Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 39

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 39
Ein gengur léttfætt að leita: lauffalin gjóta geymir nú gimbilinn hvíta, gulan á brár. Hrynja í húmdimmum skúta hljóðlát og glitrandi tár. Þegar við höfum lesið þetta smtta ljóð, sem vel mætti nefna helgiljóð um Island eða ásta- ljóð til landsins, væri eðlilegt að fyrstu við- brögðin yrðu: Hvar kemur Jónas Hallgríms- son inn í myndina? Hann er hvorki nefndur né ávarpaður, eins og títt er í kvæðum um einstaka menn. En ljóð Snorra Hjartarsonar er eklci um Jónas og ekki til hans heldur; mynd Jónasar er falin á milli línanna. Hann er fullkomlega sameinaður þeirri töframynd íslenzkrar náttúru sem hér er dregin upp af svo frábærri íþrótt; það er galdur ljóðsins. Jónas er „skáld íslenskr- ar vitundar", segir Laxness. Og í ljóði Snorra er Jónas eitt með landi sínu og því lífi sem það elur. I fyrsta erindinu er dögun yfir landinu, kyrrð og tign: veglausar heiðar. „Suðrænublærinn" leiðir hugann að kveðju Jónasar til ættlands- ins og stúlkunnar sinnar forðum: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum". Eg get ekki stillt mig um að vitna enn á ný til Halldórs Laxness: Jónas er „hinn eini íslenski rithöfundur sem kann að nota orðið „góður"". Þessi grein Laxness birtist áður en Snorri kom til sögunn- ar í íslenzkum bókmenntum. Mér þykir orðið „góður" listilega notað hér, sem lýsingarorð um suðrænublæinn. Annað erindi birtir nýtt svið; tíminn hefur liðið: síðsumarnótt. Stjarnan við bergtindinn er vitaskuld ástarstjarnan yfir Hraundranga; hún brosir en skín senn á bak við ský. — I síðara helmingi erindisins víkkar sviðið: óttu- ljós víðáttan vaknar. I þriðja erindi er á ný runninn dagur. Blóm, dýr og fuglar gleðjast í skini sólar, jafnvel strá- in, leikföng Jónasar í bernsku, sbr. Grátitt- linginn. Þetta gæti verið táknmynd þess, hversu birtan í Ijóðum Jónasar vitjaði þjóðar hans í myrkri og kulda: sól rís úr steinrunnum straum- um. Myndin „söngþrastasveimar" má vera sótt til Jónasar; a. m. k. minnir hún á vorboðann Ijúfa í sonnettu hans, sem allir kunna. I næsta erindi kemur nýtt efni til sögunnar; náttúrulýsing fyrstu þriggja erindanna er nán- ast undirbygging þessara sex dulúðugu brag- lína. — Hver gengur ein að leita gimbilsins hvíta? Og hver er það sem grætur í húmdimm- um skúta? Þeim spurningum verður hver les- andi að svara fyrir sig. Þessar línur kunna að hafa víðari skírskotun en til Jónasar eins. Sú sem gengur léttfætt að leita, gæti að vísu mætavel verið stúlkan hans. En skáldið kynni að hafa í huga gjörvalla íslenzku þjóðina; hún leitar fegurðar, sem lauffok tímans hefur hul- ið. Gimbillinn hvíti yrði þá tákn þeirrar ó- snortnu fegurðar, sem Jónas eftirlét þjóð sinni. I síðustu línunum lætur skáldið þess ógetið, hver fellir hin hljóðlátu tár. Landið, sem ól hann og hann unni svo mjög? Eða verður yfir- leitt skilið á milli lands og þjóðar? Snorri orti síðar: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Þannig vekur þetta Ijóð ýmsar hugmyndir, skilur eftir spurningar í huga lesandans eins og allur góður skáldskapur. Og það er fánýtt og auk þess bjarnargreiði við lesendur að leita svara fyrir þá. Slíkt gerir naumast annað en spilla listrænni nautn. Þó ég væri allur af vilja gerður, gæti ég ekki bent á hnökra í þessu ljóði. Stuðlarnir ljá því festu, en hinar stuttu braglínur gæða það mýkt. Sú aðferð skáldsins að ríma saman síðustu at- kvæði braglínanna í hverju erindi er einkar hag- leg; í lok ljóðsins rímar hann þó að fullu. Sagt hefur verið, að Snorri sé bæði málari og tónskáld í ljóðum sínum, og er hér skýr vitnisburður þess. I tveimur fyrstu erind- unum er hvor helmingur í rauninni málverk; 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.