Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 18

Mímir - 01.06.1967, Blaðsíða 18
sagnir, fremur vel fallin til myndrænnar túlk- unar; stíll hennar dregur aðeins fram aðalatrið- in: Flóki hafði hrafna iij. með sér í haf, ok er hann lét lausan enn fyrsta, fló sá aptr um stafn; annarr fló í lopt upp ok aptr til skips; enn þriði fló fram um stafn í þá átt sem þeir fundu landit... (Fortællinger fra Landnámabók, udg. af Jón Helgason, 4. bls.). Góður listamaður hefði fært sér þessa frá- sögn vel í nyt. Þó að stíllinn sé raunsær og knappur, gefur hann ekki tilefni til smámuna- legrar myndtúlkunar realismans. Miklu fremur er frásögnin impressionistísk. Málari eða teikn- ari, sem túlkaði frásögnina fígúratíft, veldi því að öllum líkindum þann myndstíl. Fyrsta teikn- ing Halldórs Péturssonar er af þessum atburð- um. Hans mynd sýnir Flóka, þar sem hann stendur við borðstokk á skipi og er nýbúinn að sleppa hinum þriðja hrafni, ef marka má mynd- artexta; heldur hann annarri hendi um kaðalstag eitt, en með hinni bendir hann í átt til hafs. Þar sem þeirri hendi sleppir, má líta svartan fogl á flugi. Hann virðist hafa verið að hefja sig til flugs, en vængjaburður hans er næsta ósennileg- ur, ef ekki beinlínis rangur, sé miðað við raun- sæja gerð myndarinnar. Maðurinn, sá partur bátsins sem sést, og kaðalstög tvö þekja nær allan hægri helming flatarins; í þeim vinstri vegur ekkert upp á móti nema hrafninn. Hlut- föllin eru ójöfn; innri form einstakra hluta myndarinnar ná ekki samræmi. Teiknarinn beit- ir klaufalega andstæðum; skyggðum flötum er raðað niður af handahófi; innsynin verður döp- ur, sviplaus; teikninguna skortir samstilling. Halldór Pétursson reynir líka að gera sér far um að túlka skaphöfn persónanna, sem við sög- ur Jónasar koma. Hann leitast þar við að tengja saman tvo þætti dráttlistar: annars vegar ex- pressionistískan, hins vegar realistískan. Þetta fer í handaskolum. Ýkt, stundum óvart skopleg, svipbrigði persónanna falla illa inn í raunsæja -rómantíska eftirlíking af veröld forfeðranna. Teiknarinn dregur garpana í einn dilk; þeir fá allir á sig einhvern ámáttlegan sauðarsvip. Af- leiðingin verður vitaskuld stílleysa, lágkúra. Fyrir utan myndina af Hrafna-Flóka má benda á teikningarnar af Hallgerði og Bergþóru (55. bls.) og Gunnari og Hallgerði (56. bls.). — Annað er og, að til þess að draga upp sannferð- uga eftirmynd af liðnum þjóðháttum þarf stað- góða vísindalega þekkingu. Annars verður lýs- ingin kákið eitt. Halldór Pétursson hrasar hér líka. Klæðnaður Flóka er til að mynda fremur í ætt við stakk frá 19du öld en sjóföt frá þeirri 9du. Varla er þó teiknarann þar einan um að saka. Sumt verður að skrifast á reikning útgef- andans, Kristjáns J. Gunnarssonar. Hefði honum verið í lófa lagið að bera slík atriði undir sér- fræðing. Þær myndir, sem hér hefur verið minnzt á, eru dágóð dæmi um grunnfærnisleg og ólistræn vinnubrögð Halldórs Péturssonar. En hann læt- ur sér ekki nægja að misþyrma hetjum Hriflu- Jónasar. Hann vegur að ljóðum og öðrum skáld- skap helztu skálda þjóðarinnar að fornu og nýju. A ég hér við Skólaljóð (útg. Kristján J. Gunn- arsson) og Lestrarbók I—IV (útg. Arni Þórðar- son, Bjarni Vilhjálmsson og Gunnar Guð- mundsson). Teiknarinn gerir sig hér sekan um sams konar lágkúru og í Islandssögu Jónasar, eða kannski öllu verri, enda er hér um við- kvæmari texta að ræða. Sýnu versta útreið fá þó ljóð nokkurra höfuðskálda í Skólaljóðum; þar ætlar hann að bregða fyrir sig betri penn- anum: hann brúkar liti. En með þá kann hann ekkert að fara. Og árangurinn lætur ekki á sér standa: klígjuleg vella í viðbót við alla aðra lesti. Myndskreyting hans t. d. við kvæði Matt- híasar Jochumssonar um Hallgrím Pémrsson sýnir gjörla vinnubrögðin; hann liggur þarna, gamli maðurinn og sálmaskáldið, eins og hann lægi í ölæði á Bláabandinu, og sé flett við yfir á næstu opnu, verður staðreyndin ljós: Hall- grímur Pétursson hefur fengið delerium tremens í meðförum teiknarans. Það kann að vera að slík myndskreyting auki á útbreiðslu vikublaða, en hún er móðgun við íslenzka rithöfunda, látna sem lifandi. Þær bækur, sem hér hefur verið drepið á, eru 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.