Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 14

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 14
I þessum kviðlingi kemur fyrir einn með elztu tökumerkingum, sem til verður fyrir á- hrif kristninnar — goð, sem hér er notaður um guð kristinna manna. Þess má geta hér, að eldri orðmynd er síðan tekin upp um deum, orðið guð, sem upphaflega var hvorugkyns, en verð- ur karlkyns við þessi erlendu máláhrif. Kristni var lögtekin á íslandi fyrir atbeina Olafs konungs Tryggvasonar, en hann var biskupaður árið 994 af Ælfheah, biskupi í Winchester, en sjálfur Aðalráður Englandskon- ungur var guðfaðir hans. Arið eftir hélt Ólafur til Noregs með fullar hendur ensks fjár, sem reyndist drj úgt í baráttu hans fyrir völdum. En með Ólafi komu enskir biskupar til Noregs, og þá jukust áhrif enskrar kristni í Noregi, sem hafizt höfðu á dögum Hákonar góða. En mest urðu þessi áhrif við valdatöku Ólafs Haralds- sonar. Hann var skírður á Englandi, og þegar hann fór til Noregs, var í för hans fjöldi enskra biskupa og presta, sem studdu konung við að boða kristni og koma skipan á kirkjumál. Að ráði þeirra setti hann kristinrétt í Noregi. Er ekki að efa, að engilsaxneskra áhrifa hefur því mjög gætt í norskri kristni í upphafi lltu ald- ar, og raunar lengi síðan. Áður en hinn norski kristinréttur tók gildi, þurfti erkibiskup að veita samþykki sitt. Hann sat þá í Brimum. Hann sendi Olafi Haraldssyni presta sína og styrkti konung í ófriði hans við Knút ríka konung Engla og Dana. Styrktust með þessu kristin á- hrif í Noregi, og hefur þeirra áhrifa að sjálf- sögðu gætt á Islandi, auk þess sem ísland var þá í beinum tengslum við England og Sax- land. í íslendingabók segir frá útlendum biskup- um, sem til íslands komu. Fyrstur er nefndur Friðrekur, er kom hér í heiðni og áður var nefndur. Þá er nefndur Bjarnharður htnn bók- vísi, sem kom vestan um haf með Ólafi Har- aldssyni. Kolur biskup var í Haukadal með Halli Þórarinssyni, vini og félaga Ólafs kon- ungs. Nefndur er Hróðólfur í Bœ í Borgarfirði, er síðar varð ábóti í Abingdon á Englandi. Jóan írski, Bjarnharður saxneski og Heinrekur, og enn eru nefndir aðrir fimm, þeir er biskupar kváðust vera: Ornólfur og Góðiskólkur og þrír ermskir: Petrus og Abraham og Stephanus. Magnús Már Lárusson prófessor hefur í Skírni 1959 ritað um hina ermsku biskupa. Telur hann þá hafa verið af því svæði, sem nú er í austurhluta Póllands og vesturhluta Rúss- lands og nefnt er Ermland í gömlum bókum. Færir prófessorinn að því rök, að hinir ermsku biskupar hafi verið í tengslum við grísku rétt- trúnaðarkirkjuna. Þó að svo sé, er það einsýnt, að sterkust kristin áhrif alla lltu öld hafa komið frá Englandi og Þýzkalandi, e. t. v. að nokkru um Noreg. Ur fornensku eru kornin orð í íslenzkt kirkjumál svo sem: bjalla, hringja, sál, sálmr, guðspjall, guðsifjar, kirkja, ofláta og sunnudagr: Ur fornsaxnesku eða miðlág- þýzku eru komin orð eins og: altari, djöfutt, frú, kór, krans, paradís, synd og vers. [sbr. FISCHER Lehnuörter 20 o. á]. Framan af var fátt íslenzkra presta. Isleifur Gissurarson nam fyrstur íslendinga klerkleg fræði, svo vitað sé, í Herfurðu í Vestfalen. Sonur hans Gissur mun einnig hafa numið í Saxlandi, e. t. v. í Herfurðu, eins og faðir hans. Lengst af biskupsstjórnar þeirra feðga var erki- biskupsstóll fyrir Norðurlönd í Brimum, eða allt til 1104, er stóll erkibiskups var settur í Lundi, en 1153 var sett erkibiskupsseair í Nið- arósi. Eru saxnesk áhrif því vafalítið mikil á þessum tíma. Hafi Sœmundur fróði numið í París og Jón Ogmundsson verið þar, má búast við frönskum áhrifum að nokkru, en þau virðast Iítil á þess- um tíma, en með riddarabókmenntum aukast þau mjög á 13du öld. Þegar skipulag fer að komast á íslenzka kirkjustjórn í lok lltu aldar og skólar fara að festast í sessi upp úr 1100 og ekki sízt eftir að klaustur eru stofnuð í upphafi annars þriðjungs 12tu aldar, tekur kristinna áhrifa að gæta víðar í þjóðfélaginu. íslenzkir menn taka að sækja erlend menntasetur, lærðir menn eru fengnir frá útlöndum til að kenna við stól- skólana, og þegar bókmenning tekur að berast 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.