Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 22

Mímir - 01.03.1968, Blaðsíða 22
ingu. Þetta á sínar orsakir í því, að hér hefur alla tíð verið mikið um fólksflutninga. Bændur hafa flutzt landshluta milli, og prestar hafa tekið sig upp með vinnufólk sitt og setzt að í nýju umhverfi. Þannig hafa vinnubrögðin breiðzt út um landið. Alsiða var, að kaupafólk af Suðurlandi færi til Norðurlands á sumrin, og Norðlendingar fóru til Suðurlands, í verið. Á þessum nýju slóðum kynntist fólkið ýmsum nýjungum, sem það flutti svo í sína sveit. Þann- ig náði vart að myndast einangrun ákveðinna byggðarlaga. Hefur erlendra áhrifa ekki gætt eitthvað í ís- lenzkum þjóðháttum þrátt fyrir einangrun landsins? — Við finnum glögglega, að íslenzk menn- ing á sínar rætur í Skandinavíu. En hún hefur runnið inn í ákveðna farvegi og mótazt af sér- kennum landsins og landshátta. Byggingar á Islandi eru gjörólíkar byggingum í Skandi- navíu. Þar hefur ætíð verið nóg af skógum, svo að timbur þurfti ekki að spara til húsabygginga. Islendingar notuðu torf og grjót í stað timburs. Af þessu m. a. stafar mismunur í húsagerð ís- lendinga og Skandinava. Sama máli gegnir um bátana. Islenzkir bátar eru mjög frábrugðnir bátum Skandinava. En þrátt fyrir þennan mis- mun gægist hinn skandinaviski uppruni alls staðar fram. Þetta sést bezt á gömlum áhöldum og vinnubrögðum og gamalli tækni, sem á sín- ar rætur erlendis. Sumt hefur auðvitað borizt hingað á seinni öldum og þá einkanlega frá Danmörku. Þegar kaupstaðir rísa hér upp og vísir að iðnaði skýmr rótum í landinu, er mjög farið að danskri fyrirmynd. Annars hafa erlend- ir menningarstraumar í atvinnutækni Islend- inga á seinni öldum ekki verið rannsakaðir að neinu ráði. — Er hugmyndin að vinna úr þeim upplýs- ingum, sem ykkur hafa borizt um íslenzka þjóð- hætti? — Að svo stöddu verður það ekki gert. Eg vinn nú einn að þessu á safninu, nema hvað Þórður Tómasson, safnvörður á Skógum, hefur unnið að þessu með mér öðru hvoru. Hann semur spurningaskrárnar að mestu leyti, enda er hann manna fróðastur um íslenzka þjóðhætti. Mitt starf er einkum að senda út spurninga- skrárnar, taka við svörunum og koma þeim síð- an fyrir í skjalasafni, sem yrði aðgengilegt til notkunar öllum þeim fræðimönnum, sem vilja rannsaka íslenzka þjóðhætti. Við förum að er- lendri fyrirmynd í þessum efnum, en slík þjóð- háttasöfn eru allmörg í Skandinavíu, Þýzka- landi, Englandi og írlandi. Á námsárum mín- um í Svíþjóð kynntist ég nokkuð þjóðhátta- safninu í Uppsölum, sem er reyndar að miklu leyti miðað við andlega menningu, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og slíkt. Þetta safn er eitt hið elzta í Svíþjóð, um hálfrar aldar gamalt, og þar er saman dreginn gífurlegur fróðleikur um sænskt þjóðlíf á liðnum öldum. En við Is- lendingar höfum algera sérstöðu, þar sem hér hefur alla tíð verið skrifað mjög mikið. Einn góðan veðurdag í ellinni sezt einn óbreyttur bóndi, sjómaður eða verkamaður niður og fer að skrifa ævisögu sína sem verður svo í 2—3 bindum. Slíkt þekkist ekki erlendis. Þar skrifa einungis stórmenni eða stjórnmálamenn ævi- sögu sína. I þessum æviminningum er að finna miklar heimildir um íslenzkt þjóðlíf á liðinni tíð, heimildir, sem lítið hefur verið unnið úr, enn sem komið er. En það er rétt að leggja ein- mitt áherzlu á þessa sérstöðu Islendinga, hvað íslenzka þjóðin hefur haft mikið dálæti á hinu ritaða orði. Margir hafa ekki getað dáið, fyrr en þeir væru búnir að skrifa ævisögu sína. Þar hafa þeir ekki einungis bjargað því frá gleymsku, sem á daga þeirra sjálfra dreif, held- ur einnig heimildum um líf og starf almenn- ings. Margir tala um hina íslenzku alþýðu- menningu sem sérstakt fyrirbæri, og vissulega má segja, að svo sé. Hvergi annars staðar mun venjulegt bændafólk velta eins fyrir sér þjóð- málum og heimspólitíkinni og skrifa jafnvel heilsíðugreinar í dagblöð um þessi efni. — Eru fræðimenn þegar farnir að hagnýta sér þær heimildir, sem þið hafið safnað saman um íslenzka þjóðhætti? — Já. Tvær spurningaskrár hafa beinlínis 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.