Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 21

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 21
eigi við Gunnar, enda er konungur kallaður vin- ur manna sinna bæði í norrænum skáldskap og í fornenskum (sbr. útgáfu Jóns bls. 156 og til- vitnanir þar). Röksemdafærsla Jóns ber vitni um mikinn fróðleik, sem ekki verður auðveld- lega hrakinn, þeim mun síður sem hér er um mjög gamalt hetjukvæði að ræða. Þessi tegund eddukvæða verður ekki skýrð til hlítar án þess að gera grein fyrir tengslum við annan forn- germanskan kveðskap. Samt teljum við, að hægt sé að halda texta Konungsbókar („vinir Borgunda”), vegna list- ræns forms kvæðisins. Vísuorðið á þá við „þeir", þ. e. a. s. Atla og hans menn, Húna. Hér virðist djarft til orða tekið, miðað við þá atburði sem fylgja, og tortryggni Burgunda í vísunum á undan bendir á allt annað en vináttu. Þó er ljóst, að upphaf kvæðisins fjallar um heimboð: Atli sendir erindreka að biðja Burgundakon- unginn að koma til sín í heimsókn. Ef Gunnar þiggur heimboðið, bíða hans glæsilegar gjafir (sbr. 4. og 5. er.). I raun og veru tjáir Atli hér allt annað en gestrisni, en á yfirborðinu er hann vinur þeirra bræðra. Skáldið lætur kvæðið hefj- ast á þessu heimboði, að því er virðist til þess að skapa sem mesta andstæðu við þá blóðugu at- burði sem gerast í miðju kvæðinu. Að vísu gefur hann þegar í 2. erindinu í skyn, hvílíkum hættu- legum viðburðum lesendur/áheyrendur mega búast við, og allir Burgundar virðast skilja hina eiginlegu ráðagerð Atla, sbr. 2. er. og viðtal þeirra bræðra í vísunum 6.—9. En með því að láta Knéfröð fara mörgum fögrum orðum um heimsókn og gjafir, skapast „Kontrastwirkung", sem e. t. v. kemur skýrast fram í 18. erindi, þar sem fyrirætlun Atla verður framkvæmd. „vinir Borgunda" á þá við Húna og bendir aftur til þeirrar „vináttu" sem heimboðið átti að tákna. („vinir Borgunda" fer einnig betur bragfræði- lega en „vin Borgunda", þar sem kvæðið er að- allega ort undir málahætti.) Þannig má skilja þetta vísuorð sem hæðni („ironi") höfundar gagnvart Atla og Húnunum. Og þessi hæðni, eða andstæða milli hinnar venjulegu merkingar orðsins og inntaks þess í kvæðinu er ekki bundin við 18. vísuna ein- göngu. I 16 .vísunni stendur: „Betur hefðir þú, bróðir, að þú í brynju færir, sem hjálmum aringreypum, að sjá heim Atla;" Orðasambandið „sjá heim Atla" er að vísu tví- rætt, eins og Jón bendir á (bls. 154), en við áiítum þetta tilbrigði við orðalag 3. erindis: „að sækja heim Atla" — vísuorðið á undan er hið sama í báðum vísunum: „með (16. sem) hjálm- um aringreypum" — þannig að merkingin er sennilega hin sama og þar. John Becker1 skilur vísuorðið á sama hátt, svo einnig Lexicon poetic- um.‘ Samkvæmt Gering'1 er merkingin „að sjá heimkynni Atla". Fritzner hefur ekki þetta orða- samband. — Af vísuorðunum á undan verður Ijóst, að sá, sem heimsækir Atla, má ekki búast við venjulegri gestrisni. Ætlunin virðist í báð- um erindum vera að hæða Húnana til þess að dýpka mynd Gunnars enn fremur. Bersýnileg hæðni er einnig í orðum Guðrún- ar við Atla, þegar hún réttir honum bikarinn: „Þiggja knáttu, þengill, í þinni höllu glaður að Guðrúnu gnadda niflfarna." (Útg. Jóns v. 35, Kuhn og Bugge v. 33.) Og má vera, að um orðaleik sé að ræða í 14. erindi: „ef þeir hér vitja kæmi". Gunnar og Högni fara vissulega í heimsókn, en augljóst er, að Atli býst einnig við árás („verðir sátu úti að varða þeim Gunnari"). Nú getur sögnin vitja líka haft merkinguna „sækja í fjandsamlegum tilgangi" (sbr. Fritzner), að vísu aðeins í sam- bandi við eignarfall, en það er ekki ósennilegt að sá merkingarblær sé kominn inn hér. Jón virðist hafa þetta í huga, þegar hann hugsar sér „hér" sem villu fyrir „hans" (útg. bls. 152). En hann fullyrðir ekki neitt, enda lesa útgefendur „hér". 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.