Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 22

Mímir - 01.03.1968, Qupperneq 22
ingu. Þetta á sínar orsakir í því, að hér hefur alla tíð verið mikið um fólksflutninga. Bændur hafa flutzt landshluta milli, og prestar hafa tekið sig upp með vinnufólk sitt og setzt að í nýju umhverfi. Þannig hafa vinnubrögðin breiðzt út um landið. Alsiða var, að kaupafólk af Suðurlandi færi til Norðurlands á sumrin, og Norðlendingar fóru til Suðurlands, í verið. Á þessum nýju slóðum kynntist fólkið ýmsum nýjungum, sem það flutti svo í sína sveit. Þann- ig náði vart að myndast einangrun ákveðinna byggðarlaga. Hefur erlendra áhrifa ekki gætt eitthvað í ís- lenzkum þjóðháttum þrátt fyrir einangrun landsins? — Við finnum glögglega, að íslenzk menn- ing á sínar rætur í Skandinavíu. En hún hefur runnið inn í ákveðna farvegi og mótazt af sér- kennum landsins og landshátta. Byggingar á Islandi eru gjörólíkar byggingum í Skandi- navíu. Þar hefur ætíð verið nóg af skógum, svo að timbur þurfti ekki að spara til húsabygginga. Islendingar notuðu torf og grjót í stað timburs. Af þessu m. a. stafar mismunur í húsagerð ís- lendinga og Skandinava. Sama máli gegnir um bátana. Islenzkir bátar eru mjög frábrugðnir bátum Skandinava. En þrátt fyrir þennan mis- mun gægist hinn skandinaviski uppruni alls staðar fram. Þetta sést bezt á gömlum áhöldum og vinnubrögðum og gamalli tækni, sem á sín- ar rætur erlendis. Sumt hefur auðvitað borizt hingað á seinni öldum og þá einkanlega frá Danmörku. Þegar kaupstaðir rísa hér upp og vísir að iðnaði skýmr rótum í landinu, er mjög farið að danskri fyrirmynd. Annars hafa erlend- ir menningarstraumar í atvinnutækni Islend- inga á seinni öldum ekki verið rannsakaðir að neinu ráði. — Er hugmyndin að vinna úr þeim upplýs- ingum, sem ykkur hafa borizt um íslenzka þjóð- hætti? — Að svo stöddu verður það ekki gert. Eg vinn nú einn að þessu á safninu, nema hvað Þórður Tómasson, safnvörður á Skógum, hefur unnið að þessu með mér öðru hvoru. Hann semur spurningaskrárnar að mestu leyti, enda er hann manna fróðastur um íslenzka þjóðhætti. Mitt starf er einkum að senda út spurninga- skrárnar, taka við svörunum og koma þeim síð- an fyrir í skjalasafni, sem yrði aðgengilegt til notkunar öllum þeim fræðimönnum, sem vilja rannsaka íslenzka þjóðhætti. Við förum að er- lendri fyrirmynd í þessum efnum, en slík þjóð- háttasöfn eru allmörg í Skandinavíu, Þýzka- landi, Englandi og írlandi. Á námsárum mín- um í Svíþjóð kynntist ég nokkuð þjóðhátta- safninu í Uppsölum, sem er reyndar að miklu leyti miðað við andlega menningu, þjóðsögur, þjóðkvæði, þjóðlög og slíkt. Þetta safn er eitt hið elzta í Svíþjóð, um hálfrar aldar gamalt, og þar er saman dreginn gífurlegur fróðleikur um sænskt þjóðlíf á liðnum öldum. En við Is- lendingar höfum algera sérstöðu, þar sem hér hefur alla tíð verið skrifað mjög mikið. Einn góðan veðurdag í ellinni sezt einn óbreyttur bóndi, sjómaður eða verkamaður niður og fer að skrifa ævisögu sína sem verður svo í 2—3 bindum. Slíkt þekkist ekki erlendis. Þar skrifa einungis stórmenni eða stjórnmálamenn ævi- sögu sína. I þessum æviminningum er að finna miklar heimildir um íslenzkt þjóðlíf á liðinni tíð, heimildir, sem lítið hefur verið unnið úr, enn sem komið er. En það er rétt að leggja ein- mitt áherzlu á þessa sérstöðu Islendinga, hvað íslenzka þjóðin hefur haft mikið dálæti á hinu ritaða orði. Margir hafa ekki getað dáið, fyrr en þeir væru búnir að skrifa ævisögu sína. Þar hafa þeir ekki einungis bjargað því frá gleymsku, sem á daga þeirra sjálfra dreif, held- ur einnig heimildum um líf og starf almenn- ings. Margir tala um hina íslenzku alþýðu- menningu sem sérstakt fyrirbæri, og vissulega má segja, að svo sé. Hvergi annars staðar mun venjulegt bændafólk velta eins fyrir sér þjóð- málum og heimspólitíkinni og skrifa jafnvel heilsíðugreinar í dagblöð um þessi efni. — Eru fræðimenn þegar farnir að hagnýta sér þær heimildir, sem þið hafið safnað saman um íslenzka þjóðhætti? — Já. Tvær spurningaskrár hafa beinlínis 22

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.