Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 16

Mímir - 01.06.1989, Blaðsíða 16
Because man is ruler in the world, he holds that the violence of his desires is a sign of his sovereignty; a man of great erotic capacity is said to be strong, potent — epithets that imply activity and transcendence. — segir Simone de Beauvoir á einum stað.18 Textinn stillir þeim Lucy og Mínu upp sem andstæðupari. Lucy er elskuð og dáð þar til hún verður sólgin í kynferðislegan unað; eftir það er hún forsmáð og fyrirlitin af öllum nema Dracula. Hann biður bara um eitt og veitir það, lifir unaðinn til fulls ólíkt hinum karlpersónun- um sem fyllast fyrirlitningu þegar gyðjan þeirra vekur girndina. Mína er þeirra kona. Hún sýnir þeim umhyggju og „móðurást“. Þess konar ást er gjöful og óeigingjörn og krefst einskis á hinu kynferðislega sviði. Hún vekur öryggi en ekki ótta — .. .being only an object, she will be descri- bed as warm or frigid, which is to say that she will never manifest other than passive qualities.19 Mína sættist á þessa afarkosti, Lucy ekki. Stefnumót Dracula og fórnarlambs er því ekk- ert líkt stefnumóti kúnna og hóru (en kannski líkara draumi karlmannsins um stefnumót af því tagi). Lucy lýsir fyrsta fundi þeirra Dracula á eftirfarandi hátt: I didn’t quite dream; but it all seemed to be real. ... Then I have a vague memory of something long and dark with red eyes ...and something very sweet and very bitter all around me at once; and then I seemed sinking into deep green water, and there was singing in my ears, as I have heard there is to drowning men; and then everything seemed passing away from me; my soul seemed to go out from my body and float about the air. (121) A mörkum draums og veruleika á algleymið heima. Hóran hefur engan aðgang að þeim heimkynnum, ekki frekar en hin undirgefna, „hlutræna“ kona. Samband Dracula og Mínu nær hámarki nóttina sem „blóðskírnin“ fer fram í svefnher- 16 bergi Harker-hjónanna. Á meðan Dracula neyðir Mínu til lags við sig, liggur eiginmaður- inn meðvitundarlaus og kokkálaður í rúmi þeirra hjóna. Þegar greifinn hefur fengið nægju sína hjá Mínu varnarlausri (“strangely enough, I did not want to hinder him“), gerir hann gys að karlmönnunum — They should have kept their energies for use closer to home. Whilst they played their wits against me — against me who commanded nations, and intrigued for them, hundreds of years before they were born — I was countermining them. And you, their best beloved one, are now to me flesh of my flesh; blood of my blood; kin of my kin...and shall be later on my companion and my helper. (343) Mína kvelst af samviskubiti og refsar sjálfri sér fyrir siðlausa og ósæmilega kynhegðan og eins og menn hafa sagt tekur hún þar með hanskann upp fyrir feðraveldið, kúgarana og bælinguna. Hún gengst Dracula aldrei endan- lega á hönd og verður ekki félagi hans og hjálp- arhella. Hún er ekki fær um að losna úr viðjum hefðar sem segir konunni á margvíslegan hátt: Kynferðislegur unaður er ekki þitt hlutskipti! Hún er huggari og verndari bandalagsins, hinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.