Mímir - 01.06.1989, Page 19
kenningu og aðdáun karla, sem þeir hafa jafnan
verið ósparir á að veita henni innan sögusviðs
Laxdælu sem utan þess.
Vopn Guðrúnar eru orð, enda fleygar setn-
ingar eftir henni hafðar. Hún hæðir Auði, eig-
inkonu ástmanns síns, og espar Þórð svo að
hann segir skilið við konu sína, en hann hefur
þó líklega ekki þurft mikillar hvatningar við.
Þórður og Guðrún giftast og hjónaband þeirra
er farsælt þó undanfari þess hafi verið með
býsnum. Þórður drukknar eftir stutt hjónaband
og Guðrún fæðir son þeirra litlu síðar. Þann
dreng tekur Snorri goði til fósturs.
Fá ár líða þar til Guðrún kynnist manni sem
afdrifarík áhrif hefur á líf liennar. Sá er höfð-
ingjasonurinn Kjartan Olafsson. Þau eiga
margt sameiginlegt. Bæði eru fögur yfirlitum,
vön atlæti, viljasterk og ákaflynd. Kjartan virð-
ist þó hafa léttari skapgerð en Guðrún, enda er
hann sagður vinsæll maður, en almennra vin-
sælda virðist Guðrún ekki hafa notið. Líkast til
hefur mörgum konum í sveitum um kring þótt
skartkonan hrokafull og ekki vænleg til vinsam-
legra samskipta. Vitsmuni hefur Guðrún
greinilega fram yfir Kjartan. Vit hennar er
marglofað af sögumanni og öðrum persónum
en um vitsmuni Kjartans er ekki getið enda gefa
athafnir hans yfirleitt ekki ástæðu til mikilla
lofsyrða í þá átt.
Saga þeirra ungmenna er alþekkt. Þau fella
hugi saman, en þar sem bæði eru viljasterk og
einþykk þá eru árekstrar milli þeirra óumflýj-
anlegir. Kjartan þráirframa í ókunnum löndum
og afræður utanferð án samráðs við Guðrúnu
en því tiltæki tekur hún illa. Hún er nokkrum
árum eldri en hann, lífsreynd og ráðrík og vill
hafa nokkurn atkvæðisrétt í málefni sem hún
telur varða þau bæði. Hún vill með honum utan
en hann virðist ekki kæra sig um félagsskap
hennar þar. Það fer því á þann veg að Kjartan
kýs að ganga í íþróttafélag við Ólaf Tryggvason
fremur en að fylgja Guðrúnu til hirða Evrópu.
Þó Guðrún hafi ekki heitið Kjartani neinu
virðist sem hún ætli sér að bíða hans. Og hún
bíður nokkurn tíma. En þá snýr Bolli Þorleiks-
son, fóstbróðir Kjartans og fylgdarmaður,
heim til íslands og tilkynnir Guðrúnu að við
hirð Noregskonungs sitji Kjartan á tali við Ingi-
björgu konungssystur. Um það hjal hafði Kjart-
an þó beðið hann að viðhafa ekki mörg orð.
Bolli sem elskar Guðrúnu engu síður en Kjart-
an, og ef til vill af meiri staðfestu, biður síðan
Guðrúnar. Hún hafnar bónorði hans. En Bolli
veit hvert ber að leita eigi árangur að nást.
Ósvífur hefur ætíð haft tök á dóttur sinni og til
hans leitar Bolii. Ósvífur er hlynntur þessum
ráðahag og Guðrún hlýðir föður sínum. Hún
giftist Bolla.
Þeir sem ætlað hafa Bolla það besta í öllum
gjörðum staðhæfa að hann hafi ekki talið sig
vita betur en að Kjartan hafi snúið hug sínum
frá Guðrúnu og til Ingibjargar. Þó er fátt sem
bendir til þess. Kjartan sjálfur hefur ekki haldið
sambandi sínu við Guðrúnu leyndu fyrir Ingi-
björgu og hún virðist hafa vitað að hann hyggð-
ist snúa heim og kvænast Guðrúnu. Líklegt er
að Bolli hafi einnig vitað það og því viljað vera á
undan Kjartani til íslands. Fast sækir Bolli að
ná ráðahagnum og virðist láta sig vilja Guðrún-
ar í því máli litlu skipta. Líkast til hefur hann
ætlað sem svo að eftir hjónaband þeirra sæi hún
þvílíku valmenni hún hefði gifst.
Það fer ekki svo. „Ekki var margt í samförum
þeirra Bolla af Guðrúnar hendi“, segir í
Laxdælu. Og ekki batnar samkomulagið þegar
Kjartan snýr heim með moturinn fagra, gjöf frá
Ingibjörgu konungsdóttur, upphaflega ætlaðan
Guðrúnu í bekkjargjöf. Nú hlýtur moturinn
önnur kona, Hrefna Asgeirsdóttir, fögur kona,
sögð vinsæl.
Og nú eru þungir skapsmunir fornra elsk-
enda. Stolt beggja er sært, sérlega Guðrúnar.
Hún hatast við Hrefnu sem eignast hefur þann
mann sem hún vildi og ætlar sér að eyðileggja
hamingju þeirra. Hún gengur að því verki af
ofsa og stillingsleysi. Hrefna er rænd motri sín-
um og Kjartan sverði. Kjartan bregst illa við og
dreitir Guðrúnu og Bolla inni ásamt heimilis-
fólki þeirra. Kjartan og Guðrún, dekurbörn
íslenskra fornbókmennta, hatast nú af ofstopa.
Átökin eru ægileg og í þeim hlýtur einhver að
bíða ósigur. Guðrún ætlar sér ekki það hlut-
skipti. Guðrún er viljasterk kona, hún hefur
margsannað þann eiginleika sinn. Hún drottn-
ar í lífi bónda síns og stolt hennar krefst þess að
eiginmaðurinn hefni svívirðinga sem hún telur
sig hafa orðið fyrir. Þurfi hún að fórna eigin-
manni sínum til þess að af því geti orðið þá
verður svo að vera. „Eigi muntu bera giftu til að
gera svo öllum þyki vel,“ segir Guðrún þegar
hún rekur Bolla ásamt bræðrum sínum til að
vinna á Kjartani. Hún hótar honum skilnaði
19