Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 46
málshættir, heldur orðtök eða talshættir. Víst
hefur þessi skoðun komið fram, þótt ekki verði
á hana fallizt hér. Ivar Aasen, sem gaf út safn
norskra málshátta á öldinni sem leið, flokkar
safn sitt í tvo aðalflokka: Ordsprog (málshætti),
sem er meginhluti safnsins, og Mundheld (orð-
tök). Hermestev (sögumálshætti) flokkar hann
undir Mundheld, en Mundheld skýrir hann
þannig, að það sé „saadanne Talemaader, som
ikke give fuld Mening for sig selv alene, men
derimod st0tte sig til en Leilighed, som i 0ie-
blikket er forhaanden eller som forhen er nævnt
og betegnet i Samtalen; f. Ex. „Han har mange
Jern i Ilden". I nogle af disse Talemaader
nævnes virkelig ogsaa den Leilighed, ved hvilk-
en de ere brugte (f. Ex. „Jeg er lige glad, sagde
Smaadrengen; han gik og græd");"13 Þetta voru
nú orð Aasens. Finnur Jónsson segir um flokk-
un hans: „Ivar í Asi hefur þess konar máls-
hætti [þ. e. málshætti, sem lagðir eru einhverj-
um í munn] meðal talshátta aftan við aðalsafn-
ið, en það er óefað miður rjett, og að minsta
kosti rengra en að slengja þeim saman við þá."1'1
Það er auðvitað umdeilanlegt, hvort heldur ber
að „slengja þeim saman við" aðalsafnið eða hafa
þá í sérflokki innan þess, en allar götur held ég
Finnur hafi þarna á réttu að standa um það, að
þetta eru málshættir en ekki orðtök, enda hafa
þeir alveg fastákveðið form og óumbreytanlegt
og standa sjálfstæðir út af fyrir sig, sem orðtök
yfirleitt gera ekki.
I góðri grein um málshætti, sem væntanlega
mun birtast í XII. bindi af Kulturhistorisk
Leksikon síðar á þessu ári, segir Iver Kjær, að
flokka megi málshætti í fjölda flokka og undir-
flokka eftir „stilistiske, syntaktiske og ind-
holdsmæssige kriterier." Þeir helztu, sem þekkt-
ir séu á Norðurlöndum allt frá miðöldum, séu:
1. Figurlige ordsprog („selvstændige sproglige
enheder, der anvendes metaforisk og indf0jes i
konteksten uden at ændre grammatisk form
efter denne." Dæmi: Eftir höfðinu dansa limirn-
ir); 2. Sentenser („dvs. forskellige arter af er-
faringssætninger og leveregler, der forholder
sig til konteksten som de figurlige o(rdsprog),
men i modsætn. til disse kun skal forstás bog-
staveligt." Dæmi: Hófsemi er heilsu bezt.); 3.
Talemdder („adskiller sig fra de figurlige o(rd-
sprog) og sentenserne ved at kunne afpasse per-
son, numerus og tempus efter konteksten ..."
Dæmi: Hann lætur kylfu ráða kasti, ég læt
kylfu ráða kasti. Hér er á ferðinni orðtak, að
láta kylfu ráða kasti.); 4. Wellerismer (þeir ættu
þegar að hafa verið skýrðir nægilega). Höfund-
ur notar „ordsprog" sem „samlingsbetegneise",
og með því að gefa því mjög víðtæka merkingu
tekst honum einnig að fella orðtök (talemáder)
undir það heiti, sem mér finnst reyndar vafa-
samt, eins og áður er á vikið.15
I lslenzkum málsháttum samanteknum af
Bjarna Vilhjálmssyni og Oskari Halldórssyni
segir Bjarni m. a. í inngangi: „Málsháttur helzt
meira og minna í föstum skorðum, og honum
er ætlað að fela í sér meginreglu eða lífspeki."10
Ekki á þetta nú að öllu leyti við um sögumáls-
hætti; þeir fela sjaldnast í sér „meginreglu eða
lífspeki", enda segir tveim blaðsíðum síðar í
innganginum: „Stundum eru þeir [þ. e. máls-
hættirnir} léttvægt mas um sjálfsagða hluti..."
I kaflanum „Helztu formseinkenni íslenzkra
málshátta" er m. a. getið um stuðlasetningu,
endarím, innrím og önnur form bundins máls,
sem algeng séu í málsháttum. Síðan segir: „Enn
er það eitt form málshátra, að þeir eru stundum
lagðir einhverjum í munn, og er þá oft bætt
aftan við málsháttinn orðum eins og „sagði
karlinn", „sagði kerlingin", „sagði refurinn",
„sagði álfkonan" ... Sumt af slíku er þó fremur
máltæki, sem hæpið er að flokka undir máls-
hætti."17 Sögumálshættir falla ekki algerlega
undir neina af þessum skilgreiningum, en geta
verð ég þess, að af viðtali við Bjarna veit ég, að
hann telur rétt að flokka þá með málsháttum
fremur en orðtökum, enda eru nokkrir tugir
slíkra málshátta í bókinni. Þessa málshætti hef
ég nú tínt saman úr bók þeirra Bjarna og Ósk-
ars og birti hér á eftir. Aðferðin er ekki vísinda-
leg. Tilgangur minn er aðallega að gefa mönn-
um allríflegt synishorn sögumálshátta, en ekki
að safna þeim saman úr t. d. öllum prentuðum
46