Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 42

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 42
leggst yfir votlendisjurtir á haustin. Fundvísi skáldsins lætur ekki að sér hæða. Ellefta ljóð: Og hvað er það sem leysir fjötur landsins? Astin, hún „fer á undan / og beygir klettana". Hún er hið eina sem gemr fegrað mannlífið: „þeirra er kærleikurinn mesmr", seg- ir posmlinn. Maðurinn verður að leita út fyrir sjálfan sig, annars er sál hans hætt: Einn sér eyðist tónninn og deyr, í fylgd með öðrum aldrei. Leið hans liggur burt frá þögninni. Þannig er ástin hið frelsandi afl, sem leysir manninn undan fargi þagnar og tómleika. Sú mynd, sem hér er brugðið upp af jafngamal- kunnugu yrkisefni, er hárfín og áhrifarík. Og þá er komið að tólfta og síðasta ljóði Landslags. Ég tel rétt að taka það hér upp í heilu lagi: Og á dagsbrún hljómaldar hillir undir tónríkt sumar. Hljóðnar langspil myrkursins. Leikið frjálst land af nýrri þjóð inn í nýja tíð. Þó hægt lengist ljóðsins vaka og líf mitt sé bundið í klaka ber orð þitt ljósið fram, en leggur ekki þögn í götu þess. Þytur yfir vötnunum. Verði hljómur, segir töddin. Og himinninn iyftir tónsprotanum. Með þessu bjarta og hljómríka líkingamáli lýkur ljóðaflokknum. Risin er ný öld, hljómöld; landið og þjóðin eru endurfædd. Eins og him- inninn færir jörðu landið að gjöf, er það hann, sem stjórnar hljómkviðunni. Það er sannfæring skáldsins, að maðurinn sé þess ekki umkom- inn einn; hann verður að hafa trúarlegan stuðn- ing. Þegar allt hefur brugðizt, er athvarf einung- is í lifandi trúarvissu. Og skáldið er bjartsýnt: ef mannkynið skilur nauðsyn friðar og eining- ar, ber orð þess Ijósið fram. Ég hef nú gefið lesendum örlitla hugmynd um, hversu þessi ljóðaflokkur Þorgeirs Sveinbjarn- arsonar er gerður. Vel er mér ljóst, að umsögn mín er harla ófullkomin, en hér verður að láta staðar numið. Ég vona, að þær tilvitnanir úr Landslagi, sem hér eru birtar, nægi til að gera lesendum ljóst, að hér er um merkilegan skáld- skap að ræða. Landslag er persónulegur, hóf- stilltur óður þroskaðs alvörumanns til lífsins og Ijóssins; og það ber vitni um höfund, sem er gæddur næmari skynjunargáfu og öruggari smekk á íslenzkt mál en flest skáld, sem nú eru á dögum. Venjulega er út í hött að greina milli forms og efnis í ljóðlist; og um Landslag er það að segja, að slík aðgreining er nánast óframkvæm- anleg. Ég sýndi áður dæmi þess, hversu höfund- ur notar gamlar formreglur á frjálslegan hátt. Sumstaðar er viðhöfð stuðlasetning, hálfrím og jafnvel endarím, annarstaðar er slíku hafnað; hvergi hnýtur lesandi um form ljóðanna: svo fullkomlega fellur formið að efninu, eins og í öllum góðum skáldskap. Það er raunar einn galdur skáldskapar að fá lesandann til að gleyma því, að hann hafi nokkurt form: Ijóðmálið streymir fram eins og ósjálfrátt. Ekki kann ég að nefna nokkurt íslenzkt skáld eða skáldverk, sem orðið hefur höfundi Landslags sérstök fyrirmynd; Þorgeir Svein- bjarnarson er semsé furðu sjálfstætt skáld. Nátt- úruskynjun hans kann að vera af líkum toga spunnin og hjá Snorra Hjartarsyni og Hannesi Péturssyni, þótt þar sé fráleitt um áhrif að ræða. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.