Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 39

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 39
Lémagna jörð. Litið er til himins um lítinn kufungaglugga. Og gjöf himinsins er landið. Þannig er ljóðaflokkurinn opnaður, hér er lýst sköpun landsins; þannig hefst samspil hafs, lands og himins. Við sjáum strax, að náttúran er persónugerð; þessu gamalkunna listbragði beitir höfundur af mikilli smekkvísi. Óróleiki hafsins er skemmtilega undirstrikaður með orð- unum: laust í rásinni. Við sjáum þetta kunn- ugiega orðtak í nýju ljósi, þegar það er notað í þessu óvanalega samhengi. Slíkri tækni beitir skáldið mjög í Ijóðaflokknum, eins og sýnt mun verða. Litið er til himins um lítinn kufunga- glugga: þessi orð benda strax til hinnar trúar- legu hliðar ljóðanna; hins æðsta skal leitað frá hinu smæsta. Hin fögru niðurlagsorð fyrsta kaflans vitna um, hve trúarkennd skáldsins er heil og einlæg. I öðru ljóði er frumbernsku landsins lýst. Og það er vert að taka fram strax í upphafi, að þeg- ar talað er um landið í þessum Ijóðum, er jafn- framt átt við þjóðina; land og þjóð verða ekki sundur greint, og það er þessi samskilningur, sem gerir Landslag að öðru og meira en fal- legri náttúrulýsingu. — Hér er landið að vakna til vitundar, en hugsýn þess skortir staðfestu, hún „berst út með flóðinu, / blakknar á skeri / og marar / í kafi". Með þverstæðunni: „Ann- arleg strönd velkist hrjáð / fyrir hafi", fær eymd og bjargarleysi landsins aukna áherzlu; en við sjáum djarfa fyrir nýrri tíð, því að blærinn letrar ljóð moldarinnar í hrjóstur landsins. Og kafl- anum lýkur: „Á undan fer ástin / og beygir klettana". Þessi líking er mjög fögur og er not- uð síðar í ljóðaflokknum, eins og við munum sjá. I þriðja kafla er brugðið upp ídýllskri mynd af landinu: náttúran er með hýrri há. Holtið hjalar, lækurinn hlær; „rauður ilmur kvöldsins í kjarrinu", tökum eftir þessu smekklega líking- arafbrigði. Og útrænan kemur, frelsisþeyrinn: dögun yfir land og lýð. Athugum fimlega út- færða líkingu um útrænuna: Blaðar í skóginum, les ljósstafi á kvisti og lærir hverja grein. En á eftir lausninni og gleðinni vegna hennar fylgir þögn, tómleiki. Hér er eitthvað óheilt að baki: frelsiskenndin á sér ekki þann hljóm- grunn, sem vænta mætti. Náttúrulýsingin í næsta ljóði er sýnu óróm- antískari en í hinu þriðja: Grá mýri, lauskvik síki, svakki, flög. Allt er óhreint og ömurlegt, rotið: Og áin lyppast aurkær og seyrin um slakka, slímug og þung með hola rödd þegar hringiðan grefst undir bakka. Og framundan lónið sem lyftir engum tón. Hvað er skáldið að fara með þessu? Gæti ekki verið, að hér séu túlkuð vonbrigði þess, að Is- land skyldi svo fljótt stefna endurheimtu frelsi í voða vegna linkindar í garð erlendra stór- velda, samfara rýrnandi þjóðerniskennd og veikluðu siðferðismati? Að vísu er enginn neyddur til að leggja þennan skilning í túlkun höfundar, en ég þykist hafa vissu fyrir, að þetta hafi ekki hvað sÍ2t vakað fyrir honum. Mér virð- ast lokaorð kaflans þessu til stuðnings: Hver verður, land mitt, þinn hljómur? Hvar er þitt fjall? Hér spyr skáldið þjóð sína einfaldlega: Hvar er stolt þitt, hvaða tón hefur þú sjálf að leggja í hljómkviðu þjóðanna, hver er reisn þín? Þess- ar spurningar eru vissulega ekki ótímabærar. En ný mynd tekur við í næsta kafla. I fimmta ljóði skyggnist skáldið víðar. Það ávarpar nútímamanninn, sem lifir „birtingu 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.