Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 11

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 11
Mörgum spurningum sé ógerningur að svara nema því aðeins að vita, hvenær hin erlendu máláhrif komu fram og hvaðan og hvernig þau bárust. Síðan sé nauðsynlegt að fylgja hinum erlendu máláhrifum eftir í samfélaginu. Hér reynist ekki unnt að ræða sérstaklega þessi vandamál, en vikið verður að þeim nú á eftir í sambandi við aðra þætti. Þó er ekki unnt að fylgja eftir dreifingu erlendra máláhrifa í samfélaginu — eftir stéttum, landshlutum eða frá einum tíma til annars. Eru hér sem víðar á sviði íslenzkra fræða óleyst verkefni — sem bíða. Þegar kanna á, hvaðan erlend máláhrif eru runnin, má beita þrenns konar málfræðilegum aðferðum: I fyrsta lagi hljóðfræðilegri athugun og samanburði á hljóðkerfum hlutaðeigandi tungumála (þ. e. fónetískri og fónemískri at- hugun). I öðru lagi má beita formfræðilegum athugunum (þ. e. athugunum á formeiningum tungumála og niðurskipun þeirra) og í þriðja lagi má beita merkingarfræðilegum athugun- um, sem raunar eru tengdar athugun á merk- ingarlegum formeiningum málsins. Meðal formfræðilegra athugana, sem gerðar hafa verið í sambandi við erlend máláhrif, eru athguanir á kyndeilingu orða, sbr. W. CEDER- SCHIOLD: Studier över genuswáxlingen i forn- wastnordiskan och fornsvenskan [1912]. Við þessar athuganir er ráð fyrir því gert, að þegnar samfélagsins hafi einhverja þekkingu á því máli, sem orðið er tekið úr. Nú er það sannast mála, að erfitt er fyrir málnotanda að ráða kyn orðs í erlendu máli, enda þótt hann hafi nokkra þekkingu á málinu og kyndeiling orða sé með líkum hætti og í móðurmáli hans. Sé málnot- andinn hins vegar mngumálinu ókunnugur eða ef kyndeiling er með gerólíkum hætti í því og móðurmáli hans, er óhugsandi að nota megi þetta mark til að ákveða, hvaðan orð er runnið. Auk þess kemur oftlega alþýðuskýring til skjal- anna og gerir að engu kerfisbundinn saman- burð. Athuganir CEDERSCHIÖLDS eru reistar á riti SÖDERWALLS: Om frámmande ords be- handling i fornsvenskan. Lunds Universitets Árskrift 1886 og bók FISCHERS: Die Lehn- wörter des Altwestnordischen. Palestra 85. 1909. Af úrtaki því, sem hann valdi úr sænsku, kom í Ijós, að 43 af hundraði tökuorða héldu kyni sínu, en í vesmrnorrænu 69 af hundraði. CEDERSCHIÖLD telur, að kyn tökuorða ráð- ist ekki af kyni þess í frummálinu (málinu, sem það er tekið úr), heldur ráði þar mestu um á- hrif málkerfisins, sem orðið er tekið upp í. Nefnir hann sem dæmi, að tökuorðin kúnst, lykt, makt og prakt væru ekki kvenkyns í vesmrnorrænu vegna þess, að orðin væru kven- kyns í lágþýzku, heldur vegna þess að þau eru flokkuð með vesturnorrænum orðum, sem enda á -t (< -ti) eða -d (< -iþa) og fyrir voru í málinu, svo sem eykt, dýpt, sekt, tylft eða dygð, hjörð, mergð og nauð. Sýnist mér því kyndeiling orðs ein ekki hafa forsagnargiidi um upptök þess, þó að um hreint tökuorð sé að ræða. Hins vegar getur þessi samanburður verið mikilsverður, ef tekið er tillit til formeininga og samanburður gerður á málkerfunúm. Ekki verður frekar rætt hér um þessar þrjár málfræðilegu aðferðir við greiningu tökuyrða, en lítillega vikið að þeim í sambandi við dæmi hér á eftir. Alkunna er, að tökuyrði geta borizt með fólki, sem haft hefur samskipti við málsamfé- lagið án þess að nema málið að fullu. Hefur það ekki getað beitt því nema nota orð úr eigin tungumáli og styðjast við formbyggingu þess. Flytji þetta fólk með sér nýja verkmenningu, vörur eða hugmyndir, má búast við því, að orð úr máli þess séu notuð um hin nýju merkingar- mið og festi ræmr. Einnig geta áhrif þessa fólks komið víðar fram á máli — í orðmyndun, setn- ingaskipun, áherzlu og líkingum. Þannig hafa máláhrif borizt alla tíð með farandfólki, kaup- mönnum, iðnaðar- og handverksmönnum, þræl- um og trúboðum. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að tala um „Mischsprache" (víxlmál), sem orðið 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.