Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 60

Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 60
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202460 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Sími 820 3722 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 02 4 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna www.ebverktakar.is Sími 785 0587 eb@ebverktakar.is — ÖLL ALMENN SMÍÐAVINNA INNI SEM OG ÚTI — Vörur og þjónusta Skagaraf ehf Alhliða rafþjónusta 777 2322 skagaraf@gmail.com Rafþjónusta til þín S agaraf Skagaraf ehf Alhliða rafþjónusta 777 2322 skagaraf@gmail.com Rafþjónusta til þín S agaraf Skagaraf ehf Alhliða rafþjónusta 777 2322 skagaraf@gmail.com Rafþjónusta til þín S agaraf Öflugt afrekssvið í Fjölbraut Pennagrein Afreksíþróttasvið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi tók til starfa haustið 2015 og verður því tíu ára á næsta ári. Sviðið er rekið í góðu samstarfi við Akraneskaupstað og Íþróttabandalag Akraness. Sviðið er ætlað nemendum sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína samhliða námi í skólanum. Góð þátttaka hefur verið á afreksíþróttasviðinu undanfarin ár. Afreksíþróttanemendur FVA fá m.a. tíma í stundatöflu til að æfa í bestu mögulegu aðstöðu, morgun- hressingu, atvinnuþjálfara, fatnað merktan skólanum og farið er í vettvangsferðir. Ríkir jafnan góð stemning í þessum kappsama hópi. Sótt er um afrekssviðið á vef skól- ans, fva.is. Í lok apríl var gefin út skýrslan „Áfram Ísland: Tillögur að fyrir- komulagi afreksstarfs.“ Í skýrslunni eru settar fram tillögur um hvernig megi stórefla afreksíþróttastarf í landinu með fjölbreyttum hætti, styðja betur við afreksíþróttafólk og efla tengsl milli skólakerfis- ins, íþróttafélaga og sveitarfélaga. Vésteinn Hafsteinsson, afreks- stjóri ÍSÍ, leiddi starfshópinn sem vann að skýrslunni fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið. Það verður að segjast að hér stöndum við á Skaganum sterk þar sem þessi tengsl og samstarf hafa alltaf verið til staðar frá upphafi. Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, verkefnisstjóri afreksíþróttasviðs FVA, er einn af fjórum fulltrúum framhaldsskólanna á landinu sem tók þátt í vinnu við þann kafla skýrslunnar sem fjallar um hlutverk framhaldsskólanna í afreksstarfi. Í þeim kafla kemur m.a. fram að afrekssvið og íþróttabrautir fram- haldsskólanna geta gegnt lykilhlut- verki í að draga úr brotthvarfi úr íþrótta- og æskulýðsstarfi, sem er alltof algengt á framhaldsskólaaldri. Svo það er mjög mikilvægt að halda vel utan um þennan hóp og bjóða upp á bestu mögulegu aðstöðu og þjálfun. Í skýrslunni er m.a. lagt til að starfsemi afrekssviða framhalds- skólanna verði samræmd með skýrum reglum og gæðaviðmiðum. Einnig er lagt til að hin nýja Afreks- miðstöð Íslands veiti skólunum sér- fræðiráðgjöf og faglegan stuðning. Til að styrkja afrekssviðin og efla tengsl framhaldsskóla, íþróttafélaga og sveitarfélaga er jafnframt lagt til að framhaldsskólar geti sótt um sérstakan fjárhagslegan stuðning til að mæta hluta af kostnaði sem fellur til vegna aukinnar starfsemi afrekssviðanna. FVA tekur virkan þátt í þess- ari umræðu og fagnar henni. Við bindum vonir við að þessar til- lögur nái fram að ganga og að ný Afreksmiðstöð Íslands verði öflug og hagnýt svo unnt sé að styðja sem allra best við okkar frábæra afreks- íþróttafólk. Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari Fimm umsóknir bárust um styrk í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2024 og var heildar- upphæð til úthlutunar 850 þús- und krónur. Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar síðasta mið- vikudag staðfesti hún afgreiðslu menningar- og markaðsnefndar á umsóknum úr sjóðnum og var til- lagan samþykkt með sjö atkvæðum. Eftirfarandi aðilar fengu styrk: Eigendur jarðarinnar Leirár í Leirársveit, Anna Leif Auðar Elí- dóttir og Ásgeir Kristinsson, fengu 200.000 kr. styrk vegna menningar- viðburða á Leirá á Hvalfjarðar- dögum 16.-18. ágúst 2024. Tónleikanefnd Sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ fékk 150.000 kr. styrk vegna tónleika starfseminnar sumarið 2024. Kór Saurbæjarprestakalls fékk styrk að fjárhæð kr. 150.000 fyrir árið 2024. Stefnan fyrir þetta ár er að halda tónleika með lögum Gunnars Þórðarsonar. Kórinn er eins og áður tilbúinn til að syngja við alls kyns uppákomur í sveitinni ef beðið er um. Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ fékk 100.000 kr. styrk fyrir menningardagskrá á Hallgríms- dögum að hausti 2024 og til að hefja vinnu við kynningarbækling um kirkjuna og listaverk kirkjunnar; listglugga Gerðar Helgadóttur og altaristöflu Lennart Segerståle. Foreldrafélag leik- og grunn- skóla Hvalfjarðarsveitar fékk síðan 250.000 kr. styrk sem ætlaður er sem aukafjármagn til þess að geta gert vorhátíðirnar að veruleika. Vorhátíð Skýjaborgar fer fram 23. maí og Vorhátíð Heiðarskóla verður 31. maí. vaks Hildur Karen Aðalsteinsdóttir verk- efnastjóri afrekssviðs FVA og Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ. Fimm fengu styrk úr Menningarsjóði Stjórnsýsluhúsið í Melahverfi. Ljósm. mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.