Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 15

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 15
um."11 Þessar orðalíkingar eru þó svo smávægi- legar, að óþarfr virðist að gera ráð fyrir rittengsl- um, en benda má á, að báðir höfundar eru að skyra frá svipuðum fyrirburði, og er þá eðiilegt, að þeim verði á að nota sömu orð. Vel má vera, að frásögn Laxdælu hafi orðið höfundi Njálu kveikja í þessa lýsingu, en eðlilegt sýnist einnig að telja hér vera um flökkusögn að ræða. Ætla má, að það hafi verið fremur fátíður hetjuskapur að gera menn svo snarlega höfðinu skemmri sem hér segir frá, og mættu því vel hafa gengið um þetta atvik miklar sögur, sem síðan hefðu fiutzt milli sögupersóna. C. Sömu frásagnarefni Þegar hér er komið sögu, snýr E. O. S. sér að at- hugun á þeim stöðum í Laxdælu og Njálu, þar sem sagt er frá sama atburði eða sama manni. Eins og liggja virðist í augum uppi, hljóta að verða mestar líkur fyrir rittengslum tveggja sagna, þar sem báðar segja af hinum sama. En nú verður undarlegt uppi: Frá einum sagnfræðileg- um atburði, þ. e. kristnitöku, er sagt í báðum sögunum, og þá kemur í ljós, að höfundur Njálu hefur algerlega hunzað heimildir Lax- dælu, hafi honum á annað borð verið þær kunn- ar, sem ekki skal dregið í efa. Vel má fallast á þá skyringu E. Ó. S., að Njáluhöfundur hafi far- ið eftir sjálfstæðum þætti, *Kristniþætti, miklu greinargleggri en Laxdælu, en ekki verður um- yrðalaust fallizt á þá kenningu E. 0. S., að annars „mætti hún [Njála] vel hafa farið eftir Laxdælu með þetta.”42 Ekki verður séð, hvað komið hefði höfundi Njálu til að breyta staðar- heiti (Alftafjörður — Gautavík), tímasetningu (laugardagur fyrir páska — Mikjálsmessa) og fleiru. Virðist að minnsta kosti augljóst, að hann hefur ekki notað Laxdælu sem venjulegt heim- ildarrit. • Þar sem báðar sögur segja frá sama manni, er um að ræða ekki ómerkari persónu en Hrút Herjólfsson. Ber sögunum þar þéttingsmikið á milli, en mest þó um tímatal. Helzta áherzlu leggur E. Ó. S. á þann mismun í frásögninni, að Njála geri ekki ráð fyrir, að Hrútur hafi þekkt Gunnhildi kóngamóður, áður en hann fer út til Islands. Telur E. Ó. S., að þetta megi skýra á tvennan hátt. I fyrsta lagi geti Njála verið söguleg og tímatalsleg leiðrétting á Laxdælu og í öðru lagi kunni höfundur Njálu að hafa viljað skapa allt aðra mynd af Gunnhildi en Laxdæla sýni.'13 Vel má þetta vera rétt skýring, en þó sýn- ist einfaldara að gera ráð fyrir, að höfundur Njálu fari hér alls ekki eftir Laxdælu, heldur einhverri allt annarri fyrirmynd, eða frásögn, munnlegri eða skrásettri. Sú orðalíking, sem E. Ó. S. telur vera með lokaorðum beggja frásagn- anna, er í því einu fólgin, að í Njálu segir: „Hrútr gekk þegar til skips ok sigldi í haf, ok gaf honum vel byri ok tóku Borgjarfjprð,”44 en í Laxdælu segir: „... en Hrútr stígr á skip ok siglir í haf. Honum byrjaði vel, ok tók Breiða- fjprð.”45 Þessi orðalíking virðist auðskýrð með því einu, að báðir höfundar eru að segja frá sama fyrirbæri, þ. e. sjóferð, og nota þá eðlilega ekki gjörólíkt orðalag. Enn getur E. Ó. S. nokkurra atriða, sem hann telur, að gætu verið frá Laxdælu komin í Njálu, en þó tekur hann skýrt fram, að þar sé aðeins um hugsanlegar líkingar að ræða, og þá því aðeins, að áður teldist sannað, að tengsl væru milli sagn- anna.4<’ Hér skal því ekki fjölyrt um þessi atriði, en horfið að því að reyna að draga saman at- huganir úr greinarkorni þessu og sjá, hverjar niðurstöður má af þeim draga. NIÐURSTÖÐUR Þegar komið er að lokum, sýnist mér liggja beint við að freista að svara spurningunni: Þekkti höfundur Njáls sögu Laxdælu? — Þess- ari spurningu leyfi ég mér að svara játandi á sömu forsendum og gert var hér í upphafi, en raunar litlum öðrum, því að ég er alls ekki eins trúaður á mikla notkun hans á Laxdælu og t. d. E. Ó. S. Þó tel ég allmiklar líkur til, að sum efn- isatriði Njálu eigi rætur sínar að rekja til Lax- dælu, og eru þessi þeirra helzt: 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.