Mímir - 01.03.1968, Síða 14

Mímir - 01.03.1968, Síða 14
I þessum kviðlingi kemur fyrir einn með elztu tökumerkingum, sem til verður fyrir á- hrif kristninnar — goð, sem hér er notaður um guð kristinna manna. Þess má geta hér, að eldri orðmynd er síðan tekin upp um deum, orðið guð, sem upphaflega var hvorugkyns, en verð- ur karlkyns við þessi erlendu máláhrif. Kristni var lögtekin á íslandi fyrir atbeina Olafs konungs Tryggvasonar, en hann var biskupaður árið 994 af Ælfheah, biskupi í Winchester, en sjálfur Aðalráður Englandskon- ungur var guðfaðir hans. Arið eftir hélt Ólafur til Noregs með fullar hendur ensks fjár, sem reyndist drj úgt í baráttu hans fyrir völdum. En með Ólafi komu enskir biskupar til Noregs, og þá jukust áhrif enskrar kristni í Noregi, sem hafizt höfðu á dögum Hákonar góða. En mest urðu þessi áhrif við valdatöku Ólafs Haralds- sonar. Hann var skírður á Englandi, og þegar hann fór til Noregs, var í för hans fjöldi enskra biskupa og presta, sem studdu konung við að boða kristni og koma skipan á kirkjumál. Að ráði þeirra setti hann kristinrétt í Noregi. Er ekki að efa, að engilsaxneskra áhrifa hefur því mjög gætt í norskri kristni í upphafi lltu ald- ar, og raunar lengi síðan. Áður en hinn norski kristinréttur tók gildi, þurfti erkibiskup að veita samþykki sitt. Hann sat þá í Brimum. Hann sendi Olafi Haraldssyni presta sína og styrkti konung í ófriði hans við Knút ríka konung Engla og Dana. Styrktust með þessu kristin á- hrif í Noregi, og hefur þeirra áhrifa að sjálf- sögðu gætt á Islandi, auk þess sem ísland var þá í beinum tengslum við England og Sax- land. í íslendingabók segir frá útlendum biskup- um, sem til íslands komu. Fyrstur er nefndur Friðrekur, er kom hér í heiðni og áður var nefndur. Þá er nefndur Bjarnharður htnn bók- vísi, sem kom vestan um haf með Ólafi Har- aldssyni. Kolur biskup var í Haukadal með Halli Þórarinssyni, vini og félaga Ólafs kon- ungs. Nefndur er Hróðólfur í Bœ í Borgarfirði, er síðar varð ábóti í Abingdon á Englandi. Jóan írski, Bjarnharður saxneski og Heinrekur, og enn eru nefndir aðrir fimm, þeir er biskupar kváðust vera: Ornólfur og Góðiskólkur og þrír ermskir: Petrus og Abraham og Stephanus. Magnús Már Lárusson prófessor hefur í Skírni 1959 ritað um hina ermsku biskupa. Telur hann þá hafa verið af því svæði, sem nú er í austurhluta Póllands og vesturhluta Rúss- lands og nefnt er Ermland í gömlum bókum. Færir prófessorinn að því rök, að hinir ermsku biskupar hafi verið í tengslum við grísku rétt- trúnaðarkirkjuna. Þó að svo sé, er það einsýnt, að sterkust kristin áhrif alla lltu öld hafa komið frá Englandi og Þýzkalandi, e. t. v. að nokkru um Noreg. Ur fornensku eru kornin orð í íslenzkt kirkjumál svo sem: bjalla, hringja, sál, sálmr, guðspjall, guðsifjar, kirkja, ofláta og sunnudagr: Ur fornsaxnesku eða miðlág- þýzku eru komin orð eins og: altari, djöfutt, frú, kór, krans, paradís, synd og vers. [sbr. FISCHER Lehnuörter 20 o. á]. Framan af var fátt íslenzkra presta. Isleifur Gissurarson nam fyrstur íslendinga klerkleg fræði, svo vitað sé, í Herfurðu í Vestfalen. Sonur hans Gissur mun einnig hafa numið í Saxlandi, e. t. v. í Herfurðu, eins og faðir hans. Lengst af biskupsstjórnar þeirra feðga var erki- biskupsstóll fyrir Norðurlönd í Brimum, eða allt til 1104, er stóll erkibiskups var settur í Lundi, en 1153 var sett erkibiskupsseair í Nið- arósi. Eru saxnesk áhrif því vafalítið mikil á þessum tíma. Hafi Sœmundur fróði numið í París og Jón Ogmundsson verið þar, má búast við frönskum áhrifum að nokkru, en þau virðast Iítil á þess- um tíma, en með riddarabókmenntum aukast þau mjög á 13du öld. Þegar skipulag fer að komast á íslenzka kirkjustjórn í lok lltu aldar og skólar fara að festast í sessi upp úr 1100 og ekki sízt eftir að klaustur eru stofnuð í upphafi annars þriðjungs 12tu aldar, tekur kristinna áhrifa að gæta víðar í þjóðfélaginu. íslenzkir menn taka að sækja erlend menntasetur, lærðir menn eru fengnir frá útlöndum til að kenna við stól- skólana, og þegar bókmenning tekur að berast 14

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.