Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202428 Skarðsvík ehf. Magnús SH 205 Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn SK ES SU H O R N 2 01 5 Síðastliðinn föstudag voru 78 nem- endur brautskráðir frá Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi, af níu mismunandi námsbrautum. 15 ljúka burtfararprófi úr raf- virkjun og einn bæði burtfararprófi í rafvirkjun og viðbótarnámi til stúdents prófs. Einn lauk burtfarar- prófi í vélvirkjun og einn útskrif- ast úr meistaraskólanum. Þrír ljúka burtfararprófi af sjúkraliðabraut. 29 luku stúdentsprófi af opinni stúdents braut, tveir af félagsfræða- braut og 15 af náttúrufræðabraut. Þrír nemendur útskrifuðust af starfsbraut. Níu ljúka viðbótarnámi til stúdents eftir nám í iðngrein. Ole Pétur Ahlbrecht, nýútskrifaður rafvirki, hlaut viðurkenningu skól- ans fyrir bestan námsárangur með meðaleinkunn 9,53. Dröfn Viðarsdóttir, aðstoðar- skólameistari, setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir skóla- meistari flutti ávarp. Í því ræddi hún m.a. um hvernig hamingjan sé endalaust verk í vinnslu, hvatti til að sleppa símanum og taka afstöðu og taka þátt, mæta á staðinn og gera gagn. Einnig nefndi hún mikilvægi gróskuhugarfars og kom með góð ráð fyrir nemendur út í lífið. Tón- listarflutningur við athöfnina var í höndum nemenda sem tóku þátt í uppsetningu Leiklistarklúbbsins Melló á Grease; Gígja Kristný Stefánsdóttir söng lagið „Ég sé aldrei eftir því“ og Bergþóra Edda Grétarsdóttir söng lagið „Von og þrá“. Hljómsveit skipaði Hjalti Rafn Kristjánsson á trommum, Ell- ert Kári Samúelsson á bassa, Pétur Óliver Einarsson og Ákos Koppány Kolcsar á gítar og Flosi Einarsson á hljómborð. Jóel Þór Jóhannesson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema þar sem hann þakkaði starfsfólki, for- eldrum, samnemendum og ekki síst tækninni fyrir liðin ár, minnti útskriftarnema á að framtíðin er full af tækifærum og hvatti þá til að elta draumana sína og gefast aldrei upp. Björgvin Þór Þórarinsson, fyrrverandi nemandi skólans, flutti einnig ávarp þar sem hann hvatti útskriftarnema til að sjá tækifærin þegar þau birtast, grípa þau og jafn- framt ekki festast í langtímamark- miðum. Viðurkenningar Eftirtaldir nemendur fengu verð- laun og viðurkenningar t.a.m. fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum (nöfn þeirra sem gefa verðlaun eru innan sviga): • Agnes Rún Marteinsdóttir hlaut hvatningaverðlaun (Zontaklúbbur Akraness). • Andri Steinn Björnsson fyrir góðan árangur í rafiðn- greinum (Raf-Pro). • Kristján Magnússon fyrir góðan árangur í rafiðn- greinum (Raf-Pro). • Dagur Smári Pétursson fyrir góðan árangur í rafiðn- greinum (Sjammi). • Ole Pétur Ahlbrecht fyrir góðan árangur í rafiðn- greinum (Norðurál). • Thelma Björg Rafnkels- dóttir fyrir ágætan árangur í ensku (Landsbankinn). • Þórður Freyr Jóns- son fyrir ágætan árangur í ensku (Landsbankinn). • Ingibjörg Svava Magnúsardóttir fyrir góðan árangur í spænsku (Rótarýklúbbur Akraness). • Íris Rakel Aðalsteinsdóttir fyrir góðan árangur í íslensku (FVA). • Sigurjón Jósef Magnússon fyrir góðan árangur í ensku (Íslandsbanki). • Daníel Prizginas fyrir góðan árangur í ensku (Íslandsbanki). • Dagný Líf Kristófersdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Elkem). • Aníta Hanna Krist- jánsdóttir fyrir ágætan árangur í íslensku (FVA). • Arnar Gaui Björnsson fyrir góðan árangur í ensku og þýsku (Penninn Eymundsson). • Elsa Maren Steinarsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku (FVA) og stærðfræði (Skaginn 3x). • Líf Ramundt Kristinsdóttir fyrir góðan árangur í ensku (Tölvu- þjónustan), dönsku (danska sendiráðið), íslensku (FVA), sögu (Sögufélag) og fyrir framlag sitt til umhverfismála og alþjóðlegra samskipta (Soroptimistafélagið). • Jóel Þór Jóhannesson fyrir ágætan árangur í efnafræði (Efnafræðifélagið), líffræði (Elkem), dönsku (danska sendi- ráðið), íslensku og þýsku (Akra- borg) og fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjáns sonar). Hann hlaut einnig menntaverð- laun Háskóla íslands sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í námi auk eftirtektar- verða þátttöku í félagslífi. • Guðbjörg Bjartey Guðmunds- dóttir fyrir frábæran árangur í íslensku (Sjóvá), spænsku (FVA), samfélagsgreinar (FVA), stærðfræði (Stærðfræði- félagið) og íþróttum (FVA). Hún hlaut einnig menntaverð- laun Háskóla Íslands sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í námi og eftirtektar- verðan árangur í íþróttum. Þá hlaut hún einnig viður- kenningu fyrir góðan náms- árangur frá Akraneskaupstað. • Elvíra Agla Gunnarsdóttir fyrir framlag sitt til félags- starfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). • Sigrún Egla Unnarsdóttir fyrir framlag sitt til félags- starfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). • Katrín María Ómarsdóttir fyrir framlag sitt til félags- starfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). • Nói Claxton fyrir framlag sitt til félagsstarfa (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar). • Indíana Mist Daníelsdóttir, Garðar Máni Ágústsson og Prz- emyslaw Fiszer hlutu viður- kenningu og hvatningu til áframhaldandi náms úr Minn- ingarsjóði Lovísu Hrundar. • Ísak Emil Sveinsson sem útskrif- aðist í desember sl. hlaut viður- kenningu úr Minningarsjóði Guðmundar P. Bjarnasonar sem Akraneskaupstaður veitir. mm Stór hópur útskrifaður úr Fjölbrautaskóla Vesturlands Útskriftarhópurinn vorið 2024 með skólameistara og aðstoðarskólameistara. Ole Pétur Ahlbrecht dúx vorið 2024. Ísak Emil Sveinsson og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir hlutu verðlaun frá Akraneskaupstað. Stór og glæsilegur hópur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.