Víkurfréttir - 15.05.2024, Side 15
Hafnaði í þriðja sæti
í golfmóti á Flórída
– Þrettán ára kylfingur úr GS tók þátt í Hurricane Junior Golf Tour
Ingi Rafn William Davíðsson,
þrettán ára kylfingur úr Golf-
klúbbi Suðurnesja, tók þátt í
Hurricane Junior Golf Tour á
Red Tail golfvellinum í Flórída
í mars síðastliðnum og náði þar
góðum árangri en hann endaði í
þriðja sæti í sínum flokki. Þetta
var í fyrsta skipti sem Ingi Rafn
tekur þátt í golfmóti erlendis og
var þetta skemmtileg reynsla og
góð byrjun á golftímabilinu. Með
frammistöðu sinni vann hann sér
keppnisrétt á þremur golfmótum
sem fram fara í Flórída og Chi-
cago seinna á árinu.
Ingi Rafn er búinn að vera dug-
legur að æfa golf inni í vetur en
einnig var hann iðinn við að sækja
golfmót víðsvegar um landið síð-
asta sumar. Þá var hann alls með
32 keppnishringi og lækkaði for-
gjöfina talsvert. Þetta hefur tví-
mælalaust hjálpað Inga Rafni á
Red Tail golfvellinum í Flórída en
golfvöllurinn er mjög langur og
þröngur, það hentaði Inga Rafni
einkar vel en hann lenti sjaldan í
vandræðum og hitti flestar brautar.
Það var svo mikil spenna á síðustu
holunum þegar Ingi Rafn náði að
tryggja sér þriðja sætið með einu
höggi.
„Ég hef reynt að mæta á allar
inniæfingarnar í vetur og stundum
tek ég tvöfalda æfingu ef ég get.
Mér finnst þó miklu skemmtilegra
að spila golf úti og því var mjög
gaman að geta spilað golf í Flórída
í góðu veðri og keppa við kylfinga
frá öðrum löndum,“ sagði þessi
ungi og efnilegi kylfingur og bætti
við að hann ætli að æfa vel í sumar
og keppa sem mest til að lækka for-
gjöfina enn meira og reyna að ná í
verðlaun á Íslandsmótinu.
Ingi Rafn stundar ætlar að æfa og keppa
sem mest í sumar til að lækka forgjöfina.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Störf í leik- og grunnskólum
Akurskóli - Kennari eða sérkennari
Akurskóli - Þroskaþjálfi
Akurskóli - Dönskukennari
Félagsmiðstöð Háaleitisskóla - Umsjónarmaður
Háaleitisskóli - Kennari í textílmennt
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á miðstigi
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á yngsta stig
Heiðarskóli - Aðstoðarskólastjóri
Myllubakkaskóli - Kennari á miðstigi
Drekadalur - Deildarstjórar
Leikskólinn Hjallatún - Leikskólakennari
Stapaskóli - Starfsfólk skóla
Stapaskóli leikskólastig - Deildarstjóri
Stapaskóli leikskólastig - Kennari
Tjarnarsel - Leikskólakennarar
Önnur störf
Menningar- og þjónustusvið - Þjónustufulltrúi í þjónustuveri
Menntasvið - Sálfræðingur
Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? - Almenn umsókn
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
MAGGI TÓKA OG HÁMUNDUR ÖRN
MÆTAST Í ÚRSLITUM
Undanúrslitin í tippleik Víkur-
frétta fóru fram um helgina og
kom greinilega í ljós að „kálið
er ekki sopið þó í ausuna sé
komið“. Forystusauðirnir tveir,
þeir Grétar Ólafur Hjartarson og
Gunnar Már Gunnarsson, voru
eflaust búnir að ákveða hvað þeir
skyldu skoða í London samhliða
að mæta á úrslitaleikinn í FA
cup á milli Manchester-liðanna
United og City. Eftir frábæra
frammistöðu í tippleiknum í
vetur voru þeir báðir sjálfsagt
sigurvissir en voru laglega teknir
í bólinu af Magga Tóka sem vann
Grétar 10-8 og Hámundi Erni
Helgasyni sem vann Gunnar Má
9-6. Við þökkum fyrrum liðs-
félögunum Grétari og Gunnari
Má kærlega fyrir góða frammi-
stöðu í vetur.
