Grundarfj: 58.248 kg. 21. maí. 5. Frosti ÞH – Grundarfj: 53.631 kg. 21. maí. hig Kosið í fjölbraut að þessu sinni AKRANES: Næstkom- andi laugardag verður sjö- undi forseti lýðveldisins kos- inn. Nýr kjörstaður er á Akranesi, í stærsta sveitarfé- lagi landshlutans. Nú verður kosið í húsi Fjölbrauta- skóla Vesturlands við Voga- braut 5. Í undanförnum kosningum hefur ýmist verið kosið í Brekkubæjarskóla eða í Íþróttahúsinu á Jaðars- bökkum. Kjörfundur á Akra- nesi hefst klukkan 9 en lýkur klukkan 22. Kjördeildir eru fjórar á Akranesi. -mm Sjómannadags­ blað Snæfells­ bæjar SNÆF: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar kemur út fyrir sjómannadag líkt og áður. Í blaðinu er að finna fjölmörg viðtöl og annað efni. Það byrjar á viðtali við 84 ára sjó- mannskonu í Ólafsvík sem hefur frá mörgu að segja. Hún segir frá sinni sjómennsku á árum áður en hún var kokkur á síldveiðum og segir einnig frá öðru áhugaverðu sem á daga hennar hefur drifið. Þá eru viðtöl við sjómenn bæði úr Snæfellsbæ og annars staðar og ungar konur eru með góðar greinar í blaðinu. Einnig eru myndir frá sjómanna- dögum úr bæjarfélögunum og greinar um sjómenn sem heiðraðir voru á síðasta sjó- mannadag. Fjölmargar myndir prýða blaðið sem er 92 síður að stærð. Blaðið er brotið um í Steinprenti í Ólafsfs- vík og prentað í Litlaprenti ehf. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhannsson. –fréttatilk. Sett hefur verið upp sjálfvirk veður- drónastöð við Vatnsholtsvötn í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Það er fyrirtækið Menapia sem séð hefur um uppsetningu ýmissa tækja á svæðinu. Þar er dróni sem tekur sig á loft, beint upp í um tveggja kíló- metra hæð og tekur veðurupplýs- ingar. Veðrið í Staðarsveit hefur löngum verið mikið rannsóknarefni en fyrirtækið er í góðu samstarfi við Ólaf Rögnvaldsson, sem á og rekur veðurfars-vefsíðuna Belgingur.is. hig Eins og greint var nýverið frá í Skessuhorni er sundlaugin í Stykkishólmi lokuð þessa dag- ana vegna viðhalds. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að viðhaldsframkvæmdir gangi vel en búið er að reisa einfalda yfir- byggingu yfir sundlaugina til að forðast vætu á meðan á framkvæmdum stendur. Á meðan unnið er að endurbótum á yfir- borðsefni sundlaugarinnar er tím- inn einnig vel nýttur í önnur viðhaldsverkefni. Má til dæmis nefna smávægilegar lagfæringar á innilaug, endurbætur á flísalögn í kringum laugar, viðhald á sturtu- klefum og fleira. Þá var ákveðið, eftir að framkvæmdir hófust, að skipta um yfirborðsefni á vaðlaug í leiðinni, en flísar á vaðlauginni voru orðnar lélegar. Nýtt yfir- borðsefni verður því einnig sett á vaðlaugina. Vinnu við klefana er nú að ljúka og stefnt er að því að opna innilaugina í næstu viku. Samkvæmt áætlun á vinnu við úti- laugina að ljúka fyrir mánudaginn 3. júní. vaks Eigandi Daltúns í Reykholts- dal lagði í janúar síðastliðnum fram kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem hann kærði þá ákvörðun Borgar- byggðar að innheimta sorpgjald fyrir rekstur grenndar- og sorpstöðvar á sama tíma og öllum grenndar- stöðvum utan Borgarness hafi verið lokað. Einungis væri hægt að nálg- ast grenndarstöð við Sólbakka í Borgarnesi, um 44 kílómetrum frá húsi viðkomandi. Var þess kraf- ist að ákvörðun sveitarfélagsins um álagningu yrði felld úr gildi. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar kemur fram að málavextir hafi verið þeir að með álagningarseðli fast- eignagjalda fyrir árið 2024, sem barst eiganda Daltúns 18. jan- úar 2024, var álagt gjald að fjár- hæð 32.280 krónur vegna reksturs grenndar- og móttökustöðvar sorps. Andmælti viðkomandi réttmæti gjaldsins og krafðist ógildingar. Vísað var til þess að í byrjun árs hafi sveitarfélagið lokað grenndar- stöð á Grímsstöðum í Reykholtsdal. Verði því að álykta að tæknilega sé það ógerningur að rukka fyrir slíkan rekstur. Sveitar félagið geti vart verið heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sem ekki væri í boði eða aðgengileg. Grenndarstöðvar finn- ist ekki lengur og tæplega verði ætl- ast til þess að ekið sé með almennt heimilis sorp 44 km leið í móttöku- stöð með takmarkaðan opnunar- tíma. Í andmælum Borgarbyggðar við kærunni er bent á að gjald fyrir söfnun, meðhöndlun, móttöku og flokkun úrgangs í Borgarbyggð sé lagt á í samræmi við lög um með- höndlun úrgangs og samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Borgar- byggð. Þá liggi einnig fyrir gjald- skrá fyrir söfnun, meðhöndlun og flokkun úrgangs í sveitarfélaginu sem sæki stoð í framangreind lög og samþykktir. Gjaldinu sé almennt skipt eftir því hvaða þjónustu við- komandi aðili fái þ.e. hvernig tunnur hann sé með, hversu stórar og hve oft losun fari fram. Kærandi hafi afþakkað sorptunnur við hús- næði sitt. Í gjaldskránni sé einnig gjald sem öllum beri að greiða vegna reksturs grenndar- og mót- tökustöðva enda geti þeir aðilar nýtt sér viðkomandi þjónustu. Þá kemur fram í málsrökum sveit- arfélagsins að kostnaður við sorp- mál sé mikill hjá því og fari stöðugt vaxandi í takti við auknar kröfur um meðhöndlun úrgangs. Hafi verið talsverður rekstrarhalli af málaflokknum. Sé litið til niður- stöðu rekstrarreiknings Borgar- byggðar varðandi þessi mál komi í ljós að sveitarfélagið þurfi að hækka gjaldið sem innheimt sé fyrir þessa þjónustu til að það standi undir þeim kostnaði sem til falli ár hvert. Borgarbyggð telji það ótvírætt að með vísan til framangreinds skuli fasteignaeigendur greiða gjald til sveitarfélagsins fyrir þessa þjónustu og hafnar því beiðni eiganda fast- eignarinnar Daltúns um að gjaldið verði fellt niður. Í lokaorðum úrskurðarnefndar um kæruna segir m.a. að lög um meðhöndlun sorps segi ótvírætt að það sé grunnþjónusta í sveitar- félagi að halda úti þjónustu vegna sorp og beri það ríkar skyldur til að tryggja að sú þjónusta sé í föstum skorðum. Þjónustan er þess eðlis að hún má ekki falla niður þótt einhverjir íbúar nýti sér hana ekki, enda er sveitar- félagi beinlínis skylt að innheimta gjald fyrir meðhöndlun úrgangs. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýs- ingum og gögnum tekur umdeilt gjald mið af áætluðum kostnaði sveitarfélagsins við veitta þjón- ustu vegna sorphirðu en það hefur raunar verið undir raunkostnaði. Úrskurður nefndarinnar er því: „Hafnað er kröfu kæranda um að felld verði úr gildi ákvörðun Borgarbyggðar frá 18. janúar 2024 um álagningu gjalds vegna reksturs grenndar- og móttökustöðvar sorps í sveitarfélaginu.“ mm Sveitarfélaginu er skylt að innheimta sorpgjöld Framkvæmdir við sundlaug Stykkishólms ganga vel Yfirbyggingin yfir sundlaugina. Ljósm. stykkisholmur.is Flugbannssvæði við Vatnsholtsvötn í Staðarsveit Tækjabúnaðurinn í Staðarsveitinni. Ljósm. Ólafur Rögnvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.