Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 29.05.2024, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 202444 Framhald á næstu opnu Mannlífið Talið berst að sveitinni fyrir norðan. „Þegar ég var að alast upp voru þarna sex bæir,“ segir Guðmundur sem fæddur er á Munaðarnesi árið 1939, annar í röð níu systkina. „Það var margt fólk og ágætlega skemmtilegt.“ Svo færist bros yfir andlitið og það kemur saga: „Sérstaklega man ég eftir einum karli; eldri manni sem ég þekkti vel. Hann hét Halldór Jónsson og átti litla trillu með bróður sínum. Halldór hafði afskaplega gaman af því að fara á sjó karlanginn og fór alltaf þegar hann gat. En það var svo skrýtið að hann vildi alltaf hafa mig með sér. Ég var lítill, bara níu eða tíu ára gamall þegar hann vakti mig á morgnana þegar hann fór á sjó. Þá sagði hann gjarnan við mömmu: Ég veit að hann Gumma litla langar á sjó!“ Halldór hafði þar sannarlega rétt fyrir sér í því Guðmund lang- aði alltaf á sjó. „Og ég fór alltaf með honum,“ segir hann. „Hann gaf mér allan fisk sem ég dró og tók aldrei af mér aflahlut, blessaður karlinn.“ Kóngurinn og maturinn Guðmundur segir að Halldór hafi verið skemmtilegur að mörgu leyti og það er ýmislegt sem hann man af honum að segja. „Sonur hans stóð fyrir búi hjá honum síðustu árin,“ segir hann. „En hann vantaði konu. Svo hann skrapp suður um vetrar- tíma og náði í konu og kom með hana heim. Karlinn var afskaplega glaður yfir þessu sem von var og sá á konunni ýmsa stóra kosti sem hann sagði þeim sem heyra vildu. Meðal annars sagði hann að hún hefði verið matráðskona á Bessa- stöðum og hefði verið sérstaklega kölluð til þegar kóngar og forsetar komu í heimsókn. Svo kom Friðrik Danakonungur eitt sinn með sína drottningu og þau fengu náttúrulega góðan mat að borða. Halldór kvað konung hafa verið ofsalega glaðan með þetta og þakkað konunni fyrir matinn. Um leið sagði hann að þetta hefði nú verið eitthvað annað en hel- vítis sullið hjá drottningunni! Þetta var túlkun Halldórs sem var svona hrifinn af tengdadóttur sinni,“ segir Guðmundur og hlær. „Þetta er alveg saklaus saga.“ Halldór þessi lést fyrir tæplega sextíu árum. „Sonur hans og ég vorum miklir vinir og vorum saman á öllum vertíðum,“ segir Guðmundur. „Þessi saga er góð, það er svo ótal margt sem maður man. Það voru fleiri skemmtilegir karlar þarna sem voru aðeins öðruvísi en aðrir og sögðu hlutina á annan hátt. Skemmtilegir og ágætir menn sem voru ekkert hræddir við að koma til dyranna eins og þeir voru klæddir.“ Mið og fiskur Það kemur sérstakur svipur á Guðmund þegar hann rifjar upp sögur af Halldóri. „Gamli Halldór,“ segir hann mildilega og það kemur önnur saga. „Það var lítil trilla sem hann átti og gekk mjög hægt, vélin var svo lítil. Halldóri leiddist svo hvað hann var lengi út á miðin að hann tók í árar og réri með! Hann trúði því sjálfur að það munaði eitthvað um þetta. En það munaði auðvitað engu! Það var um klukku- tíma stím út á miðin, við vorum aðallega á færum. Halldór átti eitt ákveðið mið sem hann veiddi á. Það var hans mið og ef fiskur var ekki þar þýddi ekkert að fara eitthvað annað. Svo kom stundum fyrir að þegar hann varð ekki var mátti ekki setja vélina í gang, en bara róa. Svo reri hann nokkur áratog fram og aftur þangað til hann fann fiskinn og sagði að ef vélin yrði sett í gang færum við of langt frá miðinu. Hann var einstakur maður á margan hátt hann Halldór, og afar góður karl.