Einn Íslendingur af 24 náði
þrettán réttum og baðar sá hinn
sami sig upp úr rúmum 3,2 millj-
ónum króna. 29 af 830 sem náðu
tólf réttum keyptu seðilinn á Ís-
landi, fær hver tæpar 35 þúsund
krónur.
Þá er ekkert eftir nema sjálfur
úrslitaleikurinn. Víkurfréttir tóku
stöðuna á Magga Tóka og Há-
mundi. Þar sem Hámundur endaði
í þriðja sæti fékk hann fyrstur
orðið.
„Ég er búinn að svífa um á bleiku
skýi síðan á laugardaginn þegar ég
sá að ég hafði rúllað Gunnari Má
upp. Ég verð að viðurkenna að
ég átti von á meiri mótspyrnu frá
honum, sem telur sig vera voða-
legan getraunaspeking. Það er
greinilega ekki það sama að sjá
um getraunastarfið fyrir Grindavík
með frábærum hætti og vera góður
að tippa. Að klikka svona eins og
hann gerði á ögurstundu, ég átti
von á meiru frá Gunna. Ég mæti
áfram með auðmýktina að vopni í
úrslitlaleikinn á móti Magga Tóka,
hann er greinilega sjóðandi heitur
þessa dagana og ég þarf að kafa
djúpt í reynslubrunn minn til að
vinna hann á sunnudaginn,“ sagði
Hámundur.
„Að sjálfsögðu er ég ánægður
með að koma mér í úrslitaleikinn.
Ef ég man rétt þá heldur Há-
mundur ekki með Manchester
United og þar sem ég veit að
þú, blaðamaður Víkurfrétta, ert
United-stuðningsmaður eins og ég,
finnst mér eins og það sé skrifað í
skýin að ég vinni Hámund og ég
og þú fögnum glæstum sigri okkar
manna á móti City á Wembley. Ég
hlakka mikið til að fara í þessa
ferð,“ sagði Maggi Tóka.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
„ÞRUMAÐ Á ÞRETTÁN“
Maggi Seðill helgarinnar Hámundur
o o o Arsenal - Everton o o o
o o o Man.City - West Ham o o o
o o o Liverpool - Wolves o o o
o o o Brentford - Newcastle o o o
o o o Brighton - Man.Utd. o o o
o o o Chelsea - Bournemouth o o o
o o o Sheff.Utd. - Tottenham o o o
o o o Crystal Palace - Aston Villa o o o
o o o Luton - Fulham o o o
o o o Burnley - Nott.Forest o o o
o o o Inter - Lazio o o o
o o o Real Betis - Real Sociedad o o o
o o o Lille - Nice o o o
Besta deild kvenna:
Keflavík tapaði naumlega fyrir
Íslandsmeisturum Vals í Bestu
deild kvenna eftir að hafa leitt 1:0
í hálfleik með marki Elfu Karenar
Magnúsdóttur (35’). Valskonur
skoruðu tvö mörk á fyrstu fimmtán
mínútum síðari hálfleiks og þrátt
fyrir þunga sókn Keflavíkur undir
lokin urðu mörkin ekki fleiri.
Keflvíkingar eru án stiga í neðsta
sæti eftir fjórar umferðir en leikur
þeirra við Þór/KA í fimmtu umferð
fór fram eftir að Víkurfréttir fóru í
prentun.
Lengjudeild karla:
Njarðvíkingar unnu glæsilegan
3:0 sigur á Dalvík/Reyni í miklum
baráttuleik í Lengjudeild karla
fyrir helgi.
Heimamenn komust yf ir á
markamínútunni þegar Kaj Leo
Bartalstovu átti góða sendingu á
fjærstöng og Jaou Ananias Jordao
Junior kastaði sér fram og skallaði
í netið (43’).
Gunnar Heiðar Þorvaldsson,
þjálfari Njarðvíkinga, gerði tvö-
falda breytingu á 85. mínútu og
það skilaði árangri eftir einungis
þrjár mínútur þegar Freysteinn
Ingi Guðnason fiskaði vítaspyrnu.
Diouck steig á punktinn og skoraði
örugglega (88’).
Hann skoraði aftur skömmu
síðar eftir góða pressu heima-
manna og klaufagang í vörn gest-
anna (90’).
