Mímir - 01.06.1967, Side 18

Mímir - 01.06.1967, Side 18
sagnir, fremur vel fallin til myndrænnar túlk- unar; stíll hennar dregur aðeins fram aðalatrið- in: Flóki hafði hrafna iij. með sér í haf, ok er hann lét lausan enn fyrsta, fló sá aptr um stafn; annarr fló í lopt upp ok aptr til skips; enn þriði fló fram um stafn í þá átt sem þeir fundu landit... (Fortællinger fra Landnámabók, udg. af Jón Helgason, 4. bls.). Góður listamaður hefði fært sér þessa frá- sögn vel í nyt. Þó að stíllinn sé raunsær og knappur, gefur hann ekki tilefni til smámuna- legrar myndtúlkunar realismans. Miklu fremur er frásögnin impressionistísk. Málari eða teikn- ari, sem túlkaði frásögnina fígúratíft, veldi því að öllum líkindum þann myndstíl. Fyrsta teikn- ing Halldórs Péturssonar er af þessum atburð- um. Hans mynd sýnir Flóka, þar sem hann stendur við borðstokk á skipi og er nýbúinn að sleppa hinum þriðja hrafni, ef marka má mynd- artexta; heldur hann annarri hendi um kaðalstag eitt, en með hinni bendir hann í átt til hafs. Þar sem þeirri hendi sleppir, má líta svartan fogl á flugi. Hann virðist hafa verið að hefja sig til flugs, en vængjaburður hans er næsta ósennileg- ur, ef ekki beinlínis rangur, sé miðað við raun- sæja gerð myndarinnar. Maðurinn, sá partur bátsins sem sést, og kaðalstög tvö þekja nær allan hægri helming flatarins; í þeim vinstri vegur ekkert upp á móti nema hrafninn. Hlut- föllin eru ójöfn; innri form einstakra hluta myndarinnar ná ekki samræmi. Teiknarinn beit- ir klaufalega andstæðum; skyggðum flötum er raðað niður af handahófi; innsynin verður döp- ur, sviplaus; teikninguna skortir samstilling. Halldór Pétursson reynir líka að gera sér far um að túlka skaphöfn persónanna, sem við sög- ur Jónasar koma. Hann leitast þar við að tengja saman tvo þætti dráttlistar: annars vegar ex- pressionistískan, hins vegar realistískan. Þetta fer í handaskolum. Ýkt, stundum óvart skopleg, svipbrigði persónanna falla illa inn í raunsæja -rómantíska eftirlíking af veröld forfeðranna. Teiknarinn dregur garpana í einn dilk; þeir fá allir á sig einhvern ámáttlegan sauðarsvip. Af- leiðingin verður vitaskuld stílleysa, lágkúra. Fyrir utan myndina af Hrafna-Flóka má benda á teikningarnar af Hallgerði og Bergþóru (55. bls.) og Gunnari og Hallgerði (56. bls.). — Annað er og, að til þess að draga upp sannferð- uga eftirmynd af liðnum þjóðháttum þarf stað- góða vísindalega þekkingu. Annars verður lýs- ingin kákið eitt. Halldór Pétursson hrasar hér líka. Klæðnaður Flóka er til að mynda fremur í ætt við stakk frá 19du öld en sjóföt frá þeirri 9du. Varla er þó teiknarann þar einan um að saka. Sumt verður að skrifast á reikning útgef- andans, Kristjáns J. Gunnarssonar. Hefði honum verið í lófa lagið að bera slík atriði undir sér- fræðing. Þær myndir, sem hér hefur verið minnzt á, eru dágóð dæmi um grunnfærnisleg og ólistræn vinnubrögð Halldórs Péturssonar. En hann læt- ur sér ekki nægja að misþyrma hetjum Hriflu- Jónasar. Hann vegur að ljóðum og öðrum skáld- skap helztu skálda þjóðarinnar að fornu og nýju. A ég hér við Skólaljóð (útg. Kristján J. Gunn- arsson) og Lestrarbók I—IV (útg. Arni Þórðar- son, Bjarni Vilhjálmsson og Gunnar Guð- mundsson). Teiknarinn gerir sig hér sekan um sams konar lágkúru og í Islandssögu Jónasar, eða kannski öllu verri, enda er hér um við- kvæmari texta að ræða. Sýnu versta útreið fá þó ljóð nokkurra höfuðskálda í Skólaljóðum; þar ætlar hann að bregða fyrir sig betri penn- anum: hann brúkar liti. En með þá kann hann ekkert að fara. Og árangurinn lætur ekki á sér standa: klígjuleg vella í viðbót við alla aðra lesti. Myndskreyting hans t. d. við kvæði Matt- híasar Jochumssonar um Hallgrím Pémrsson sýnir gjörla vinnubrögðin; hann liggur þarna, gamli maðurinn og sálmaskáldið, eins og hann lægi í ölæði á Bláabandinu, og sé flett við yfir á næstu opnu, verður staðreyndin ljós: Hall- grímur Pétursson hefur fengið delerium tremens í meðförum teiknarans. Það kann að vera að slík myndskreyting auki á útbreiðslu vikublaða, en hún er móðgun við íslenzka rithöfunda, látna sem lifandi. Þær bækur, sem hér hefur verið drepið á, eru 18

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.