“ Æskuárin á Munaðarnesi Eins og fram kom hér áður er Guðmundur næstelstur í stórum systkinahópi. Elst var Guðlaug fædd árið 1937, þá Guðmundur Gísli, síðan Guðjón 1942, Samúel Vilberg 1944, Þorgerður Erla 1946, Ragnar Sólmundur 1950, Anna Sig- ríður 1951, Jón Elías 1955 og Ólöf Brynja árið 1961. Heimilið var því stórt og efalaust mikið annríki hjá foreldrunum, þeim Jóni Jens Guðmundssyni og Pálínu Sigurrós Guðjónsdóttur. „Þarna var nokkurs konar sjálfsþurftarbúskapur,“ segir Guðmundur. „Menn áttu 30-40 kindur og báta og fyrir bragðið var nóg að borða. Pabbi var líka þekkt skytta, hann skaut mikið af fuglum í matinn, það voru fáir dagar þar sem hann átti ekki fugla hvaða nafni sem þeir nefndust, þetta var öðruvísi en í dag. Og við átum allt sem að kjafti kom. Svo var pabbi líka grenjaskytta og var mjög duglegur. Hann barð- ist mikið fyrir heimilinu og mamma var nú líka betri en enginn. Það var mjög góð samvinna milli þeirra og reyndar alls fólksins á svæðinu. Ef það þurfti til að mynda að setja niður bát hjálpuðust allir að. Ég man í því sambandi sérlega eftir einni konu; Jónu konu Halldórs. Hún var mjög traust, stór og mikil og það munaði um hana þegar við vorum að setja niður bátana. Hún setti bakið undir að framan og það munaði um minna. Hún og Halldór voru einstaklega gott fólk og þetta var yndislegt samfélag.“ Einar, Indriði og Guðbjörg Guðmundur segir að það hafi alltaf verið nóg af verkefnum á Munaðar- nesi. „Það var heldur ekkert raf- magn eða nein slík þægindi,“ segir hann. „Það þurfti að bera inn mó og spýtur og öskuna út; svo var allt þvegið í höndum á bretti. En það var gott vatn í sveitinni, það kom um leiðslu frá uppsprettu undir fjallinu. Föðurbræður mínir tveir bjuggu á jörðinni með sér búskap, þeir hétu Einar og Indriði. Þeir hjálpuðu alltaf mikið til og ég var mikið hjá þeim. Þeir voru með gamla konu sem ráðskonu sem var mér hálf móðir; hún tók mig mikið að sér og ég hékk lengi í pils- unum á henni. Hún hét Guðbjörg Jónsdóttir og ein dætra minna var skírð eftir henni. Þeir bræður voru barngóðir og áttu mikinn hlut í okkur öllum. Indriði var hjá okkur hjónunum síðustu árin sín og þeir báðir reyndar, Guðbjörg var þá dáin. Indriði lifði lengst og var eins og mubla á heimilinu; einstakt ljúf- menni.“ Tvísýnt um lífið Eitt sinn þegar verið var við hey- skap fékk Jón Jens miklar kvalir í maga. „Hann þjáðist af þessu dag eftir dag,“ segir Guðmundur. „En var samt í heyskap og sló með orfi og ljá. Við vorum með tjald á engj- unum og hann var alltaf að skríða inn í tjaldið þegar hann var sem verstur, en sló alltaf þess á milli og píndi sig eins og hann gat. Um haustið var ljóst að þetta gengi ekki lengur og hann var sendur til Ísa- fjarðar í rannsókn. Þá kom upp úr dúrnum að hann hafði verið með sprunginn botnlanga auk þess að fá lífhimnubólgu. Ég man þegar læknirinn hringdi í mömmu að kvöldi og við hópuðumst öll í kringum hana til að fylgjast með. Hann sagði við hana að það væri tvísýnt um að pabbi myndi hafa þetta af. En hann náði sér alveg, það var talið kraftaverk.“ Fátt um verkfæri Guðmundur var tólf ára þegar faðir hans veiktist. „Ég man þetta alltaf,“ segir hann. „Þegar við systkinin hópuðumst í kringum mömmu og sáum að eitthvað mikið var að. Hún sagði svo sem ekki neitt þá, en nokkrum sögum seinna fréttum við að þetta væri allt á réttri leið. En ég man enn þegar pabbi var í tjaldinu stynjandi undan verkjunum. Hann var allt þetta sumar að berjast við að heyja og píndi sig mikið. Ég var farinn að hjálpa og var sendur á sjó fyrir hann til að draga fisk í soðið. Ég man vel eftir þessu, það var á gömlu trillunni, með föður- bræðrum mínum. Ég hafði líka byrjað að slá með orfi og ljá níu ára gamall. Á þessum tíma var ekkert af tækjum til í sveitinni nema orf og ljár og hrífur. Svo voru hestar „Það líður ekki sú nótt að mig dreymi ekki að ég sé fyrir norðan“ Guðmundur Gísli Jónsson frá Munaðarnesi í Árneshreppi hefur alltaf elskað að vera á sjó. En hann man líka mannlíf og tímana tvenna í íslenskri sveit. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Guðmund og Sólveigu konu hans á fallegt heimili þeirra í Grundarfirði. Guðmundur og Sólveig í stofunni í húsi sínu í Grundarfirði. Pálína Guðjónsdóttir og Jón Jens Guðmundsson foreldrar Guðmundar. Vart er til fegurra útsýni en frá Mun- aðarnesi. Halldór Jónsson. Þótt myndin sé illa farin sést að hann hefur verið svipmikill maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.