Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 36

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 36
er ekki minni fyrir þá sök, að Loftur er mennsk- ur. Sú skoðun Helge Toldbergs, að Loftur sé mótaður í einu og öllu að ofurmennishugmynd- um Nietzsches, eru öfgar í gagnstæða átt. Hann fer ekki viljandi inn á þessa braut. Harmsaga Lofts er ekki einungis fólgin í því, sem Jakob Jóh. Smári tilgreinir í leikdómi,1 því, að hann getur ekki orðið hreinræktað illmenni, að mað- urinn er brotabrot af illu og góðu, heldur ekki síður í því, að hann skilur ekki þau öfl, sem herja á sál hans. Eftir að hafa flekað Stein- unni, er hann fallinn, syndugur maður. Girnd hans til Steinunnar, valdagirnin og hneigð hans til galdra og kukls eru fyrir honum af sama toga. Fyrir þessari samtengingu eru mjög full- nægjandi sálrænar forsendur; allt þetta er enn- fremur dæmt höfuðsynd af kirkjunni. Fyrir þessa sök er honum ómögulegt að ganga að eiga Steinunni og gangast við barninu; líf með henni mundi leiða hann æ lengra á vit myrk- ursins. LOFTUR (lágtnteltur): Vildir þú lifa með mér ævina, ef ég yrði valdagjarn og vondur maður. Ef ég legði sál mína í sölurnar til þess að ná myrkrinu í mína þjónustu? ... (Hryggur). Frá því ég fann, að ég hafði bundizt þér, hneigðist allur hugur minn meira og meira að myrkrinu. (Rit II 53) Sagan, sem sögð er í leikritinu, tekur aðeins yfir eitt ár, á meðan Dísa er fjarri. Þegar hún kemur aftur, fella þau hugi saman, og hún verður mótvægi allra þessara myrku hugrenn- inga í krafti sakleysis síns og hreinleika og þeirra bernskuminninga, sem þau eiga saman. Og þegar óskir og kröfur allra aðila gerast á- leitnari og magna myrkrið í huga Lofts, verður Dísa eina haldreipið, eina von hans til að öðl- ast frið og hreinsa sál sína af öllum sora. Þú hefur gert mig heilbrigðan... Valdagirnin, sem brann í mér, er slokknuð. Nú er ég innilega glaður af því að vera ófullkomin mannvera, sem verður að neyta allra krafta til þess að vinna hvern lítinn sigur. Eg vil með eigin höndum hlaða þá stétt, sem þú átt að ganga á, og elska hvern stein, sem reynir á handleggina. (Rit II 48) Sjálf sálarheill Lofts er í veði. Og þegar hann 1 Alþýðublaðið ... 36 telur sig hafa misst Dísu, hlýtur hann að ganga á hólm við myrkrið. I stuttu máli: Galdra-Loftur er sálfræðilegt leikrit; það fjallar um baráttu trúaðs manns, sem framið hefur ámælisvert siðferðilegt afbrot, baráttu hans til þess að öðlast innra jafnvægi og frið í sál sína. Leikritið tekur til meðferðar, hvernig andstæðar óskir og kröfur rísa hver gegn annarri, þegar einu sinni hefur verið stig- ið út af þeirri braut, sem vörðuð er viðteknum siðgæðishugmyndum. Merki má víða finna um ofurmennishugmyndir Nietzsches, þótt í breyttri mynd séu. Svo hugtæk er barátta Lofts, þá sam- úð vekur hún með áhorfendum, að með þeim hlýtur að vakna sú spurning, hvort sömu siða- lögmál hæfi öllum mönnum án tillits til sér- stakra aðstæðna þeirra og skaplyndis. Er þá komið að síðari aðfinnslunni, lausum og ódramatískum efnistökum. Þetta er vissulega rétt athugað, ef dæmt er út frá sýningu Þjóð- leikhússins. En Jóhann á ekki sök á því að mínu viti, heldur ofurvald órofinnar leikhefðar. Sá brestur, sem virðist í fljótu bragði vera á leik- ritinu, nær ekki svo djúpt í verkið sjálft, að hann tálmi frjóum og hugmyndaríkum leik- stjóra að búa það til dramatískrar sviðstúlkun- ar. Það verður bezt gert með því að raska við- teknum styrkleikahlutföllum persónanna, og verður nánar að því vikið hér á eftir. Andstæður Dísu og Steinunnar þyrfti að draga miklu skarpar fram en gert var í þessari sýningu. Steinunn er ekki píslarvottur frá upp- hafi til leiksloka, eins og leikstjórinn virðist á- líta. Hún er stolt og gjöful ástmær, kona, sem hefur lært að njóta gleði syndarinnar. Á svið- inu ætti hún að bera það með sér, hvers vegna Loftur leit hana girndarauga í upphafi, og í viðmóti hennar gagnvart Lofti ætti að mega greina einhver merki fyrri samverustunda. Stein- unn hlýtur að búa yfir og kunna að beita þeim vopnum, sem erfitt er að standast. Olafur er borgaralegt mótvægi Lofts, ef svo mætti að orði komast, og brýnust ástæða er til að endurmeta stöðu hans, en það hlutverk var leikið óhæfilega sterkt í sýningu Þjóðleikhúss-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.