Grindvíkingar tóku á móti ÍR
í fyrsta heimaleik Grindvíkinga
á Stakkavíkurvelli í Safamýri og
komust snemma yfir með skalla-
marki Kwame Quee í leiknum
(10’).
Í uppbótartíma var dæmd víta-
spyrna á Grindavík sem ÍR jafnaði
úr (90’+2). Svekkjandi 1:1 jafntefli
hjá Grindavík sem er í áttunda sæti
Keflavík tapaði með einu marki
gegn engu fyrir Gróttu á Sel-
tjarnarnesi og deila botnsætinu
með Leikni, stigalausir eftir tvær
umferðir.
Keflvíkingar áttu erfitt með að
brjóta vörn Gróttu á bak aftur og
eftir um hálftíma leik var mark
dæmt af Keflavík vegna rangstöðu.
Grótta komst yfir skömmu síðar
eftir góða stungusendingu inn fyrir
vörn Keflavíkur þar sem Tómas
Orri Róbertsson var á auðum sjó
gegn Ásgeiri Orra Magnússyni,
markverði Keflavíkur, sem kom
engum vörnum við (38’).
Keflavík missti mann af velli
í seinni hálfleik og átti sláarskot
í lok leiks en vörn Gróttu hélt
út og Gróttumenn sluppu með
skrekkinn.
Lengjudeild kvenna:
Grindavík vann fyrsta sigur sinn í
Lengjudeild kvenna þegar Grind-
víkingar tóku á móti HK á Stakka-
víkurvelli í Safamýri. Fyrirliðinn
Una Rós Unnarsdóttir skoraði eina
mark leiksins (7’).
Sigur Grindvíkinga er ábyggilega
kærkominn en liðið hefur verið
að missa óvenjumarga leikmenn
í meiðsli að undanförnu, sem
dæmi eru þær Dröfn Einarsdóttir
og Ísabel Jasmín Almarsdóttir að
glíma við beinbrot, Dröfn er með
brotið bringubein og Ísabel Jasmín
er ristarbrotin, og verða því báðar
frá í einhvern tíma.
2. deild karla:
Reynismenn gerðu góða ferð til
Dalvíkur um helgina og unnu sigur
á Kormáki/Hvöt.
Sindri Þór Guðmundsson kom
Reyni yfir (20’) en heimamenn
jöfnuðu skömmu síðar (29’).
Kristófer Páll Viðarsson kom
Reynismönnum í forystu á ný með
marki í uppbótartíma fyrri hálf-
leik (45’+2) og Hubert Rafal Kotus
innsiglaði sigurinn með þriðja
markinu á 58. mínútu.
Þróttur lenti undir snemma í
leiknum (8’) þegar Höttur/Huginn
mætti í Vogana um síðustu helgi.
Mirza Hasecic kom í veg fyrir tap
með marki í uppbótartíma (90’+4)
og tryggði Þrótti fyrsta stigið í
deildinni í ár en tvær umferðir hafa
verið leiknar.
Reynir er með þrjú stig og
Þróttur eitt stig þegar tvær um-
ferðir hafa verið leiknar.
3. deild karla:
Víðir tapaði fyrir Kára í annarri
umferð þriðju deildar með tveimur
mörkum gegn engu.
Fyrri hálfleikur var markalaus
en Víðismenn misstu mann af velli
undir lok hans (42’). Þetta nýttu
Káramenn vel og skoruðu tvívegis
í þeim seinni (77’ og 85’).
Víðir er í áttunda sæti með eitt
stig.
4. deild:
Nýliðar RB töpuðu naumlega fyrir
Hamarsmönnum frá Hveragerði
í fyrsta leik í fjórðu deild karla.
Þetta var fyrsti leikur RB í fjórðu
deild eftir að hafa sigrað fimmtu
deildina á síðasta ári.
Knattspyrnusamantekt
Baráttusigur Njarðvíkinga á Dalvík/Reyni var gulltryggður þegar Freysteinn
Ingi Guðnason var felldur inni í teig gestanna og víti dæmt. VF/JPK
Á meiðslalista.
Ísabella Jasmín
mætir á leik
Grindavíkur og HK en
meiðsli seru að setja
strik í reikninginn
hjá Grindavíkingum.
Mynd/Petra Rós Ólafsdóttir
víkurFrÉttir á SuðurNESJuM // 15