Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 3
MÍ MIR
BLAÐ FÉLAGS STÚDENTA í ÍSLENZKUM FRÆÐUM
6. árg. — 2. tbl. — Reykjavík — júní — 1967
Ritnefnd: Brynjúlfur Sæmundsson (ábm.)
Guðjón Friðriksson
Höskuldur Þráinsson
Prentsmiðja Jóns Helgasonar
UM BLAÐIÐ
Fyrsta tbl. af MÍMI kom út í apríl 1962. Það blað var gefið út í tilefni af fimmtán
ára afmæli MÍMIS, félags stúdenta í íslenzkum fræðum. Nú eru MÍMIS-blöðin orð-
in elléfu og eru öll fáanleg enn. — Eins og oftast áður er blaðið eingöngu skrifað
af stúdentum í íslenzkum fræðum, og verður vonandi haldið áffam á sömu braut.
Greinar eftir lærða íslenzkufræðinga myndu að vísu auka á fjölbreytni blaðsins, en
e. t. v. líka verða til þess, að nýliðar í deildinni fengjust síður til að birta ritsm'íðar
Sínar þar af ótta við að verða léttvægir fundnir við hlið hinna lærðu manna.
Efni ellefta blaðsins er úr öllum greinum „fræðanna" og kannski rúmlega það. Um
myndskreytingu bóka hefur ekki verið skrifað fyrr í MÍMI og sjaldan verið minnzt
á málfar og málnotkun. Þyki mönnum eitthvað of eða van í efnisvali, er gagnrýni
kærkomin, en benda má á það, að formfestan er ekki bezta vinkona MIMIS, enda
hæpið að hann ykist að efni og frægð með slíkan lífsförunaut sér við hlið. — Svo
að vikið sé að tæknilegri hlið, eru lesendur beðnir að athuga, að lykkju-ö var ekki til
í prentsmiðjunni í smærra letrinu, og er því notað venjulegt ö í tilvitnunum í forn
rit í stað þess. — Meðal efnis næsta blaðs verður: „Bókaeign Möðruvallaklausturs
1461."
MIMIR nýtur álits víðar en meðal stúdenta í íslenzkum fræðum. Háskólakennarar
benda nemendum sínum á greinar þar, og vinsamlegar raddir um blaðið höfum við
heyrt úr ýmsum áttum. Það er von okkar, að MIMIR megi enn njóta aukins álits og
vinsælda. — Þakkir öllum, sem á einhvern hátt hafa stutt blaðið, ekki sízt PJH og
auglýsendum.
3